Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Rollerball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Satt best að segja þá veit ég ekki hvað hæstvirtu menn hér að ofan sáu í þessarri mynd til að verðskulda hálfa stjörnu. Ég þurfti að leita svo langt aftur að verri mynd sem ég hefði séð, að fyrir valinu varð myndin Millenium (1989) með Kris Kristofferson. Sú mynd var líka afspyrnuléleg, 0 stjörnur og er að öllum líkindum eingöngu verri fyrir þá staðreynd að ég borgaði meira fyrir að sjá hana heldur en Rollerball (að teknu tilliti til verðbólgu að sjálfsögðu). Ég og frúin notum afsláttarmiða Smárabíós á American Style, miðinn kostaði 400 kr. og ef afsláttur á American Style er reiknaður með, þá kostaði myndin u.þ.b. 150 krónur á mann. Samt finnst manni þeim illa varið. Ég hefði getað hent þessum 300 kr. í ræsið og átt 90 mínúturnar mínar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei