Pitt hlær að Scarlett

Michael Pitt, sem er best þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Boardwalk Empire, hefur verið ráðinn í hlutverk aðal þorparans í myndinni Ghost in the Shell, sem byggð er á japanskri Manga teiknimyndasögu.

michael pitt

Leikstjóri verður Rupert Sanders.

Myndin hefur verið lengi í undirbúningi, en nú sér loks fyrir endann á honum, og tökur hefjast síðar í þessum mánuði í Nýja Sjálandi.

Í myndinni leikur Scarlett Johansson aðalhlutverkið, hlutverk sérsveitarvélmennis, í sérsveit að nafni Section 9, sem fæst við hættulegustu glæpa – og öfgamennina.

Persóna Pitt heitir Laughing Man, eða Hlæjandi maður. Þetta illmenni er bitur maður, þyrstur í hefnd, og með líkama sem er að hluta til vélmenni. Hann hefur einstaka tilfinningu fyrir útliti og stíl.

Stefnt er að frumsýningu 31. mars 2017.

Af öðrum verkefnum Pitt má nefna að hann leikur á móti Imogen Poots í sjálfstæðum og listrænum spennutrylli, The Sleeping Shephard, og í Criminal, spennutrylli með Ryan Reynolds, Kevin Costner, Gal Gadot og Gary Oldman.