Shyamalan vill gera Unbreakable 2

unbreakable-shyamalan-bruce-willis-samuel-l-jacksonÞó að leikstjórinn M. Night Shyamalan hafi ekki gert góða kvikmynd í dágóðan tíma þá á hann tvær stórgóðar myndir að baki sér og þar erum við væntanlega að tala um The Sixth Sense og Unbreakable. Seinni myndin er af mörgum talin besta ofurhetjumynd síðari tíma og hafa margar getgátur komið upp varðandi framhaldsmynd.

Unbreakable var gerð árið 2000 og fjallar um David Dunn sem er afar venjulegur maður. Á leið sinni heim frá New York þá lendir hann í lestarslysi en er sá eini sem kemur lífs af, og hann hefur ekki eina skrámu. Samuel L. Jackson leikur Elijah Price sem finnur Dunn og segir kenningu sína. Elijah sem hefur genagalla í beinbyggingu sinni sem gerir bein hans auðveld að brotna er sannfærður um að maður er til sem er á hinum endanum. Með óbrjótanleg bein, einhver sem aldrei verður veikur eða líkamlega sár.

Í nýlegu viðtali við MTV, útskýrir Shymalan löngun sína til þess að gera Unbreakable 2. Shymalan vill meina að séu örlög hans að gera þessa framhaldsmynd. „Ég á bara eftir að finna réttu fléttuna svo þetta smelli saman.“ bætir leikstjórinn svo við.

Shymalan er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína, After Earth. Kvikmyndin er með feðgunum Will og Jaden Smith í aðalhlutverkum og gerist eitt þúsund árum eftir að mannkynið hefur yfirgefið jörðina eftir að mengun hefur gert hana óbyggilega. After Earth verður frumsýnd þann 7. júní næstkomandi.

Hér að neðan má sjá viðtalið við M. Night Shymalan um Unbreakable 2.