50 reknir úr tökuliði Hercules

Um fimmtíu úr kvikmyndatökuliði myndarinnar Hercules voru reknir fyrir að reyna að taka myndir af aðalleikaranum Dwayne Johnson í gervi gríska hálfguðsins.

hercules

Kvikmyndaverin Paramount Pictures og MGM lögðu mikla áherslu á að fjölmiðlar fengju ekki  að sjá heljarmennið í fullum skrúða, fyrr en rétti tíminn myndi renna upp.

„Næstum því fimmtíu voru reknir, allir úr tökuliðinu, sem voru að stelast til að taka myndir,“ sagði Johnson við CinmeaBlend. „Það var búið að banna þetta og allir vissu af því.“

Fyrsta stiklan úr Hercules var frumsýnd á þriðjudaginn. Myndin er væntanleg í bíó í sumar. Leikstjóri er Brett Ratner sem á að baki Rush Hour-myndinar og stýrir næst Beverly Hills Cop 4.