Ný 24 án Jack Bauer

Fox sjónvarpsstöðin hefur staðfest að næsta sería af spennuþáttunum 24 verði hliðarsería, og aðalsöguhetjan, Jack Bauer, komi þar hvergi við sögu.

28-JackBauer-Fox

Variety kvikmyndaritið segir að serían, sem mun heita 24: Legacy, byrji í tökum síðar á þessu ári, og allir leikarar verði nýir.

Þetta þýðir, eins og fyrr sagði, að Kiefer Sutherland, sem hefur leikið Jack Bauer frá upphafi, eða frá árinu 2001 og alveg fram að þáttaröðinni sem gerð var árið 2014, 24: Live Another Day, snýr ekki aftur, þó ekki sé útilokað að Sutherland taki á einhvern hátt þátt í framleiðslu seríunnar.

Aðalsöguhetjan í þessum nýju þáttum verður hermaður af afrísk-amerískum ættum, Eric Carter, sem snýr aftur úr herþjónustu, en kemst að því að hann á enn eftir að leysa úr ýmsum málum.

Carter þarf að óska eftir aðstoð and-hryðjuverkahóps ( CTU ) sem verður til þess að hann þarf að koma í veg fyrir hryðjuverk á bandarískri grundu.

Áætlað er að prufuþáttur seríunnar verði frumsýnd á næsta ári, 2017, en allir atburðir munu eiga sér stað í rauntíma, eins og ávallt.

Stikk: