Three Amigos á Blu-Ray í nóvember

Empire kvikmyndatímaritið er með sérstaka afmælisumfjöllun um hina sígildu gamanmynd Three Amigos í nýjasta tölublaðinu, en umfjöllunin verður einnig að finna á lænýrri Blu-Ray útgáfu af myndinni sem kemur út í Bandaríkjunum 22. nóvember nk.
Í umfjöllun Empire eru tökur myndarinnar rifjaðar upp með leikurum og leikstjóra.

Fyrir þá sem ekki þekkja myndina þá er hún um þrjá atvinnulausa leikara úr þöglu myndunum, sem þiggja boð frá mexíkósku þorpi. Þeir halda að þeir eigi að halda eins dags sýningu þar sem þeir sigra glæpagengi úr nágrenninu. En það sem þeir átta sig ekki á er að glæpagengið er raunverulega að hrella þorpsbúa og gera þeim lífið leitt. Nú reynir á þremenningana.
Í myndinni leika gamanleikararnir Steve Martin, Chevy Chase og Martin Short aðalhlutverkin, og John Landis leikstýrir. Það verður ekki ónýtt að fá að sjá þessa frábæru mynd í Blu-Ray gæðum!

Stikk: