Winona Ryder missir vitið með Franco

Leikararnir James Franco og Winona Ryder munu leika saman í myndinni The Stare, samkvæmt fréttavefnum Deadline. Ryder mun fara með hlutverk leikskálds sem missir hægt vitið á meðan framleiðsla á leikriti eftir hana fer fram. Franco mun fara með hlutverk aðalleikara leikritsins.

Myndin mun vera sú fyrsta sem kemur út undir merkjum Waterstone Entertainments, en Jay Anania mun leikstýra henni. Anania gaf seinast frá sér myndina Shadows and Lies, en James Franco far einnig með hlutverk í henni.