25 bestu hryllingsmyndir síðustu 25 ára

Kvikmyndasíðan Screencrush.com hefur tekið saman lista yfir 25 bestu hryllingsmyndir síðustu 25 ára.

the ring

Á meðal mynda sem komast á listann eru Paranormal Activity, The Blair Witch Project, Dawn of the Dead, The Conjuring og The Ring.

Búinn var til listi yfir 300 hryllingsmyndir sem hafa komið út frá árinu 1991 og af þeim lista gátu blaðamenn Screencrush valið 25 myndir. Eftir það fór fram önnur kosningaumferð þar til lokalistinn var tilbúinn.

Ekki voru allir á sama máli um hvaða myndir töldust hryllingsmyndir og hverjar ekki. Á endanum var ákveðið að þær myndir sem vöktu upp hræðslu fengu að vera með á listanum.

Smelltu hér til að sjá listann í heild sinni.