Fastur á miðlífsöld í 65 – heillaður af heimunum

Adam Driver, aðalleikari vísindatryllisins 65 sem komin er í bíó segir í samtali við vefsíðuna Looper, spurður að því hvað heilli hann við vísindaskáldsögur, eins og 65 og Star Wars: The Force Awakens frá árinu 2015 þar sem hann fer með hlutverk Kylo Ren, sonar Hans Óla og Lilju prinsessu, segir hann það vera heimana sem skapaðir eru í sögunum. „Þetta er ákveðinn flótti frá raunveruleikanum og mjög skemmtilegt og hugmyndaríkt. Það, á þessum tíma, var mjög spennandi þegar mér bauðst að taka þátt í þessum verkefnum.“

Tilbúinn að mæta risaeðlunum.

65 gerist á forsöglegum tímum, nánar tiltekið á miðlífsöld (e. Mesozoic Period) fyrir 252-66 milljón árum síðan. Þá voru risaeðlur á kreiki.

65 (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.4
Rotten tomatoes einkunn 36%

Geimfari brotlendir á dularfullri plánetu og kemst að því að hann er ekki einn. Nú þarf hann, ásamt þeim eina sem lifði af ásamt honum, Koa, og einum möguleika á björgun, að ferðast yfir ókunn landsvæði þar sem stórhættulegar forsögulegar skepnur berjast um yfirráðin....

Í myndinni er gefið í skyn að í alheiminum sé háþróað vitsmunalíf á sama tíma og risaeðlurnar réðu ríkjum hér á Jörðu.

Driver horfir á myndefni.

Einu manneskjurnar sem koma við sögu í myndinni eru Mills, sem Driver leikur, og Koa sem Ariana Greenblatt leikur.  Reyndar eru nokkrar fleiri manneskjur en þær létust allar þegar þær hentust út úr geimskipinu við brotlendinguna.

Eins og fram kemur í Looper þá passaði vel að taka myndina í faraldrinum. Leikarar voru fáir og allt gerðist í nánum samskiptum. „Þetta var þegar fyrsta bylgja faraldursins stóð sem hæst, og enginn vissi hvað yrði um kvikmyndirnar,“ útskýrði Driver. „Handritið var fullt af risaeðlum, leiserbyssum og forsögulegri Jörðu, en átti á sama tíma að vera fjölskyldumynd sem allir gætu horft á – eins og hálfs tíma löng og hafði þessi stóru þemu um hvað var á seyði á þessum tíma.“

Virkaði hreinsandi

Hann sagði að sagan hafi virkað hreinsandi fyrir það sem var að gerast í raunheimum á sama tíma. „Þú ert með þessar tvær manneskjur sem standa frammi fyrir hlutum sem þær hafa ekki séð áður. Þær eru að jafna sig á sorg og áföllum og geta ekki talað um það og hafa misst fjölskyldu sína en finna aðra fjölskyldu áður en yfir lýkur.“