Náðu í appið
Gagnrýni eftir:

Lee



The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pulp Fiction hvað?? Þessi mynd er svo miklu betri en hún að ég skil ekki hvað það er verið að bera þær saman þar sem mér fannst Pulp Fiction allgert rusl. Mjög hröð og bara cool mynd í alla staði. Töff persónur. Ein besta glæpamynd síðari ára og ÓTRÚLEGT að hún hafi ekki verið í bíó. Einn af þessum gullmolum sem fá litla athygli.... Svo eru myndir eins og Pearl Harbor að moka inn seðlum....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fínasta mynd. Búningarnir og fjöldasenurnar eru náttúrulega allger snilld. Það er náttúrulega ekki hægt að miða þessa mynd við fyrstu myndina, sem er by the way allger snilld, því þær eru allt öðruvísi. Enda var þetta ekki nein endurgerð eins og sumir héldu. Þetta er bara útgáfa Tim's Burton á bókinni eftir Pierre Boulle. Mæli eindregið með þessari mynd því hún er flott og fyndin. Samt er enþá meiri ánægja fólkin í því að horfa á hana ef maður hefur séð upprunalegu mynina á undan ;) Þótt endirinn sé frekar slappur er lokasenan ótrúlega mögnuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Green Mile er ein besta bókin sem Stephen King hefur skrifað. Því ætti það ekki að koma á óvart að myndin er allgerlega frábær. Leikararnir fara á kostum. Hún og Shawshank Redemption eru svo LANG bestu myndirnar sem gerðar hafa verið eftir sögum Kings. Mæli með þeim báðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kiss of the Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þótt þessi mynd sé ekkert voðalega djúp er hún fínasta afþreying. Inniheldur góðar bardagasenur sem eru mjög flottar. Svalast er þó atriðið með snókerkúluna. Leikurinn er ekki mikið til að hrópa húrra fyrir. Fín mynd að sjá einu sinni. Ekki mikið meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Judge Dredd
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að titill myndarinnar og aðalleikarinn segji allt sem segja þarf um þessa hörmung. Gjörsamlega misheppnum mynd um teiknimyndahetjuna Judge Dredd sem er ótrúlega illa leikin af Stallone. Forðist þessa nema þú fílir lélegar myndir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Young Guns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Næst besta kúrekamynd sem ég hef séð á eftir The Good, the Bad and the Ugly. Fjallar um William H. Bonney og félaga hans sem gerast útlagar þegar þeir standa uppi í hárinu á hrotta bæjarins. Þeir Estevez, Sheen og Sutherland eru mjög góðir, og manni finnst sárt hvað þeir hafa dalað mikið síðan þeir léku í þessari mynd. Mæli eindregið með þessari. Frábær mynd með frábærum leikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spice World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Úff... Fáránlega léleg mynd. Vitiði hver munurinn er á Spice Girls og klámmynd? Það er betri músík í klámmyndinni. Stjörnuna fá stelpurnar því þær eru voða flottar, en hafa álíka leikhæfileika og múrsteinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Event Horizon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af ótalmörgum sci-fi myndum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Hrillilega spúkí á köflum og ógeðsleg líka. Leikararnir standa sig ágætlega. Fínar tæknibrellur og bara öll leikmynd svo flott. Tónlistin er líka mjög spúkí.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Life is Beautiful
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er allger snilld! Maður hafði ekki heyrt neinn segja neitt slæmt um þessa mynd og þegar maður fór loksins á hana stóð hún undir öllum væntingum þótt ótrúlegt sé. Hugmyndin er mjög góð. Fyrir hlé er mikið hlegið en síðan þegar komið er í fangabúðirnar er meira grátið. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að Benigni er snilldar leikari og ekki eru aukaleikararnir verri. Einn plús í viðbót er að myndin er ítölsk, því ítalskan er mjög fallegt mál að mínu mati. Ég mæli eindregið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Where Eagles Dare
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega góð mynd eftir sögu snillingsins McLean. Eastwood er góður. Þótt þessi mynd sé mjög góð er hún ekki jafn góð og bókin, en ég mæli með báðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shanghai Noon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fínasta afþreying. Nokkuð fyndin á köflum en engin snilld. Mynd sem maður horfir ekki mikið oftar á en einu sinni. Mjög lík Rush Hour, nema þetta er í vestrinu. Félagarnir Chan og Wilson eru eins ólíkir og hægt er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American History X
