Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Constantine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Keanu Reeves, matrix-gaurinn eins og margir (ef ekki flestir?) kannast við hann, leikur hér John Constantine. Ég á svolítið erfitt með að ímynda mér það að Constantine sé upprunin úr myndasögublaði. Handritið og sagan er einhvernveginn svo heilsteypt og kvikmyndalegt, annað en flestar aðrar teiknisögu-myndir eins og Spiderman og X-men. Constantine er líka öðruvísi að því leyti að hann er ekki með neina sérstaka líkamlega ofurkrafta. Að mínu mati stendur líka karakterinn Constantine ekki uppi eftir myndina. Það er mikið frekar veröldin sem hann lifir í sem gerir það og um leið söguþráðurinn. Mikill og góður tími er tekinn í að kynna hugmyndina og söguna, og heppnast nokkuð vel. Vondi kallinn í þessari ofurhetjumynd er mikið dýpri hugmynd en oftast vill verða í svona myndum, og það gerir það að verkum að manni finnst ekki um þannig mynd að ræða. Maður sér ekki strax fyrir sér að það verði fleiri vondu-kalla-verkefni hjá honum, eins og þegar t.a.m. um spiderman er að ræða. Heilsteypt mynd. Mér fannst Constantine alveg meira en nógu góð til þess að það verði hægt að búa til framhald, en það er ekki nauðsynlegt. Maður hefur séð að þeir sem halda upp á teiknimyndasöguna Hellblazer, sem Constantine er byggð á, voru allt annað en ánægðir með að Keanu Reeves léki Constantine. Ég tók ekki eftir þessu, en það er svo sem ekkert skrítið því ég hafði ekkert ímyndað mér þennan karakter fyrir myndina eins og þeir sem hafa lesið myndasöguna hafa án efa gert. Persónulega fannst mér Keanu Reeves standa sig vel eins og vanalega, þó svo hann sýni engan stórleik, en það eru alls ekki allir sammála um leikhæfileika hans. Sama má segja um Rachel Weisz og leikinn í heildina: fínn. Í heildina séð var ég mjög sáttur með þessa mynd og get eiginlega ekki nefnt neitt sem var ekki gott við hana. Hugmyndin og sagan er það sem stendur uppúr, enda langar manni að sjá myndina aftur bara til að skilja dýpra. Það vantaði kannski einhvern örlítið meiri kraft í myndina og leikinn til að hún eigi skilið mínar 4 stjörnur (eða þá kannski hitinn í bíóinu hafi bara verið of mikill). Mynd sem á svo sannarlega skilið að vera hluti af dvd-safninu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
AVP: Alien vs. Predator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Áður en við fórum á þessa mynd, ákváðum við að horfa á allar 6 myndirnar, alien 1-4 og predator 1 og 2. Hvort það hafi reynst eitthvað nauðsynlegt er óvíst, en það var skemmtilegt áhorf engu að síður. Mér fannst Alien vs Predator bara nokkuð góð mynd og kemur líklega í sætið á eftir Alien 2. Eins og búast má við voru báðar persónur nokkuð betur gerðar en áður, en allar tæknibrellur í myndinni fannst mér mjööög vandaðar. Það er ekki hægt að segja að söguþræðir og staðreyndir Alien og Predator myndanna hafi verið tvinnað saman hér, heldur mikið frekar voru þessar tvær verur og eiginleikum þeirra moðað saman. Þegar litið er til þess að Predator hét öðru nafni 'Ailen Hunter' er ekkert annað en sniðugt að gera það. Hinsvegar held ég að mjög margir gleymi því að fyrirmynd myndarinnar sé tölvuleikurinn sem ber sama nafn, en ekki báðar myndaseríurnar. Leikurinn tekur bæði kvikindin og lætur þau vera í striði við hvort annað, og frá því sem ég hef heyrt er hann einn af mest scary leikjum sem til eru. Jah, myndin gerir reyndar ekkert voða mikið af þessu. Hún er svo sannarlega ekkert scary, ég meina mest hræðandi atriðið var þegar mörgæsin lét einn gaurinn gera í buxurnar. Stríðið milli þeirra var þar að auki ekkert svo mikið í sviðsljósinu. Eins mikið og manni var tjáð út frá trailerum og þannig háttar að myndin væri um stríð milli þessara vera, þá var hún það hreinlega ekkert svo mikið. Frasinn: no matter who wins...we lose á eiginlega ekkert við! Þrátt fyrir þetta var söguþráðurinn þrælskemmtilegur og sniðugur! Mér fannst myndin hinsvegar of stutt, ótrúlegt en satt. En þegar litið er til þess að bæði náðist ekki að klára allar tæknibrellur og leikstjóranum var skipað að klippa nokkur 'bestu' atriðin út er það alveg eðlilegt. Því held ég að 'Director's cut' útgáfan verði mun betri, og hlakkar mér mikið til að sjá hana í góðu hljóðkerfi og á stórum skjá. Ef ég væri spurður um fleiri galla, kæmi lítið upp. Það kemur reyndar svolítið skrítið fyrir sjónir að sjá predator bæði svona góðan og lélegan, en að mínu mati útskýrir myndin það...enda þó predator í AvP sé fenginn úr myndinni um predator er ekki þar með sagt að predatorin þurfi að vera nákvæmlega eins í báðum myndum. Fyrir suma er örugglega nauðsynlegt að hafa ekki séð Alien eða Predator myndirnar til að geta notið AvP, en ég er mjög sáttur með að vera ekki einn af þeim. Ég naut þessarar myndar, sem mér fannst meira en bara ágætis afþreying. Reyndar vona ég innilega að það verði gerðar fleiri AvP myndir, sem þurfa alls ekki að vera beint framhald, heldur t.d. um eitt gott stríð milli þeirra eða AvP: the Beginning, eins og er búið að vera í tísku. En m.v. lélega dóma og að AvP halaði inn undir 100m$ í Bandaríkjunum þarf tæpast að búast við því, því miður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Girl Next Door
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég þurfti ekki annað en að sjá 'stelpuna' í auglýsingunni og ég varð bara að sjá þessa mynd. Ef þetta er bara ekki fallegasti kvenmaður sem ég hef séð þá veit ég ekki hvað. Ég var hinsvegar ekkert endilega að búast við einhverri ofurgóðri mynd...en annað kom á daginn. Hér er á ferðinni ótrúlega góð, hjartnæm og bráðfyndin mynd. Það getur vel verið að Elisha Cuthbert hafi verið aðalástæðan fyrir þeirri skoðun minni en það er vel skiljanlegt. Fyrir utan fegurð þá var hún bara einfaldlega stórkostleg í þessu hlutverki, hreint út sagt yndisleg....Ég ætla bara rétt að vona að maður fái að sjá meira af henni á næstunni... Emile Hirsch var líka frábær í sínu hlutverki sem kærastinn, en almennt var leikurinn líka sannfærandi hjá öllum. Það sem gerir þessa mynd samt sérstaka er hversu góð sagan er og hversu mikið er lagt uppúr ástarsögunni. Alls ekki bara ágætis afþreyingarmynd, heldur miklu meira en það. Skilur miklu meira eftir sig en allar aðrar unglingamyndir sem ég hef séð. Snilldarmynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Devil's Advocate
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einn daginn gerði ég mér grein fyrir því að ég átti eftir að sjá myndina Devil's Advocate. Þetta var ein af þeim myndum sem einhvernveginn gleymdist að horfa á. Vissi vel af þessari mynd en var alltaf að fresta að horfa á hana, bíða betri tíma. Eftir að hafa horft á hana finn ég að það hefur vantað stórt inn í, að hafa ekki séð hana. Þessi mynd var alveg stórkostleg! Leikurinn hjá öllum, þ.á.m. Keanu Reeves, var í hæsta gæðaflokki. Al Pacino klikkar náttúrulega ekki. Söguþráðuinn var snilld, allavega eftir fyrsta áhorf. Heldur manni föstum við skjáinn allan tímann, þrátt fyrir að myndin sé í lengri kantinum. Ein af þessum myndum sem alls ekki má missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Torque
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá sýnishornið þá sagði ég með sjálfum mér: VÁ!, djöf er þetta eitthvað ÝKT sýnishorn. Myndin á aldrei eftir að verða neitt í líkingu við þetta...ég meina, það er engin mynd svona. Reyndar minnir mig að trailerinn sé mestmegnis úr byrjunaratriðinu, þannig að ég varð ekki sannfærður um að myndin yrði eins og byrjunaratriðið gaf í skyn þegar ég sá það. En eftirá að líta er myndin út í gegn nákvæmlega eins og sýnishornið. Ef einhver vill adrenalín, gerðu svo vel...
Reyndar verður þessi mynd flokkuð sem B mynd í mínum huga, bæði óþekktir leikarar, lélegt dialogue og leikstjórn ekki upp á marga fiska. Það kemur þá kannski svolítið á óvart að mér hafi fundist þessi mynd virkilega góð, eða allavega mjög skemmtileg. Hún hreinlega gerir bara það sem hún á að gera virkilega vel.Hún á að vera svöl adrenalínbomba. Það tekst henni líka virkilega vel. Þó aðalleikarinn hafi ekki leikið stórkostlega skilaði hann sínu með því að vera virkilega svalur(þó sama eigi ekki við um alla aðra), akkúrat þess sem var krafist af honum. Gellan hans var líka virkilega heit, þ.e. hún skilaði því sem til var ætlast :). Myndinni tekst líka vel að vera súperhröð og virkilega ýkt. Á tímabili var maður ekki viss hvort maður væri að horfa á bíómynd eða í tölvuleik - hefði alveg eins getað verið í NFS:Underground, bara á mótorhjóli. Ekki það að tæknibrellurnar(sem voru ansi margar) hafi verið ÞAÐ illa gerðar, bara svipuð stemming og í leikjum. Tónlistin var virkilega góð, passaði mjög vel við. En það besta við myndina var lengdin á henni, 80 mín. Fullkomin lengd fyrir mynd eins og þessa. Semsagt bara virkilega góð afþreying, sér í lagi ef þú hefur takmarkaðan tíma og fannst fast & the furious ekki leiðinlegar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit varla hvað á að segja, hvar á að byrja. Þessi mynd er snilld, alger snilld. Kvikmyndaframleiðendur hljóta að vera farnir að búa til miklu fleiri myndir undanfarið sem mér líkar virkilega vel við, því alltof margar myndir eru farnar að fá hæstu dóma hjá mér. Engan veginn get ég þó sagt að þær eigi það ekki allar skilið, því eftirá að hugsa finnst mér þær ennþá allar snilldarmyndir. Troy er þar sko enginn eftirbátur, alls ekki. Það er meira að segja orðið langt síðan einhver mynd hefur haft svo mikil áhrif á mig. Staðreyndin er sú að það er að verða mánuður síðan ég sá myndina og enn er ég að hugsa til hennar. Það er verst að maður skuli ekki vera staddur í Reykjavík, því ég væri örugglega búinn að fara Troy aftur ef svo væri. Persónulega finnst mér Troy meira að segja slá Gladiator út, og þá er nú mikið sagt á minn mælikvarða. Fyrir myndina var ég ekki viss um að Pitt passaði í hlutverk grískrar hetju. En vá hvað ég hafði rangt fyrir mér. Hann var stóra snilldin við þessa mynd! Fyrir mér sannar þessi mynd hversu mikill snilldarleikari Brad Pitt er, og ætti að mínu mati tvímælalaust skilið óskarinn fyrir þessa mynd. Eric Bana var líka mjög góður, og sama má segja um flesta aðra í þessari mynd. Ef það var einhver sem stakk í augu þá var það Legolas, að mínu mati svona á mörkunum - en samt alltílagi. Sagan var að mínu mati mjög góð, þó þeir sem þekkja upprunalegu söguna betur séu kannski ekki á sama máli. Búningar og veröldin sem var búin til í kringum þetta var líka frábært, en ég gæti líka haldið áfram og áfram og sagt að hitt og þetta hafi verið frábært - því ég efast um ég geti munað eftir einhverju slæmu við þessa mynd. Sumir kannski hræðast þessa mynd vegna lengdarinnar á henni, 160+ mín. Persónulega fannst mér hún alveg geta verið lengri, því hún var bara alls ekkert lengi að líða. Ég get t.d. nefnt margar 90mín myndir sem eru lengur að líða en Troy. Ég held ég þurfi varla að taka það fram að ég mæli svo sannarlega með þessari mynd. Troy fer bókað mál í DVD safnið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Along Came Polly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fínasta mynd með Ben Stiller og síðast en ekki síst Jennifer Aniston sem ávallt heillar mig uppúr skónum. Along came polly er þó meira hjartnæm mynd heldur en margar aðrar grínmyndir, og kannski einum of á köflum. Eins ófríður gaur eins og Philip Seymour Hoffman er þá tekst honum eiginlega að vera í senn það furðulegasta og fyndnasta við þessa mynd. Ágætist afþreying sem skilur kannski ekkert mikið eftir sig en er þó vel þess virði að horfa á einu sinni a.m.k, þó Aniston væri nógu góð ástæða fyrir mig til að láta mig horfa á þessa mynd aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
50 First Dates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil byrja á að þakka gagnrýnendum fyrir að gefa þessari mynd lélega dóma. Ég hafði afskaplega litlar væntingar til hennar þessvegna og skemmti mér því konunglega yfir henni. Þó svo ég hafi horft á fyndnari myndir þá varð þessi mynd einhvernveginn álíka skemmtileg og þær sem eru fyndnari. Maður kemur kannski ekki skellihlæjandi af þessari en maður kemur samt með bros á vör. Það er ekki skafið af honum Adam Sandler, hann er virkilega góður! Myndirnar hans eru ávallt góðar. Þessi er þó með þeim betri sem hafa komið frá honum, allavega undanfarið. Hér er einhvernveginn meira spunnið í söguna en oft áður, í senn hjartnæm og fyndin. Fyndnin vegur líka þannig upp á móti hjartnæmninni að myndinni tekst að vera alls ekkert væmin. Drew Barrymore smellpassar líka í hlutverkið. Alltaf svo létt á sér, og brosið hennar smitar eiginlega alltaf áhorfandann í hennar myndum. Það má eiginlega líka segja að hún steli senunni af Sandler, hún er einfaldlega frábær. Mæli með þessari mynd. Það líður allavega engum illa eftir að hafa séð þessa, en ef svo er finnst mér viðkomandi virkilega furðulegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Væntingar mínar til Van Helsing voru ansi miklar - en þrátt fyrir það þá stóðust þær væntingar fullkomlega og gott betur en það. Ég er í raun alveg hissa á dómunum sem þessi mynd er að fá út í heimi(og hér?). Þessi mynd er einfaldlega langtum betri en öll önnur action-flick sem ég hef séð. Í raun og veru er Van Helsing svona eins og sambland af Underworld og LXG - en mér fannst einmitt actionið og spennan stórkostleg í Underworld og sagan í LXG snilld. Þetta saman með, held ég geti vel fullyrt, bestu tæknibrellum í kvikmynd hingað til, er uppskriftin af Van Helsing. Útkoman er ótrúleg. Hjartað í mér hamaðis nánast allan tímann og gæsahúðin var viðloðandi. Svona myndir eru reyndar alls ekki fyrir alla. Persónulega hef ég gaman af Dracula, varúlfum og vampírum en öðrum gæti ekki þótt það eins heillandi. Svo er heldur ekki víst að fólk lifi eins fyrir tæknibrellur og hljóð og ég geri. En mér finnst samt ekki nóg að hafa bara tæknibrellur...það þarf að vera eitthvað meira á bakvið þær. Van Helsing gerir það svo sannarlega. Sagan bak við þetta allt saman er snilldin ein...en það er eitthvað sem ég var ekkert sérstaklega að búast við. Hugh Jackman stendur sig frábærlega eins og vant er. Þokki Kate Beckinsale gerir það að verkum að hún þarf ekkert endilega að leika vel en það gerir hún samt. Uppi stendur þó Dracula sjálfur, en Richard Roxburgh skilaði Dracula greifa stórkostlega vel af sér. Í heildina séð þá flokkast Van Helsing með allra bestu myndum sem ég hef séð, en mynd eins og þessi á það mjög líklega til að eiga mjög þröngan aðdáendahóp, rétt eins og Underworld. Hjá mér mun allavega enginn vafi leika á því að Van Helsing á eftir að vera mikið notaður meðlimur DVD safnsins þegar að því kemur. Mæli með henni ef þér þótti LXG og Underworld fínar...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Iss iss, ekki lofaði auglýsingin góðu. Ég sá hana nokkrum sinnum í bíó og í þriðja skiptið var ég farinn að segja oh, ekki þessi auglýsing. Síðan þegar Tarantino fór að rakka tæknibrellur og Matrix niður þá styttist í það að ég sagði við félaga mína: Þessa mynd ætla ég aldrei að sjá, þetta er pottþétt ööömurleg mynd!. Síðan sá maður að myndin fékk alveg brilliant dóma hjá gagnrýnendum og þegar maður var farinn að heyra útundan sér að kill bill væri geðveikt góð mynd að þá var maður nú farinn að bakka með þetta að sjá hana ekki. Hugsaði með mér að fyrst ég gæti talið mig kvikmyndaunnanda mætti ég ekki hunsa neina mynd. Svo leið að því - ég fór á Kill Bill! Það var ekki komið hlé þegar ég var alveg búinn að sjá hversu hrikalega rangt ég hafði haft fyrir mér, þessi mynd er algjör snilld! Eftir myndina var ég hálf orðlaus - að ég skyldi hafa ætlað að sleppa þessari mynd! Mér sem þótti Matrix góðar finnst Kill Bill jafnvel enn betri. Vissulega er hugmyndin ekki jafn frumleg eins hugmyndin að baki Matrix 1 en hún er síður minni snilld. Sagan er bara algjör gargandi ofursnilld. Það er nákvæmlega ekkert hægt að finna að þessari mynd! Ein mesta snilldin við hana er þó húmorinn sem er blandað lúmskulega inn í alltsaman. Þrátt fyrir það tókst Tarantino að gera myndina í senn háalvarlega, enda afar blóðug. Stílbrögðin við framkvæmd allra bardagaatriða eru fullkomin. Svo maður miði nú aftur við Matrix þá hélt maður fyrir að það væri ekki hægt að gera jafn svöl bardagaatriði nema með hjálp tæknibrellna - en hér með sannast að það er algjört kjaftæði, þetta var mun svalara. Svo leikur alræmda samúræja sverðið stórt hlutverk í myndinni - gert svo áhrifamikið að maður fær gæsahúð við að sjá það... Vá hvað var gaman að láta koma sér svona skemmtilega á óvart. Þessi mynd kom mér meira að segja svo skemmtilega á óvart að ég fór aftur á hana í bíó - og það á myndina sem ég ætlaði alls ekkert að sjá. Og það sem ótrúlegt var að mér þótti nánast jafngaman að henni þá eins og í fyrra skiptið. Þótt Reservoir Dogs og Pulp Fiction hafi verið frábærar myndir varð Kill Bill til þess að ég kalla Quentin Tarantino lifandi snilling. Það sem verður hinsvegar ólíkt með parti 1 og 2 fyrir mér er að væntingarnar fyrir part 2 eru núna gífurlegar. Ég vona svo sannarlega að þær væntingar standist, en það verður ekki auðvelt....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hélt þetta væri ekki hægt!! Þær gífulegu væntingar sem ég hafði til þessarar myndar stóðust 200%!!. Hvernig er hægt að gera svona fullkominn seinnihluta af mynd eins og Kill Bill?? Ég er ekkert síður orðlausari eftir þessa mynd en eftir hina fyrri - myndina sem ég hafði engar væntingar til! Báðir partarnir eru þó gífurlega ólíkir. Á meðan partur 1 sér um allt actionið er partur 2 langtum meira sagan. Samt var þetta svo ótrúlega góð mynd að mér fannst hún vera svona hálftími á lengd. Það er líka þessvegna sem mér þykir volume 2 alveg þola talsvert meira efni - en getgátur hafa verið uppi um Director's cut DVD útgáfu, og trúi ég því að hún yrði enn betri en þessi upprunalega útgáfa. Aldrei neinar langlokur(bara íslenskt brennivín :), alltaf allt fullkomið. Engar tæknibrellur til að taka sjónar manns af myndinni í smá stund (og ég sem er nú hálfgert tæknibrellufan). Þetta er svo fullkominn endir á góðri mynd að það er eiginlega ekki til orð fyrir það. Eftir að hafa séð báðar Kill Bill er alveg á hreinu að hér er á ferðinni mynd sem lækkar allar aðrar myndir í mínu áliti og í heildina séð held ég að ég geti með nokkuri vissu staðfest að Kill Bill er besta mynd sem ég hef séð!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Runaway Jury
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var ekkert að búast við miklu, en það kom mér verulega á óvart hversu góð þessi mynd var. Sýnishornið sem maður hafði séð nokkrum sinnum áður eyðilagði nákvæmlega ekkert fyrir þessari mynd. Söguþráðurinn kom nokkrum sinnum á óvart og þar á meðal alveg í byrjun. Þótt þetta geti ekki kallast spennumynd er þó alltaf eitthvað að gerast og allar 127 mínúturnar er athyglin við myndina. Stór hópur þekktra leikara ásamt annara standa sig mjög vel. Endirinn kemur líka skemmtilega á óvart en það er líka í stíl við myndina í heildina - kom á óvart! Mjög góð afþreying, mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Glory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það var kannski ekki við öðru að búast en myndin yrði meistarastykki þegar bæði Morgan Freeman og Denzel Washington leika í henni. Það stóðst líka - þetta er frábær mynd! Þó það sé erfitt fyrir mig að segja hvað sé raunsætt og ekki raunsætt í stríði í Bandaríkjunum einhverntíman á 19.öld þá finnst mér þessi túlkun allavega eins og ég myndi halda að það hafi verið. Allir leikararnir túlkuðu sínar persónur eins og best hefði verið á kosið, og þó sérstaklega Morgan Freeman(eins og vanalega). Reyndar fannst mér í byrjun að Matthew Broderick gæti ekki passað í hlutverk þessa hershöfðingja en þegar fór að líða á sá ég að svo var svo sannarlega ekki. Hann stóð sig e.t.v. einna best og kom mér verulega á óvart hversu vel honum fórst þetta af hendi.Þessi mynd er allavega langlanglangbesta Suðurríkjamynd sem ég hef séð og mæli ég svo sannarlega með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
JFK
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá hvað þetta var löng mynd! Svona eftirá að líta var það það helsta sem dró hana niður. En það var alls ekki það sem var eftirminnilegast við þessa mynd. Hér er morðinu á Kennedy gerð virkilega góð skil, a.m.k. frá einu sjónarhorni. Það er reyndar ekki hægt að segja að um mikla spennu hafi verið að ræða en samt var maður aldrei nálægt því að verða syfjaður yfir þessari mynd. Það hjálpar eflaust til að vita að lang-mest af því sem kemur fram í þessari mynd er sannleikur, ef samsæriskenningin er undanskilin - sem maður myndi áætla að væri sönn, allavega eftir að hafa séð þessa mynd. Leikararnir eru líka allir mjög sannfærandi og öll umgjörð gerir að verkum að auðvelt er að ímynda sér að maður sé kominn til ársins 1963. Ef maður hefur tímann, og áhugann fyrir JFK-málinu þá er ekki spurning að þessi mynd er málið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dark City
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi er alger snilld! Dark City byggir að grunninum til á sömu heimspeki og Matrix - það er ekki allt eins og það sýnist, maður gæti lifað í blekkingu allt sitt líf. Því hefur einmitt verið haldið fram að hugmyndin að baki Matrix sé komin af þessari mynd, en það var ástæða þess að ég ákvað að sjá þessa. Eftirá að líta þá fannst mér þessi mynd svona sambland af Truman Show og Matrix, bara dekkri. Rufus Sewell passar líka fullkomlega í hlutverkið að mínu mati, enda virkilega dularfullur og myrkur maður þar á ferðinni. Það besta við myndina er þó söguþráðurinn, mjög heillandi, allvega fyrir minn smekk. Tæknibrellur eru hinar ágætustu, sér í lagi miðað við framleiðslutíma, þó þær haldi myndinni ekki uppi sem þær eiga hvort eð er aldrei að gera. Allavega ef hugmyndin að baki Matrix heillaði þig þá ætti þessi mynd að gera það líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég á bara ekki til orð yfir dómana sem þessi hrútleiðinlega mynd hefur fengið. Vissulega ef fólk horfir bara í leikstjórn, leik, förðun og búninga og þannig háttar þá kannski er hún sæmileg. En skemmtanagildið er bara hreint ekkert. Mér þykir skemmtilegra að horfa útum gluggann heima hjá mér - þar er ekki verið að leika neitt og ekki hægt að kvarta yfir raunveruleikamissi sem markast af förðun, leik og leikstjórn o.þ.h. Í glugganum heima gerist samt meira en í Lost in Translation - kannski einhver að detta í hálkunni eða bara eitthvað. Þegar ég var búinn að horfa á Lost in Translation - sem ég meira að segja píndi mig í að klára - þá spurði ég sjálfan mig: Um hvað fjallaði þessi mynd? Svarið er einfalt: EKKERT!!

Ég tók líka eftir því að ég var farinn að fylgjast með punktinum í klukkunni blikka á meðan ég horfði á myndina - það var bara hreinlega miklu áhugaverðara en myndin sjálf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í raun og veru hefur mér sjaldan eða aldrei þótt eins erfitt að segja hvað mér finnst um einhverja mynd eins og um þessa. Um leið og Matrix Revolutions olli vissum vonbrigðum er hún samt sem áður með betri myndum sem ég hef séð. Revolutions var án vafa flottasta Matrix myndin, og þar með flottasta mynd sem gerð hefur verið, en samt sem áður er þetta einhvernveginn ekki það sem ég var að vonast eftir. Of miklar væntingar eru eflaust stór hluti af því, og þá kannski of miklar væntingar um söguþráð hennar. Sögusviðið var hreinlega bara ekki á rétta staðnum, nema í lokin. Hefði ég fengið að ráða, hefði ég haft 4 myndir, látið mynd númer 2 fjalla um þá 6 mánuði sem líða milli Matrix og Matrix Reloaded. Revolutions skilur reyndar eftir opinn glugga fyrir fleiri Matrix myndir, og það væri svo sem ekkert vitlaus hugmynd svo lengi sem sagan verður góð. En pláss fyrir meiri heimspeki er orðið frekar lítið, og þá er spurning hvort bræðurnir vilji halda áfram. Í heildina séð var Revolutions, þrátt fyrir viss vonbrigði, algert snilldarverk. Ég fór á hana þrisvar og sé ekki eftir einum eyri. Með hverri sýningunni varð hún betri og betri, ég skildi meira og var farinn að horfa á hana eins og hún var, en ekki eins og hún ætti að vera. Í öll skiptin sem fyrr, þegar Matrix myndir eiga í hlut, kom maður hugsandi út úr bíóinu en eftir Revolutions var ég nokkuð dapurri en áður - en það er einungis vegna atburða myndarinnar og kannski vegna þess að miklar líkur væru á því að fleiri Matrix myndir kæmu ekki. Mér leið eiginlega nákvæmlega eins og eftir að hafa séð Gladiator. Eftir á að líta má líka flokka Revolutions með Gladiator, sem algert snilldarverk. Eftir allt eru vonbrigðin þá kannski ekki falin í Revolutions heldur í Matrix þríleiknum sem heild. Að ætlast til að lokakaflinn innihaldi það sem vanti inn í er kannski svolítið langsótt og fyrrnefnt sögusvið hefði kannski aldrei átt við í lokakaflanum. Revolutions var eiginlega allt það sem maður hefði mátt búast við af lokakaflanum af sögunni. Þó öllum svörunum hafi ekki verið svarað augljóslega, eða hreinlega alls ekki, skemmir það lítið fyrir. Eins og yfir hinum tveimur þá var gæsahúðin til staðar stóran part myndarinnar og lokaatriðið var hreint og beint adrenalín-kick. Tónlistin, tæknibrellurnar, krafturinn og tilgangurinn gerir það líka að eftirminnilegasta atriði kvikmyndasögunnar sem ég hef upplifað. En það eru líka tilfinningarnar, viljinn til að lifa og krafturinn sem gerir Revolutions að miklu meira en bara tæknibrelluupplifun. Þess vegna gef ég Revolutions, sem og öllum Matrix myndunum, 4 stjörnur. Þær eru hinsvegar að mínu mati allar svo ólíkar að ekki er hægt að bera þær saman. Eins og Wachowski bræður hafa sagt fjallar fyrsta myndin um fæðinguna, önnur um lífið og þriðja um dauðann og það er akkúrat eins og þær eru. En þar sem eitthvað virðist samt sem áður vanta inní (heila mynd etv)fær Matrix sem heild aftur á móti ekki alveg fullt hús stiga hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór í sérstaka ferð til Reykjavíkur til að sjá Matrix Reloaded. Ég hafði örlitlar áhyggjur af því að ég væri með of miklar væntingar til myndarinnar þar sem fyrri myndin var hreint út sagt ótrúleg á öllum sviðum. En þó væntingarnar hefðu verið langtum hærri hefðu þær verið ekkert á miðað við það sem myndin var í raun. Ég gef henni jú fjórar stjörnur, og eina ástæðan að ég gef henni ekki meira er að það er ekki hægt. Þegar fyrri Matrix myndin endaði í ganginum ætlaðist maður til tvenns af næstu mynd. Annars vegar vildi maður sjá meira af bardögum og þá sérstaklega að sjá Neo nýta hæfileika sína. Hinsvegar vildi maður sjá og vita meira um Zion. Að sjálfsögðu er Matrix Reloaded akkúrat þetta, akkúrat það sem maður vill sjá og mikið, mikið meira. Ein mesta snilldin við Matrix var hversu erfitt var að skilja hvað var verið að meina með Matrix. Þó svo myndin hefði útskýrt hugtakið á fullnægjandi hátt, var einhvernveginn samt erfitt að skilja þetta. Hugmyndin um Matrix er líka há-heimspekileg...svo heimspekileg að háskólar eru farnir að nota myndina til að kenna heimspeki(og segja að í raun og veru gætum við alveg eins lifað í Matrix)...það er líka kannski þessvegna sem meðalmaðurinn skilur ekkert hvað er verið að fara, og sumir þurftu að horfa á myndina oftar en tvisvar (þám ég) til að skilja. Heimspekin heldur líka áfram í Reloaded og er sá þáttur sem hefur fengið mann til að hugsa virkilega mikið um myndina eftirá. Bara það lætur myndina skilja VIRKILEGA mikið eftir sig...það þyrfti ekkert annað. Þegar á heildina er litið er ekki hægt að kalla Matrix Reloaded bara bíómynd. Hún er eitthvað miklu, miklu meira. Ég gaf Lord of the Rings: TTT 4 verðskuldaðar stjörnur, en samt gæti ég kallað hana lélega á miðað við Matrix Reloaded. Ég ásaka ekki gagnrýnendur fyrir að þykja Reloaded vera nokkuð léleg, því þeir skilja þetta einfaldlega ekki, hafa ekki tíma til að horfa tvisvar. Þó ég virði skoðanir hvers og eins er ég samt að sjálfsögðu ósammála gagnrýnendum eins og Hilmari Karlsyni hjá DV, sem viðurkennir að skilja ekki hugtakið, - ...því enn erum við ekki búin að fá að vita hvað matrix er í raun og veru.... Ekki þykir mér skrítið að honum þyki Reloaded vera ofurhlaðinn spennutryllir þegar hann skildi ekki einu sinni fyrri myndina. Ég mæli með því að þeir sem ráða við það forðist það að lesa íslenska textann, því þó hann sé í sjálfu sér góður er maður á köflum ekki nógu fljótur að lesa til að geta fylgst alveg með, td þegar hönnuðurinn birtist.

Í heildina séð er Matrix Reloaded langbesta mynd sem ég hef séð og ekkert kemst í tæri við hana, fyrir utan fyrri myndina. Ég myndi segja að þessi mynd markaði tímamót í kvikmyndasögunni hvað tæknibrellur varðar, en einhvernveginn held ég að það sé ekki önnur mynd á leiðinni, önnur en Matrix Revolutions, sem þarf eða getur notfært sér þessar tæknibrellur á þann máta sem gert er í Matrix. Andy og Larry Wachowski eru að mínu mati einhverjir þeir mestu snillingar sem til eru....ekki nóg með að hugmyndin sé alger snilld, heldur er henni komið á skjáinn með þvílíkri snilld. Þetta er sko mynd sem maður kaupir ekki bara á DVD, heldur kaupir maður heimabíókerfi og widescreen sjónvarp fyrir hana líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
X-Men 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það hefur viljað vera þannig að framhald af myndum séu ekki eins góð og upprunalega myndin. Til að mynda var Jurassic Park 1 lang, lang besta Jurassic Park myndin. En X-men 2 er alls ekki verri en forverinn, í raun er hún mikið betri. Ég er á því að X-men myndirnar eigi að sjá í bíói eða í heimabíókerfi, því ávallt eru á ferð rosalegar tæknibrellur og hljóð. En um leið og X2 var mjög frábær fyrir augað, rétt eins og LOTR, þá var líka á ferðinni nokkuð átakanlegur söguþráður. Hæfileikar hverrar stökkbreyttar persónu er hinsvegar það sem gerir X2 (og reyndar X-men) svo skemmtilega. Ótrúlega góð mynd sem ég mæli svo sannarlega með, mynd til að kaupa á DVD.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er án efa langbesta mynd sem nokkurntíman hefur verið gerð, sérstaklega með tilliti til handritsins. Margir hafa sagt að handritið sé kjaftæði, en það er KJAFTÆÐI. Ég reyndar komst ekki að því að handritið væri EKKI kjaftæði fyrr en ég var búinn að horfa á myndina tvisvar. En eftir að hafa uppgötvað svo seinna meir að sagan bak við þetta allt kemur frá þekktustu heimspekingum sem uppi hafa verið, þá er ég að meina Plato sem setti fram frummyndakenninguna sem mun vera ein sú virtasta meðal heimspekinga. Söguþráðurinn í þessari mynd stenst gersamlega miðað við þá kenningu. Og ég vill bara segja áður en ég held áfram að Wachowski bræður eru bara snillingar. Nokkrir hafa gefið þessari mynd nokkuð slæma dóma, þám að setja út á leikinn sem er hreint stórkostlegur að mínu mati. En það er svo skrítið að akkúrat þeir sömu og gagnrýna leikinn finnst sagan vera fáránleg. Til að geta dæmt um leikinn hjá leikurunum þarf maður að skilja þessa mynd, og það getur verið erftitt....ég tala af reynslu. jú ég get alveg sagt það að eftir að hafa horft á hana í fyrsta skipti fannst mér þessi mynd ekkert hafa skilið eftir og jú mér fannst leikurinn lélegur og handritið og sagan fannst mér ALGJÖRT kjaftæði. En eins skrítið og það er að þá horfði ég á þessa mynd fyrir vin minn, vegna aðdáunar hans á myndinni. Eftir það fór ég að skilja aðeins meira en 4 stjörnur voru nú samt ekki í húfi eftir 2.sýninguna. Eftir 3. skiptið sem ég horfði á myndina þá fannst mér þetta með betri myndum sem ég hef séð. Núna, eftir að hafa horftá hana ca 7 sinnum þá myndi ég gefa henni 10 stjörnur ef það væri mögulegt.

Get ekki beðið eftir næstu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei