Captain Marvel áfram langvinsælust

Nýjasta ofurhetjumyndin frá Marvel, Captain Marvel, um öflugustu ofurhetjuna í Marvel heimum, samnefnda Captain Marvel, er langvinsælust þessa vikuna á íslenska bíóaðsóknarlistanum. Sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum en þar var myndin einnig með mikið forskot á næstu mynd, Wonder Park.

Annað sætið, aðra vikuna í röð, fellur í skaut þriðju myndarinnar í How To Train Your Dragon myndaflokknum, How to Train Your Dragon: The Hidden World, og óvænt í þriðja sætið er komin mynd sem er búin að vera sjö vikur á lista, sjálf Óskarsverðlaunamyndin Bohemian Rhapsody. Hún er þó ekki eini hástökkvarinn því önnur Óskarsmynd, A Star Is Born, sem búin er að vera 14 vikur á lista, stekkur upp í sjöunda sætið! Ástæðan fyrir því gæti verið að myndin var sýnd í lengri útgáfu nú um helgina í Sambíóunum.

Sex nýjar

Sex nýjar myndir eru á listanum að þssu sinni. Britt-Marie var hér fer beint í sjötta sætið, geimerutryllirinn Captive State fer í áttunda sætið og fjölskyldumyndin Jón Hnappur og Lúkas eimreiðarstjóri fer í 10. sætið. Beint í 22. sætið fer ný íslensk mynd, Taka 5. Þá er það Capernaum sem fer rakleiðis í 25. sæti listans og að lokum er það Birds of Passage sem fer í 27. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: