Ætlar að klára þríþrautina

max greenfieldNew Girl leikarinn Max Greenfield, 36 ára, er á leið í sína fjórðu Nautica Malibu þríþraut á morgun, sunnudaginn 18. september, og markmið hans er aðeins eitt, að „klára“, eins og fram kemur í People tímaritinu.

„Ég hleyp langar vegalengdir og ef mér líður ekki eins og ég sé að deyja, þá held ég að ég muni halda þetta út í keppninni.“

Greenfield tók fyrst þátt í Malibu þríþrautinni árið 2012, en það var jafnframt í fyrsta skipti sem hann keppti í greininni. „Sú fyrsta var, eins maður getur ímyndað sér, dálítið ógnvekjandi,“ segir leikarinn, sem stundar CrossFit af krappi.  Í þríþrautinni er synt hálf míla, hjólaðar 18 mílur og hlaupið 4 mílur.

„Sundið er alltaf skemmtilegast. Það er líka fyrst í röðinni, þannig að þú ert ekki orðinn þreyttur á undan.“

„Þetta er frábær keppni og það safnast peningar fyrir krabbameinsrannsóknir við barnaspítalann í Los Angeles,“ sagði Greenfield, sem sjálfur á tvö börn.

En myndi persóna hans í New Girl þáttunum, Schmidt, taka þátt í svona keppni? „Hann myndi kaupa allan útbúnað, en svo örugglega meiða sig passlega tímanlega,“ segir Greenfield að lokum við People tímaritið.