Skrímsli eru til – Fyrsta stikla úr Kong: Skull Island

Stórfréttirnar koma nú á færibandi frá Comic-Con ráðstefnunni í San Diego, sem nú stendur yfir, en hátíðin er meðal annars óspart notuð til að frumsýna ný sýnishorn úr væntanlegum myndum, og leikaralið mynda mætir gjarnan í pallborðsumræður á undan, og margt margt fleira skemmtilegt.

tom

Nú er komið að fyrstu stiklunni úr King Kong myndinni Kong: Skull Island, en ekki er langt síðan við birtum hér á síðunni fyrstu ljósmynd úr myndinni, af gríðarlega stórri höfuðkúpu.

„Monsters Exist“ eða Skrímslin eru raunveruleg, segir John Goodman á einum stað í stiklunni, en auk hans má sjá Samuel L. Jackson og svo auðvitað aðalleikarana Brie Larson og Tom Hiddleston.

Myndin kemur í bíó 10. mars, 2017.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: