Starandi brosandi Star Wars fólk

star warsFlestir eru sammála um að Stjörnustríð, eða Star Wars, sé tímalaus klassík. Sömuleiðis kannast allir við Star Wars lagið eftir John Williams, sem sömuleiðis er fyrir löngu orðið sígilt. En hvað gerist þegar þetta tvennt er aðskilið?

Eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan þá breytist andrúmsloftið talsvert mikið og fer úr því að vera talsvert alvarlegt og virðulegt, í að verða frekar fáránlegt!

Myndbandið var sett á Youtube af Auralnauts, og sýnir vel þekkt atriði úr Star Wars, krýningaratriðið, án tónlistar John Williams.

Í þögninni þá verður sigurbrosið sem leikur um varir þeirra Loga, Leiu og Hans Óla, frekar hrollvekjandi þegar þau stara hvert á annað, og Chewbacca, eða Loðinn,  á vægast sagt mjög erfitt með að meðtaka aðstæðurnar …