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mögnuð ádeilumynd um það hvað kynþáttafordómar eru út í hött. Derek Vineyard (Edward Norton) er afburðagreindur og góður námsmaður sem villist á slóðir nýnasista eftir morð föður hans. Myndin sýnir að þótt hann hafi eytt mörgum árum í hatur á svertingjum, hvað hefur hann þá grætt á því? Hefur líf hans batnað? Hefur honum liðið vel eftir allt þetta hroðalega sem hann hefur gert óæðra fólki? Nei, ekki neitt. Það eina sem hann hefur afrekað er að láta fjölskyldu sinni líða illa. Það þarf náttúrulega ekki að fara mörgum orðum um leikinn í þessari mynd, Norton og Furlong eru báðir frábærir. Endirinn var samt frekar slappur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Phantoms
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð sience fiction mynd (þær myndir eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér). Gerð eftir sögu Dean Koontz. Fjallar um fólk sem kemur í smábæ og það eru allir í bænum horfnir og enginn veit hvað varðu um það. Fínasta mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cube
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gjörsamlega afleit mynd. Ég er mjög mikill Sience Fiction fan en þessi mynd er ótrúlega léleg, þótt hugmyndin sé góð. Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Universal Soldier
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Van Damme og Lundgren saman í mynd. Þarf að segja meira? Þessir kappar eru þekktir fyrir allt annað en að leika í góðum myndum. Arfaslök mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Red Rock West
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd um mann (Cage) sem á að drepa eiginkonu annars manns fyrir góða fúlgu fjár. Svo þegar hann ætlar að fara að kála konunni býður hún honum meiri pening fyrir að ganga frá manninum hennar. Það er bara einn galli. Hann er ekki leigumorðingi og hefur aldrei verið. Svo æsist leikurinn þegar hin raunverulegi morðingi (Hopper) mætir á svæðið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lord of Illusions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem gerð er eftir sögu Clive Barkers. Barker er að mínu mati snillingur og hann skrifar handritið og leikstýrir þessari mynd. Ef þú ert Barker fan þá fílarðu þessa mynd sennilega, en ef þú veist ekkert hver hann er og þú fílar ekki yfirnáttúrulegar myndir myndi ég sleppa þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Allger tímamóta mynd. Lang lang besta slash mynd í langan tíma. Ein af fáum myndum sem ég hef orðið virkilega spenntur yfir. Ekki möguleiki að sjá hver er morðinginn fyrr en í blá lokin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Phenomenon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega léleg mynd. Merkilegt hvað Travolta hefur leikið í mörgum afleitum myndum. Hrikalega langdregin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Good, the Bad and the Ugly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lang besta kúrkekamynd sem ég hef séð. Clint er ótrúlega svalur í hlutverki kúrekans sem kallaður er Blondy. Tónlistin er allger snilld. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Groundhog Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilldar mynd um mann sem er svo óheppinn að hann þarf að lifa sama leiðinlega daginn aftur og aftur. Guð hvað maður finnur til með manninum. Fyndið þótt hann drepi sig viljandi vaknar hann samt aftur morguninn eftir og það er sami dagurinn. Bill Murray fer á kostum eins og venjulega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega góð mynd. Þetta er svo þvílík ádeila á þetta neysluþjóðfélag nútímans og innantómt líf sem sumir eiga. Norton og Pitt fara á allgerum kostum. Pitt sannar það með þessari mynd að hann er frábær leikrari og Norton gerir það líka. Ótrúlega cool mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ed Wood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega góð mynd um ömurlegasta leikstjóra sögunnar, Ed Wood. Allveg sama hvað hann gerði lélega mynd, hann hélt alltaf ótrauður áfram og var bjartsýnin ein. Landau er mjög góður sem Bella Lugosi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Black Sheep
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fínasta grínmynd með sauðlauknum Chris Farley. Þvílíkur bjáni getur gaurinn verið. Ég man að ég veinaði úr hlátri þegar ég sá þessa mynd. Leiðinlegt að hann skuli vera dáinn. Spade er fínn í hlutverki hins óheppna mans sem þarf að hanga með Farley.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monty Python and the Holy Grail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík snilld sem þessi mynd er. Persónurnar eru frábærar og þá sérstaklega hinn ósigrandi svarti riddari. Ef þú vilt fá mynd sem er allgjörlega útúrsýrð og ótrúlega fyndin þá er þessi mynd málið. Lang besta myndin sem Monty Python hafa gert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Showgirls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein sú allra glataðasta mynd sem hefur verið gerð. Maður á ekki orð. Myndin á að vera erótísk og ögrandi en er bara asnaleg. Hryllingur. Hálfu stjörnuna fær myndin fyrir það að það eru berar stelpur í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Se7en
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er frábær. Ég var með í maganum í langan tíma á eftir þegar ég sá hana. Hún er mjög ógeðsleg, en samt er viðbjóðurinn ekki sýndur. Hann er í huganum á manni. Einn flottasti endir á mynd sem ég hef séð. Pottþéttur spennu-hryllir. Morgan og Pitt eru frábærir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wayne's World 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta myndi maður kalla gargandi snilld. Miklu betri en fyrri myndin og hún var nú allger snilld. Wayne og Garth eru klassískt tvíeyki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wayne's World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Yndislega frábær mynd. Sá um daginn pakka með báðum myndum í og keypti hann um leið. Horfði svo á þær báðar og ég hló svo mikið að ég var með í maganum í langann tíma á eftir. Allger snilld. Dana Carvey fer á kostum sem Garth og atriðið í byrjun þegar þeir taka Boheiman Rapsody í bílnum er náttla allger snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Coyote Ugly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein sú allra, allra versta mynd sem ég hef séð. Hún er það léleg að þótt píurnar séu flottar verða þær bara asnalegar, þannig að maður nýtur þess varla að horfa á þær. Allgert sorp. Og það sem mér fannst verst var að einn af mínum uppáhaldsleikurum, John Goodman, hafi leikið í þessari mynd. Sorglegt fyrir jafn snjallann leikara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
La Bamba
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Get ekki sagt að þessi mynd sé einhver snilld, en ef þú vilt einhverja mynd til að horfa á með kærustunni þinni þá er þetta myndin. Svo er hægt að hugga hana í lokin þegar tárin byrja að streyma. Týpísk vælumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jurassic Park III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst nú ekki við miklu þegar ég fór á þessa mynd en það kom mér bara á óvart hvað hún er góð miðað við að vera þriðja myndin í seríunni. Þessi mynd er mun betri en fyrri myndirnar. Eðlurnar eru náttúrulega mjög vel gerðar (sérstaklega þessi stærsta) og það eru flott hasaratriði í henni. Fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In the Line of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er eins og margar aðrar, svona mynd sem maður nennir bara að sjá einu sinni. Þetta er fínasta afþreying. Clint leikur þarna fyrrverandi leyniþjónustumanninn Frank sem þjáist af mikilli sektarkennd yfir því að hafa ekki náð að vernda John F. Kennedy þegar hann var myrtur í Dallas árið 1963. Nú 30 árum síðar fær hann annað tækifæri þegar annar fyrrverandi leyniþjónustumaður (John Malkovich) hótar að drepa forsetann. Og uppúr því hefst mikill hasar. Myndin fær s. s. engin verðlaun fyrir frumleika en er samt fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dinner Game
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er svona týpískur farsi um aulann sem vill hjálpa til en er þeirri ólukku gæddur að geta varla svarað í síma án þess að allt fari til fjandans. Jaques Villeret er drepfyndinn í hlutverki hálfvitans, Francois Pignon og hinir leikararnir standa sig ekkert síður. Ef þú ert hrifinn af erlendum myndu þá mæli ég allveg með þessari. Fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Big Lebowski
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Af öllum myndum sem ég hef séð þá er þessi í mestu uppáhaldi hjá mér. Ég hef örugglega séð hana svona 30 sinnum eða oftar og fæ aldrei leið á henni. Það er bara eitthvað við The Dude sem er svo mikil snilld. Uppáhalds persónan mín í kvikmyndum. Ekki skemmir það fyrir að John Goodman leikur í myndinni, en hann er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Söguþráður myndarinnar er margvíslegur og ég ætla ekki að segja frá honum hér því ef þú hefur ekki séð þessa mynd legg ég til að þú farir og leigir hana núna. Mín kenning er sú að The Dude eigi að vera einhverskonar Jesú týpa nútímans.... Allavega er hann mjög líkur gaurnum. Alltaf í einhverjum slopp og á inniskónum. Frábær karakter.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lang besta mynd ársins 1994 og þá er miðað við Forest Gump og Pulp Fiction. Það eru fáar myndir sem komast í standard með þessari. Ein af fimm bestu myndum sögunar. Flestar myndir sem gerðar eru eftir sögum Stephen King verða oft leiðinlegar, en ekki þessi. Leikararnir vita náttúrulega alveg hvað þeir eru að gera og standa sig frábærlega. Morgan Freeman klikkar ekki frekar en fyrri daginn og það sama er hægt að segja um Tim Robbins. Plottið er þannig að það er alveg hægt að segja aðeins King hefði dottið þetta í hug. Snilld!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Billy Madison
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg yndisleg fávitamynd. Lang besta myndin sem Adam Sandler hefur leikið í. Sandler leikur Billy, mann sem er tja...þroskaheftur í bókstaflegum skilning. Hann á moldríkann pabba og hefur aldrei þurft að vinna eða gera nokkurn skapaðan hlut. Hann á tvo vini sem eru algerir iðjuleysingjar og lifa bókstaflega á honum. Eru alltaf heima í lúxusvillunni hans. Þeir eru að mínu mati bestu persónurnar í myndinni. Þvílíkt steiktir í hausnum. Líf Billy flækist aðeins þegar hann þarf að endurtaka alla bekki í grunnskóla eða hann tapar fyrirtæki föður síns. Svo verður hann að sjálfsögðu ástfangin af kennara sínum í 2. bekk. Það er ekki beint hægt að segja að þessi mynd sé voða djúp, en hún er samt allveg óborganlega fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Braveheart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af mínum allra uppáhaldsmyndum. Ég held að ég verði að viðurkenna að þetta er ein af fáum myndum í dag sem að ef ég horfi á, fæ ég oftast gæsahúð og tár í augun í sumum atriðum. Ein af bestu myndum sögunar. Frábær bardagaatriði og búingarnir líka. Tónlistin er líka snilld. Fínir aukaleikarar og þá sérstaklega Brendan Gleeson sem Hamish og David O'Hara sem hinn geggjaði íri Stephen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sixth Sense
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein mestu vonbrigði sem ég hef orðið vitni að. Þessi mynd var hrikaleg. Þegar ég sat í bíóinu varð ég ekki var við það að hjartað fór eitthvað á stað nema í einu atriði. Allgerlega óspennandi. Svo er myndin svo langdregin að manni bara leiðist allan tímann. Og þessi strákur fer ekkert smá í taugarnar á mér. I see dead people.... Well döh...þvílíkt pirrandi og þreytt lína. Ein ofmetnasta mynd síðari ára og Bruce Willis hefur fallið verulega í áliti hjá mér eftir að hann lék í þessari mynd. Ein sem ber að forðast því hún er álíka spennandi og mynd um Tinna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Clerks.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég man fyrst þegar ég sá þessa mynd. Það var verið að sýna hana á Stöð 2 og ég kom inn í miðja mynd og ákvað að kíkja á þessa svarthvítu mynd. Því átti ég ekki eftir að sjá eftir því þetta er ein besta og fyndnasta mynd sem ég hef séð á ævinni. Ég sjaldan séð jafn snilldarleg samtöl og í þessari mynd. Það er allveg sama hvað það verða gerðar margar myndir í framtíðinni...þessi mynd verður ALLTAF á topp 5 listanum mínum. Leikararnir eru mjög góðir. Þeir sjást alltaf af og til í myndum Kevin's Smith. Persónurnar eru allger snilld og þá nefni ég sérstaklega Jay og Silent Bob. Og ekki skemmir það að myndin er í svarthvítu. Það er frumlegt og að mínu mati væri myndin ekki jafn sjarmerandi ef hún væri í lit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eyes Wide Shut
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein versta mynd sem ég hef séð. Ég get bara ekki skilið hvað fólk sér við þessa mynd, ef það sér eitthvað. Tom Crusie er ofmetinn leikari að mínu mati. Ég hef það fyrir grundvallarreglu að ég klára myndir sem ég byrja á. Sama hvað þær eru leiðinlegar. Eina góða við þessa mynd er að ég fékk mér einn bjór á meðan ég var að horfa á hana. Minningin um hann mun lifa lengur en þessi viðbjóður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú fílar vísindaskáldsögur þá er það allger SKYLDA að sjá þessa mynd. Það vita sennilega allir um hvað þessi mynd fjallar en fyrir þá sem vita það ekki fjallar hún um geimfaran Taylor (Charlton Heston) sem brotlendir skipi sínu á óþekktri plánetu þar sem apar ráða ríkjum og menn eru veiddir upp á sport. Þetta er ein af þessum Hvað ef myndum. Svoleiðis myndir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég mæli eindregið með þessari snilld. Myndin er komin vel til ára sinna og er löngu orðin klassísk. Mæli eindregið með henni ef þú fílar vísindaskáldsögur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Blair Witch Project
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get varla lýst því með orðum hvað þessi mynd er ömurlega léleg og leiðinleg. Ein sú allra versta mynd sem ég hef séð á minni ævi. En þeir eiga hrós sem gerðu hana. Hrósið fá þeir fyrir það að hafa hreinlega gabbað almenning til að halda að þetta séu raunverulegar upptökur. Einnig settu þeir upp vefsíðu ,sem milljónir manna heimsóttu daglega, þar sem þetta var allt klætt í dularfullann og spennandi búning. En þessi mynd er ekki spennandi. Ó nei. Hún er svo langdregin og leiðinleg að manni langar mest til að gubba. Ég var nú bara feginn þegar ég var látinn horfa á þessa mynd í sálfræði þar sem bekkurinn minn var að fjalla um óttann við hið óþekkta, en ég hreinlega sofnaði. Myndatakan er pirrandi, myndavélin alltaf á fleygiferð og þessir þrír leikarar sem koma við sögu eru hrikalegir. Þessi mynd er ein af þeim fimm verstu sem ég hef séð á ævinni og ég ræð öllum frá því að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sleepers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Talandi um eina af þessum myndum sem innihgeldur þvílíka liðið af frábærum leikurum en er síðan bara eins og maður myndi segja allgert crap. Þessi mynd er sorp. Maður er gjörsamlega að farast úr leiðindum þegar maður horfir á hana. Og allir þessir leikarar ná ekki að gera neitt fyrir myndina, en fá þó eina stjörnu fyrir að reyna. Söguþráðurinn er leiðinlegur. Um menn sem eru að rifja upp þegar þeim var nauðgað af ógeðslegum fangavörðum. Sjaldan séð mynd sem var jafn langdregin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alien: Resurrection
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Næst besta Alien myndin að mínu mati á eftir fyrstu myndinni. Það er loks í þessari mynd að maður fær að sjá skrímslin vel og getur loks virt þau fyrir sér, það var ekki mikill tími til þess í fyrri myndunum. Þetta er mikill action í þessari mynd eins og Aliens. Persónurnar eru þveröfugt við Aliens bara nokkuð svalar.(Þessir Marines voru brandari). Tæknibrellurnar eru mjög góðar. Og það er sérstaklega ánægjulegt fyrir sci-fi fan eins og mig að fá loks að sjá skrímslin almennilega eftir öll þessi ár. Pottþétt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Aliens
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bara til þess að sýna fram á að skoðanir séu eins margar og myndirnar ætla ég að skrifa dóm um Aliens. Ég verð bara að segja eitt, þetta er lélegasta myndin í seríunni. Á tímum er hún hallærislegri en Brady Bunch familían. Stælarnir í hermönnunum eru alveg óborganlega fyndnir en samt er það stelpan litla, Newt, sem nær að eyðileggja myndina fyrir mér. Gjörsamlega óþolandi. Plús allt þetta verð ég bara að segja að myndin er ekkert spennandi. Annars eru líka góðir punktar; fínar tæknibrellur, ágætis leikur og fínar hljóðbrellur. En samt ekki nóg. Þetta er ekki léleg mynd, en hún er samt langt frá því að vera besta myndin í seríunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alien
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrst þegar ég sá þessa mynd fannst mér nú ekki mikið til koma. Það var sennilega vegna þess að ég sá Aliens á undan. Látum það líka fylgja með að ég var töluvert undir því aldurstakmarki sem var sett á myndina. En svo þegar ég sá hana aftur nokkrum árum seinna sá ég hvað hún er mikil snilld. Það er nú ekki margt kannski að segja um þessa mynd nema að þetta er ein besta vísindaskáldsaga sem gerð hefur verið. Allgjör klassík. Þegar maður horfir á myndina í dag getur maður ekki annað en tekið eftir því hvað hún er gömul, en það gerir hana bara betri. Leikararnir eru góðir... En fækkar alltaf stöðugt. Það vill henda þá sem leika í seríunni ;). Snilld. Parturinn af spennunni er það að maður sér mjög lítið af skrímslinu. Og þetta er bara allt svo drungalegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Predator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein albesta vísindaskáldsaga sem ég hef séð. Hún og Alien eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Myndin er mjög spennandi og heldur manni við efnið allann tímann, tónlistin spilar mjög mikinn þátt í spennunni. Maður heldur alltaf að Predatorinn ætli að láta strax til skara skríða en það gerist ekki fyrr en nokkuð er liðið á myndina. Leikararnir eru góðir og að mínu mati er þetta næst besta mynd Schwarzeneggers á eftir T2. Fyrir þá sem vilja pottþétta spennu, smá hrylling og fíla vísindaskáldskap er þetta rétta myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Predator 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins og oft vil verða eru framhaldsmyndirnar lélegri en fyrsta myndin, það er allavega í þessu tilviki. Vonbrigðin eftir að hafa horft á fyrstu myndina og síðan þessa eru algjör. Það sem dregur myndina niður eru afleitir leikarar. Danny Glover er lélegur en samt ekki jafn slakur og aðstoðarmenn hans í myndinni. Maður biður um það að þeim verði slátrað. Bill Paxton er ágætur í túlkun sinni á leiðinlegri persónu í myndinni. Horfðu frekar á Predator þrisvar sinnum heldur en þessa einu sinni. Hún fær 2 stjörnur bara út af því að þetta er Predator mynd. Eitt sem þessi mynd hefur fram yfir hina er að maður sér meira af Predatornum. En það nær ekki að rífa hana upp úr meðalmennskunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alien³
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að mínu mati er þetta besta Alien myndin. Ég gleymi aldrei þegar ég fór á þessa mynd í bíó. Ég hef aldrei verið jafn hræddur. Hún er svo miklu meira töff og drungalegri en allar hinar til samans og nú eru engin vopn. Það er virkilega cool. Ekkert hægt að freta á dýrið úr vélbyssum. Nú eru það bara kyndlar og álíka forneskjuleg vopn. Leikararnir eru fínir og gaman er að sjá hin geðþekka Pete Postelwaite í aukahlutveri eins fangans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sódóma Reykjavík
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Besta og fyndnasta íslenska mynd sem ég hef séð. Allger snilld. Dúfnahólar 10 er löngu orðið ódauðlegur frasi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Men of Honor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór á þessa mynd og vænti þess að hún væri góð, enda tveir mjög færir leikarar sem bera hana uppi. En ég varð ekkert fyrir smá miklum vonbrigðum. Bara enn ein Ameríska myndin sem skilur ekkert eftir sig. Og endirinn..shi mar..þvílíka væmnin. Hrillingur. Merkilegt hvað Bandaríkjamenn gera MIKIÐ af svona væmnum myndum. Ég gef þessari mynd tvær stjörnur. Eina fyrir De Niro og Cuba fær hina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Parents
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilldar mynd! Robert De Niro heldur þessu náttúrulega uppi. Ef hann væri ekki í myndinni væri hún örugglega ekki eins góð. Alltaf gaman að Ben Stiller. Maðurinn er einfaldlega ótrúlega góður í því að leika misheppnaða náunga. Brillíant leikarar í brillíant mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sphere
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brillíant mynd með frábærum leikurum. Ég fíla bara svona vísindaskáldsögur í botn. Þess vegna mæli ég eindregið með þessari mynd. Plús það að hún er eftir Michael "Kræton" (framburður) sakar ekki, því margar myndir sem hafa verið gerðar eftir sögum hans eru mjög góðar, t.d. Rising Sun, Congo og Jurrasic Park.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei