Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Maður eins og ég
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég heyrði fyrst um þessa mynd, byrjaði ég strax að hlakka til að sjá hana. Spennan jókst jafnt og þétt og trailerinn var algjör snilld. Þar sem Jón Gnarr, fyndnasti maður landsins, leikur í myndinni og Þorsteinn Guðmundsson líka, bjóst ég við bráðfyndni grínmynd í anda Íslenska draumsins. Raunin varð vonbrigði. Án þess að farið sé út í söguþráðinn, þá var ég ekki að fara að sjá Jón Gnarr vælandi í ástarsorg. Ég hélt að þetta væri grínmynd en ekki ástarvæla.


Sem sagt, Jón Gnarr virðist vera búinn að missaða, en Þorsteinn Guðmundsson bjargar því sem bjargað var og var stórgóður í þessari mynd. Þorsteinn dregur þessar tvær stjörnur að landi og enginn annar. Það lætur nærri að einu fyndnu atriði myndarinnar séu sýnd í trailernum.


Það má vel vera að þetta sé góð ástarvælumynd, en þetta er ekkert sérstök grínmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Deuce Bigalow: Male Gigolo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er brilliant og þriggja og hálfrar stjörnu virði að mínu mati. Hinsvegar var ég búinn að sjá trailerinn og hann segir allt sem segja þarf. Þannig að ef þú ert búinn að sjá trailerinn - þá skaltu spara þér 650 kallinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Englar alheimsins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Á mínum menntaskólaárum var ég, eins og aðrir í skólanum, neyddir til að lesa bókina Engla Alheimsins. Af þeirri einu ástæðu fannst mér hún ekkert sérstök, en samt yfir meðallagi. En þessi mynd er margfalt betri en bókin! Ég ætla ekki að fara að rekja söguþráðinn hér, en það er ótrúlegt hve vel tókst til með þessa mynd. Mörg af skemmtilegustu atriðum bókarinnar, verða enn betri í myndinni auk þess sem afbragðsleikur allra í myndinni gerir myndina af snilld. Ingvar er mjög góður, Björn Jörundur er greinilega jafngóður leikari og tónlistarmaður (snillingur!), Baltasar kom mér mjög á óvart og stóð sig einstaklega vel og Hilmir Snær stóð fyllilega fyrir sínu, en svona má lengi telja. Það hefur sjaldan áður komið fyrir mig að ég vilji fara á sömu myndina aftur, en mig langar að sjá þessa aftur. Þessi mynd er líklega besta mynd sem gerð hefur verið á íslandi um jafn alvarlegt málefni sem þetta er. Friðrik: Ég hlakka til að sjá þig taka við óskarnum fyrir þessa mynd! Þú ert flottur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blue Streak
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilld! Mæli með henni fyrir alla sem hafa einhvern húmor (sem eru reyndar ekki allir).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei