Tvíeyki á toppnum

Tvíeykið Samuel L. Jackson og Ryan Reynolds rauk beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi í myndinni The Hitman´s Bodyguard, en myndin lék sama leikinn í Bandaríkjunum.

Grín, spenna og pínuponsu rómans í The Hitman´s Bodyguard

Toppmynd síðustu viku, hrollvekjan Annabelle: Creation, þarf nú að gera sér annað sætið að góðu, og í þriðja sæti er önnur gömul toppmynd, stríðsmynd Christopher Nolan, Dunkirk.

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum þessa vikuna. Dramað The Glass Castle með Woody Harrelson og Brie Larsson í helstu hlutverkum fór beint í 9. sætið, franska gamanmyndin Stóri dagurinn kemur þar á eftir í 10. sætinu og í 11. sætinu eru enn önnur ný mynd, Shot Caller, um fjölskyldumann sem lendir í fangelsi.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: