Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég skrapp á þessa mynd bjóst ekki við miklu nema bílum, músík og jafnvel smá kroppasýningu. Myndin er ekki mikið meira en það. Handrit........ það týndist örugglega. Takan er dæmigerð, leikurinn er sæmilegur (Diesel er bara töffari, annars væri þetta slæmur leikur), sándið er mjög gott og krafturinn er svosem góður. Ekkert nýtt, myndin fer í hóp allflestra bílamynda sem ágætis skemmtun en alls enginn klassi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hudson Hawk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kolsvartur húmor í mynd um atvinnuþjóf sem er nýkominn útúr fangelsi og lendir strax í vandamálum. Sumir brandararnir eru klassískir og verða betri og betri. Sumar hugmyndirnar eru ægilega sýrðar eins og t. d. nammigengið og öll þessi lög. Óþokkarnir allir eru allsvakalegir karekterar með mismunandi skoðanir á öllum málum. Góð mynd sem hefur sloppið vel úr minnum manna en er samt ein af þessum sem ég get horft á aftur og aftur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Forrest Gump
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Afar vel gerð og vel leikin mynd sem sýnir ef til vill að maður þarf ekki alltaf að vera bestur eða gáfaðastur til að komast langt, heppnin kemur þér stundum langt. Tom Hanks er með snilldarleik sem Gump og aðrir eru engir slorar. Handritið er ekkert nema púra snilld og það kemur hver brandarinn á fætur öðrum sem kemur manni til hlæja í hvert einasta skipti. Þetta er ein af þessum gamanmyndum sem er fyrir flestalla aldurshópa og er um leið smá drama. Yfir allt er þetta vel gerð mynd og er virkilega góð skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Guy Ritchie tekst aftur upp vel með sinni annarri mynd. Snatch er önnur saga úr undirheimi London og núna eru gyðingar, demantar, óskiljanlegir sígaunar og ólöglegt box í þessum sviðsljósinu. Nokkrar sögur fléttast saman í eina heild og úr verður þessi ægilegi æsingur milli margra skuggalegra karektera. Menn eins og Del Toro, Statham, Jones, Pitt, Farina, Sherbedgia og Ford eru sem þessir skuggalegir náungar sem lenda hver í öðrum og þar eru menn misjafnlega heppnir. Tónlistin er nokkuð góð, flott t. D. þegar fuckin' in the bushes með Oasis hljómar við lokin og gerir bardagan örlítið öflugri og skemmtilegri. Annars er margt mjög líkt með fyrri mynd Ritchies (Lock, Stock...) nema kannski að núna eru persónurnar kannski örlítið svalari og ofsafengri en þeirri fyrri. Hugmyndirnar eru einnig stærri og allt castið er náttúrulega stærra. Húmorinn er að mínu skapi, persónurnar eru snilld (talsmáti sígaunana er snilld, að heyra mann eins Brad Pitt tala eins og einhver lúbarin hálfviti sem veit varla neitt er snilld) og Guy Ritchie er að verða snillingur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cats and Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skil ekki almennilega hvernig þetta getur verið barnamynd, þar sem sumir brandarana eru eitthvað ósköp fullorðinslegir. Þessi mynd var svona í hjartalínurits flokknum. Stundum hló maður að sumum og svo næst fannst manni þetta aðeins of langt gengið og horfði niður á gólfið vegna fáranleika. Oftast reyndar þegar aðalkisinn kom þá hló ég... En svo komu aðrir karektarar sem drápu þetta. Það hlýtur að vera hægt að gera betur en þetta...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Silence of the Lambs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einstakur spennutryllir sem versnaði svo sem alls ekkert við einstakan leik Sir Anthony Hopkins og einnig Jody Foster. Önnur myndin í röðinni um Dr. Hannibal Lecter, en í þessi hins vegar kemur hann mun meira við sögu. Myndatakan er góð og með lýsingu sem er frekar dökk og drungaleg... Eða raunveruleg mætti kalla það frekar. Hopkins sýnir algjöran snilldarleik með því að leika þessa annars rólegu mannætu sem hefur mjög fágaðan smekk á hinu þessu. Foster leikur mjög vel hina veiklynduðu Sterling, FBI lærling sem er við það að verða fullgildur FBI fulltrúi. Hún er að reyna fá upplýsingar uppúr Dr. Lecter um fjöldamorðingja sem gengur laus. Hryllilega góð mynd, ef svo má orði komast. Handritið er gott, takan og lýsing mjög góð, leikurinn er snilld og mest af öllu... Plottið gengur allt upp!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pitch Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vin Diesel heldur þessari mynd uppi með því að vera svona hrikalegur töffari. Annað er nokkuð ágætt, þetta er mynd sem er ekki nógu góð nema maður búi andrúmsloft fyrir þetta (vetranótt, kjallari, öll ljós slökkt... Eða hreinlega bíósalur). Fólk sem hefur ekki séð hana svoleiðis... Ekkert að marka það...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Usual Suspects
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilld. Allir karektarnir eru magnaðir. Gabriel Byrne, Kevin Spacey, Kevin Pollack, Benicio Del Toro(snillingur),Baldwin bróðirinn og svo gaurinn sem ég man aldrei hvað heitir sem leikur lögfræðinginn Kobayashi... Allt menn sem gera þessa mynd hreina snilld, plottið gengur alveg útí gegn og maður hreinlega veit aldrei hvað gerist næst. Mögnuð spennumynd sem það verður hreinlega að sjá, annað væri syndsamlegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enemy at the Gates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð góð mynd sem fjallar um seinni heimsstyrjöldina af öðru sjónarhorni, tvær leyniskyttur svona head to head. Ung skytta frá Síberíusléttunum slær í gegn sem sóvésk leyniskytta, leikin af Jude Law og svo Ed Harris sem leikur hin miklu þýsku leyniskyttu sem hefur fengið það verkefni að myrða hinn unga. Myndin útí gegn fjallar um einvígi þessara tveggja, ástandið í stríðinu og þetta er allt mjög vel gert. Það má nánast segja að eini gallinn við myndina sé að allir leikarnir sem leika sóvésku hermennina tala ensku með BRESKUM hreim sem er hreinlega hryllilegt...ég gat ekki hætt að hlæja að þessu alla myndina útí gegn. En samt nokkuð vel gerð mynd þrátt fyrir þennan pirrandi galla. Hefði jafnvel eina stjörnu í viðbót hefði þetta ekki eyðilagt þetta fyrir mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Forrester
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Afar hlýleg og góð mynd sem sýnir góða vinnáttu og traust milli nema og læriföðurs. Sean Connery er góður sem ávallt og strákurinn er nokkuð góður. Myndin fjallar hreinlega útí gegn um samband rithöfunds, sem hefur verið í skugganum í langan tíma, og ungan mann, sem er efnilegur körfuknattleiksmaður og leynir á sér sem rithöfundur. Hve misjafnlega er litið á hlutina, traust, snilligáfu og hve mikið þessir einstaklingar hjálpa hvor öðrum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein rosalegasta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð. Leikurinn er magnaður, sagan er þvílík enda er höfundurinn Stephen nokkur King. Þessi kvikmynd hefur allt sem góð mynd á að hafa, snilldarleik frá öllu liðinu, myndin nær að fara mjög vel eftir sögunni, andrúmsloftið og hreinlega allt. Hreinlega synd að myndin hafi verið undir Forrest Gump. De Bonte tókst vel til í að gera sína fyrstu mynd, sú næsta var svo Green Mile sem svipuð en ekki alveg eins góð og þessi. Algjör snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ace Ventura
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stjörnurnar fyrir húmorinn... Ekkert annað. Carrey er ægilegur. Alveg ótrúlegt, þetta er pottþétt ein af þessum myndum sem maður getur horft aftur og aftur á og hlegið aftur og aftur að. Þvílík snilld...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Just Cause
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hörkuspennandi mynd með snillingnum Sean Connery í aðalnum og aukamenn hans eru ekkert af verri kantinum. Fishbourne er magþrunginn sem lögregluforinginn í litla þorpinu í Florida og Ed Harris er rosalegur sem óþokkinn. Þessi mynd er ein af þessum sem hefur kannski farið framhjá nokkrum en þá eru menn að missa af nokkuð góðri spennumynd sem heldur þér nokkuð vel við efnið út í gegn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð góð skemmtun. Enda eru Chris Tucker og Jackie Chan góðir saman. Hellingur af spörkum, góðum bröndurum og svo sakar ekki að hafa tvo nokkuð fallega kvenmenn þarna. Formúlan virkar aftur; þeas að hafa tvo nokkuð ólíka einstaklinga saman og eru báðir með nánast óskiljanlega ensku. Helvítís hraði, spenna og fjör.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Blues Brothers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tja..þessi mynd er stakasta snilld eiginlega og mun betri en sú seinni. Húmorinn er svartur og góður, tónlistin er náttúrulega algjör snilld og svo er einn af stærri hrúgum af löggubílum sem sést hefur á hvíta tjaldinu... Það koma svo margir algjörir gullmolar í myndinni að mar hlær að henni í hvert einasta skipti. En ef mar á að fíla þessa mynd þá þarf maður ekkert endilega að fíla Blúsinn, því að Bræðurnir eru svo miklir töffarar að maður gleymir sér stundum. Algjör gullmoli!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilld, ein stór snilld. Guy Ritchie er ekki einungis að negla Madonnu, heldur er hann þessi fínasti kvikmyndagerðarmaður. Snatch er ósköp svipuð og Lock, Stock... en er einhvern veginn betri. Snilldarhúmor, snilldarkarektarar: sérstaklega Pitt & hópurinn hans & náttla Vinnie Jones... Þetta er hreinlega ein snilldar mynd frá upphafi til enda, tónlistin er flott..mæli með þessari, enda verður hún keypt á DVD hér á þessu heimili, til að horfa á aftur..og aftur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ninth Gate
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er um áhugavert efni, og fær hún stjörnuna fyrir það. En bullið sem hún gengur fyrir er agalegt, kannski er þetta útaf því að ég ER ALLS EKKI aðdáandi Roman Polanski en þegar á leið á þessa mynd var þetta sýrðara og sýrðara, þetta fór útum þúfur rétt eftir hlé..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er rosaleg mynd, ég mæli eindregið með henni. Bardagasenurnar eru alltof góðar, ég á eftir að segja að allar aðrar bardagasenur í öðrum myndum séu lélegar miðað við þessa.. eina er að Braveheart kæmist mjög nálægt henni samt.. (sérstaklega þarna "litla" senan með nokkur hundruð aukaleikurum)... Russell Crowe er einnig helvíti svalur í þessu og er að verða álika Edward Norton.. pottþétt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rat Race
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör vitleysa, góður leikarahópur þar sem ef til vill karekterinn hans Rowan Atkinson stendur uppúr og nokkrir helvíti góðir punktar er það sem stendur uppúr. Einn billjónerinn í Vegas (John Cleese) ákveður að gera veðmálaleik þar sem notað er alvöru fólk í keppni um hver nær fyrstur til staðar þar sem tvær milljónir dala bíða. Inní þessum hóp eru mæðgur (Goldberg og ?) sem eru nýbúnar að hitta hvor aðra í fyrsta skiptið, ítalskur hálfviti(Atkinson) sem þjáist að sjaldgæfri svefnsýki, fjölskyldupabbi(Lovitz) sem virðist vera tæpur, of löghlýðinn ungur maður(Meyer) sem aldrei hefur gert neitt af sér, dómari(Gooding jnr.) í amerískum fótbolta sem er nýbúinn að gera alvarleg mistök í starfi og svo tveir bræður (Green & ?) sem ganga lengra en sumir myndu gera til að ná í peninga. Þetta sjúklega lið gengur lengra en aðrir í að komast á áfangastað með nokkuð fjörugri atburðarás og þetta verður sífellt fáranlegra. Ég hef alltaf haft mikið gaman af myndum Zucker og þessi var fjörug, sum skotin voru nokkuð góð og því er þetta þriggja stjörnu gamanmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei