Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Remember the Titans
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þar sem þessi mynd er framleidd af Disney kom það mér ekkert á óvart að "Remember The Titans" hafi verið yfirdrifin af drama atriðum. Það kom þó ekki að sök og fannst mér myndin takast prýðis vel. Denzel kom að vísu ekkert á óvart enda hefur hann ekkert að sanna lengur. Það var frekar yngri leikhópurinn sem stóð upp úr að mínu mati. Deilur þeirra og samheldni gaf myndinni raunsýn sem fáir aðrir leikarar í myndinni veittu. Auðvitað er myndin ótrúlega fyrisjánleg á tímum og endar eins og allar íþróttamyndir gera, á "loka leiknum." Allt í allt þótti mér þessi mynd öllum sem að henni komu til sóma. Ég fékk líka gæsahúð yfir nokkrum atriðunum og í minni bók lofar það alltaf góðu!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dude, Where's My Car?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég labbaði út af "Heyrðu melur, hvar er skrjóðurinn?" var ég svolítið áttaviltur. Myndin einkenndist af lélegu handriti, handónýtum leik og glataðri leikstjórn. En þrátt fyrir það þótti mér myndin alveg gríðarleg snilld. Ég hló mestallan tímann, ekki afþví að brandararnir voru góðir heldur afþví að þeir voru svo lélegir! Það voru nokkrir strákar sem sátu fyrir aftan mig og ákváðu þeir seint í myndinni að labba út. Að mínu mati kunna svoleiðis menn ekki lélegt að meta og ef þeir áttu von á einhverju áður en þeir löbbuðu inn í bíósalinn afhverju völdu þeir þá mynd sem ber svona nafn? Snilldar mynd segi ég ...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Patriot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Viðbjóður! Verri föðurlandsdýrkun heldur en í Independence Day. Hrikalega væmin og heint út sagt leiðinleg. Fyrirsjáanleg, ekkert sem kemur á óvart. Mel Gibson allt í lagi. Sparið ykkur 700 kr.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Road Trip
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Road Trip er í flokki mynda sem er óðum að verða vinsælli í Hollywood þessa dagana. Hún er í flokki kvikmynda sem fer undir nafnið "unglingsmyndir". Húmorinn er auðskiljanlegur og sögulínan er einföld. Það er því ekki skrýtið að maður liggur í hláturskasti yfir þessum myndum. Það átti þó sérstaklega við um Road Trip. Þar fremstur í flokkir er Barry sem leikinn er af Tom Green. Tom Green þekkja fæstir hér heima en hann hefur verið með þátt á sjónvarpsstöðinni MTV í Bandaríkjunum þar sem hann gerir það að atvinnu að fíflast og gera grín í fólki. Hann varð mér ekki fyrir vonbrigðum í þessari mynd frekar en fyrri daginn. Þessa mynd ætti enginn sem hefur gaman að aulahúmor að láta fram hjá sér fara ... frábær skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei