„Þetta er vandamálið með unga fólkið í dag“

„Það kvarta margir undan svefnleysi á tímum faraldursins. Þá ætla ég að mæla með Master & Commander, með hinum yfirleitt grípandi og athyglisverða Russell Crowe. Ég hef aldrei komist yfir fyrstu tíu mínúturnar.

Verði ykkur að góðu. Og takk, Russell.“

Svo skrifar Robert McNabb, Twitter-notandi sem tekinn var hressilega á teppið af sjálfum stórleikaranum sem hann vísar í.

Kvikmyndin Master & Commander: The Far Side of The World verður seint talin á meðal þekktari verka þeirra Russell Crowe og leikstjórans Peter Weir, en öruggt er að segja að hún er talin með þeim betri.

Myndin var gefin út árið 2003 og þénaði rúmar 200 milljónir Bandaríkjadollara á heimsvísu en skilaði litlum hagnaði sökum þess að kosta um 150 milljónir.

Gagnrýnendur voru þó í heildina hæstánægðir með kvikmyndina og hefur aðdáendahópum hennar farið vaxandi á árunum liðnum. Virðist sem að Russell Crowe er sjálfur á meðal harðra aðdáenda (ef ekki verjenda) myndarinnar en hann er ekki þekktur fyrir að liggja á sínum skoðunum.

Crowe hikaði ekki við að svara kauða með eigin færslu og segir:

„Þetta er vandamálið með unga fólkið í dag.“

Engin einbeiting.

Kvikmynd Peters Weir er stórkostleg. Hún er umfangsmikil og uppfull af smáatriðum og segir frá tryggð við bresku krúnuna, sama hver kostnaðurinn er.

Kvikmyndatakan eftir Russell Boyd er ótrúleg og tónlistin mögnuð.

Klárlega mynd fyrir fullorðna.“