Svik og prettir súludansara í Stjörnubíói

Hustlers er nú komin í kvikmyndahús borgarinnar, en þar gefst áhorfendum færi á að fylgjast með svikum og prettum strípidansmeyja í New York fyrr á þessari öld.

Tveir svikahrappar. Jennifer Lopez og Constance Wu

Þóroddur Bjarnason, frá Kvikmyndir.is, heimsótti Heiðar Sumarliðason í hljóðver X977 og ræddu þeir myndina frá ýmsum hliðum. Svo skemmtilega vildi til að þeir sáu kvikmyndina á sömu sýningunni í Smárabíói um síðustu helgi, en hún var lituð af ólátum ungmenna í salnum, sem var minna skemmtilegt. Allt fór þó vel að lokum eftir að Heiðar sagði þeim til syndanna í hléinu. En var eitthvað varið í myndina?

Hlustaðu á þáttinn hér fyrir neðan: