Stálmaðurinn vinsælastur

Nýja Superman myndin, Man of Steel , eftir Zack Snyder er langvinsælasta bíómyndin á Íslandi í dag, en myndin var frumsýnd í síðustu viku.

Myndin segir söguna af því þegar barn er sent til Jarðar frá deyjandi plánetu, og hjón í sveitum Kansas taka það að sér og ala það upp. Þegar barnið verður fullorðið verður það blaðamaður, en notar yfirnáttúrulega hæfileika sína til að vernda hin nýju heimkynni sín fyrir lævísum illmennum.

Man-of-Steel-man-of-steel-34543289-1920-1080

Í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans situr toppmynd síðustu viku, Pain and Gain og í þriðja sæti eru töframennirnir í Now You See Me.  Í fjórða sæti eru þeir Vince Vaughn og Owen Wilson í The Internship og í fimmta sæti, ný á lista, er hin sannsögulega The Iceman sem fjallar um mann sem starfaði sem leigumorðingi og drap 100 manns án þess að fjölskylda hans vissi af því.

Sjáðu lista 14 vinsælustu mynda á Íslandi í dag hér fyrir neðan:

listinn