Stæðilegur Superman á forsíðu Empire

Stálmaðurinn Superman, eða Man of Steel, er til alls líklegur á forsíðu nýjasta tölublaðs kvikmyndatímaritsins Empire. Á vef blaðsins er birt mynd af forsíðunni og önnur mynd þar sem Superman sést án textans  á forsíðunni.

Sjáðu myndirnar hér að neðan:

Tímaritið verður sneisafullt af upplýsingum um myndina, um leikstjórann Zack Snyder, og leikarana, m.a. Henry Cahill, sem leikur Superman, og Russell Crowe sem leikur líffræðilegan föður Superman, Jor-El.

Tölublaðið kemur út á fimmtudaginn.

Man of Steel kemur í bíó hér á landi 21. júní nk.