Súperman merkasta ættleiðingarsagan

Leikstjórinn Zach Snyder tjáir sig um Súperman-mynd sína Man of Steel í viðtali við SFX.

man of steel 1

„Einhver sagði mér að þetta væri merkilegasta ættleiðingarsaga allra tíma. Það er áhugavert að líta á þetta þannig, kannski vegna þess að ég var nýlega að ættleiða sjálfur börnin mín tvö, „sagði Snyder.

„Jarðarbúar ættleiða hann og hann ættleiðir okkur líka. Stór boðskapur í þessari mynd snýst um fjölskylduna og hver það er sem gerir þig að þeirri persónu sem þú ert. Clark er að uppgötva sjálfan sig og að reyna að komast að því hver hann er hvar hann passar inn.“

Man of Steel verður frumsýnd hérlendis 21. júní.