The Conjuring elur af sér Annabelle

Það kemur engum á óvart að verið er að undirbúa framhald The Conjuring enda hlaut hryllingsmyndin bæði lof gagnrýnenda og gríðarmikla aðsókn.

Annabelle_doll_the_conjuring

Það sem kemur kannski meira á óvart er orðrómur um að önnur mynd sé í undirbúningi, byggð á dúkkunni drungalegu Annabelle, sem kemur lítillega við sögu í The Conjuring.

Samkvæmt fregnum að utan á þessi „spin-off“-mynd einfaldlega að heita Annabelle og fjallar um uppruna djöfladúkkunnar. Framleiðsla á að hefjast næsta vor og leikstjóri verður John R. Leonetti, sem var kvikmyndatökumaður The Conjuring.