Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Reykjavík Guesthouse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er einstaklega vel heppnuð fyrir þær sakir að hún glímir við raunverulegt fólk í raunverulegum aðstæðum(eitthvað sem Íslenskar myndir mættu gera oftar). Persónur eru vel skapaðar og sagan er frá þeim sprottin. Lítið fann ég fyrir Dogma stíl myndarinnar þar sem sagan og persónurnar áttu hug minn. Myndin er mjög vel leikinn. Hilmir Snær stendur sig vel, en ungi strákurinn vinnur leiksigur og er ótrúlega góður. Aðrir leikarar standa sig með prýði. Gaman að sjá Íslenska mynd sem fjallar um annað en kynlíf, ofbeldi eða unglinga. Mynd með stórt hjarta, mynd sem segir eitthvað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei