Djöflanunnan særð fram í nýrri ljósmynd

Þeir sem sáu hrollvekjuna The Conjuring 2 kannast kannski við óvættinn Nunnuna, eða The Nun, en fyrir hina, þá hefur núna verið birt ný og hrollvekjandi mynd af fyrirbærinu. Nunnan mun byrja að messa yfir okkur í bíó hér á Íslandi 7. september næstkomandi.

Leikstjóri kvikmyndarinnar er Corin Hardy, en myndin segir söguna af séra Burke, sem Demian Bichir leikur, presti með draugalega fortíð, og nunnunni Irene, sem Taissa Farmiga leikur.  Irene er lærlingur sem er um það bil að helga sig Guði fyrir lífsstíð, en þau tvö eru send í sakleysi sínu til Vatíkansins að rannsaka sjálfsmorð ungrar nunnu. Saman afhjúpa þau heiðið leyndarmál, og hætta sínu lífi og annarra, sem og trú sinni og sálartetrum, þegar þau takast á við djöflanunnu, sem Bonnie Aarons særir úr undirdjúpum helvítis.

Conjuring og Saw hrollvekjumeistarinn James Wan er með puttana í framleiðslu myndarinnar, ásamt fleirum. Það kæmi ekki á óvart ef stiklan úr myndinni myndi fljúga á netið innan skamms.