Nýtt í bíó – Kung Fu Panda 3

Teiknimyndin Kung Fu Panda 3 verður frumsýnd á föstudaginn næsta þann 18. mars í tvívídd og þrívídd og bæði með íslensku og ensku tali í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Egilshöll, Álfabakka og Borgarbíói Akureyri.

Sjáðu íslenska stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Í myndinni segir frá því þegar löngu týndur faðir Pós birtist skyndilega, en pandan okkar hefur um langa hríð leitað raunverulegs föður síns um Kína þvert og endilangt. Það verða fagnaðarfundir þegar feðgarnir hittast og Pó fer með pabba sínum til æskustöðvanna, sem er nokkurs konar leynileg pönduparadís. Þar hitta þeir alla ættingjana og fleiri skemmtilegar pöndur sem vita fátt betra en að hafa það notalegt og borða.

kung fu panda

En hættan er einnig handan við hornið og þegar yfirnáttúrulegi þorparinn Kai byrjar að herja á alla kung fu meistara í Kína. Þá þarf Pó að gera hið ómögulega: að þjálfa þorp fullt af pöndum til að verða kung fu pönduher.

plakatLeikstjóri: Rósa Guðný Þórsdóttir

Aðalhlutverk: Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðsson, Arnar Jónsson, Edda B. Eyjólfsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Örn Flygering, Björn Thorarensen, Esther Thalía Casey, o.fl.