5 fréttir – Cox braut úlnlið

Friends leikkonan Courtney Cox datt og braut á sér úlnliðinn á laugardaginn þar sem hún var stödd í sumarfríi í Cancun í Mexíkó. Cox fékk gifs á hendina og fór síðan með einkaflugvél aftur heim til Bandaríkjanna á fund lækna þar í landi.

Clint Eastwood hefur ráðið leikarann Erich Bergen í hlutverk Bob Gaudio í söngvamyndina Jersey Boys. Myndin fjallar um feril rokkhljómsveitarinnar the Four Seasons en Gaudio er þar einn meðlima. Bergen lék Gaudio á sviði á Broadway.

Áhættuleikarinn Valdimar Jóhannesson sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann hefði næstum dáið við leik í myndinni Hafið eftir Baltasar Kormák. Hann sagðist hafa misst alla skynjun þegar hann festist inni í bíl á kafi í sjó á 2 m dýpi.

aaron taylor-johnsonBreski Kick-Ass 2 leikarinn Aaron Tayolor-Johnson hefur átt viðræður við Joss Whedon leikstjóra The Avengers: Age of Ultron um að leika ofurhetjuna Quicksilver í myndinni. „Ég settist niður með Joss, mér finnst hann frábær […]“ Myndin verður frumsýnd 2015.

Bandaríska kvikmyndastjarnan Meryl Streep mun leika á móti Jeff Bridges í myndinni The Giver, sem gerð verður eftir skáldsögu Lois Lowry, og leikstýrt af Phil Noyce. Tökur byrja eftir 7 vikur í Suður-Afríku. Streep leikur æðsta öldungaráðsmanninn.