22 Jump Street – bönnuð stikla

channing iceRauðmerkt stikla, bönnuð börnum, er komin út fyrir myndina 22 Jump Street með þeim Channing Tatum og Jonah Hill í aðalhlutverkum.

Myndin er byggð á lögguþáttum frá níunda áratug síðustu aldar sem voru með Johnny Depp í aðalhlutverkinu. Myndin er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem var frumsýnd í fyrra.

Í nýju myndinni fara þeir félagar og löggur, Jenko og Schmidt aftur í menntaskóla.

Phil Lord og Christopher Miller leikstýra þessari mynd eins og þeirri fyrstu en 21 Jump Street sló í gegn og þénaði meira en 200 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni.

22 Jump Street verður frumsýnd 13. júní, 2014.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: