Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Kissing Jessica Stein
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kissing Jessica Stein er frábær kvikmynd sem óhætt er að mæla með. Vitsmunaleg mynd og vel skrifuð af þessum tveimur konum sem leika aðalhlutverkin og tekur á sígildu vandamáli. Þessi kvikmynd er aðlögun á leikriti þeirra og er í ætt við kvikmyndir eftir Woody Allen og Almodovar. Snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mulholland Drive
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að mínum dómi er þetta besta kvikmynd Davids Lynch hingað til. Af öðrum dómum sem hafa birtst hérna að dæma, er greinilegt að ekki eru allir á sama máli. Persónulega get ég skilið af hverju margir hafa orðið mjög frústeraðir á að horfa á þessa kvikmynd. Þessi kvikmynd er á engann hátt hefðbundin. Sumir hafa sagt að atriðin séu ekki tengd á neinn vitrænan hátt en að mínum dómi er það rangt vegna þessi að þessi kvikmyndin hefur eins og margar kvikmyndir Lynch, súrrealískt yfirbragð og sem súrrealísk kvikmynd þá dáleiðir hún mann. Það getur verið erfitt að ná utan um söguþráðinn í heild sinni en þannig er það einnig með drauma. En það eru vitræn tengsl milli atriða og í þessari kvikmynd tekst Lynch allt það sem honum hefur mistekst í fyrri myndum sínum. Það er fullkomið samræmi í henni og þetta er tvímælalaust ein sú besta sem hefur komið út á þessu ári.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Beautiful Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

A Beautiful Mind


A Beautiful Mind er ekki ýkja frumleg kvikmynd enda hafa fáir gagnrýnendur haldið því fram. En flestir hafa rökstudd að hún sé vel unnin. Ron Howard, Brian Grazer, Akiva Goldsman og James Horner, mennirnir sem standa bakvið þessa kvikmynd, eru allir mikils metnir menn í Hollywood, enda eru þeir tilnefndir til óskarsverðlaunanna fyrir þessa kvikmynd. En gallinn við kvikmyndina er hversu formúlukennd hún er. Auðvitað er það vitað mál að sjaldan er lögð áhersla á frumleg efnistök í Hollywood. Það er kannski eitthvað við Hollywood-kvikmynd sem ekki er hægt að eiga sökótt við. En ef við gefum okkur að kvikmynd geti haft eitthvað merkilegt fram á að bjóða og sé ekki einungis afþreying, þá er hægt að eiga margt sökótt við þessa kvikmynd. Kvikmyndaframleiðendur þessarar kvikmyndar ákváðu t.d. að gera hugljúfa kvikmynd með því að vera yfirgengilega hrífandi en eru í raun bara yfirgengilega væmnir. Þessi gagnrýnandi kunni allavega ekki að meta vinnubrögð þeirra og fannst lítið gert úr vitsmunum sínum.


Kvikmyndin, sem er byggð á sönnum atburðum, fjallar um stærðfræðisnillinginn John Nash (Russell Crowe) sem lagði fram róttækar stærðfræðikenningar og var brautryðjandi en þurfti líka að kljást við geðklofa. Hann lærði að lifa með sjúkdómnum og fékk að lokum Nóbelsverðlaunin fyrir eina af stærðfræðikenningum sínum. Kvikmyndin byrjar þar sem John er ungur hrokagikkur en hann breytist síðan hægt í ofsóknaróðann mann sem heldur að Rússar séu að senda dulkóðuð skilaboð í dagblöðum. Hann hittir Aliciu (Jennifer Connelly) í byrjun myndarinnar. Þau verða ástfangin og hún stendur með honum í gegnum sætt og súrt. Leikstjórinn (Hollywood-barnið, Ron Howard) reynir að segja okkur sögu þar sem ástin sigrar allt eða eins og Alica segir þegar John er veikur, &8222;to believe that something extraordinary is possible&8220;.


Þar sem sagan er byggð á sönnum atburðum gerum við kröfu um sannar heimildir. Hins vegar er það vitað mál að saga verður aldrei bókstaflega sönn þar sem hliðranir á heimildum eru nauðsynlegar fyrir dramatískan tilgang sögunnar. Mistök handritshöfundarins (Akiva Goldsman) eru að hann leggur of mikla áherslu á að gera &8222;kvikmynd með boðskap&8220;. Ef við samþykkjum ekki þennan boðskap þá verða hliðranirnar á sögulegu heimildunum að grófri mistúlkun. Það lítur t.d. hálf asnalega út að ástin eigi að sigra veikindin í kvikmyndinni þegar John og Alica voru í raun skilin í mörg ár og þá þegar John var hvað veikastur. Þau tóku ekki aftur upp saman fyrr en rétt áður en John fékk Nóbelsverðlaunin afhent.


Kjarni kvikmyndarinnar er meyglaður. Handritið er ekki merkilegt enda ekki við miklu að búast af manni sem skrifaði handritin að kvikmyndum eins og Batman & Robin og Lost in Space. Ron Howard gefur myndinni vitlausan tón með því að fá James Horner til að semja tónlistina. Maður sér einhvern veginn ekki muninn á tónlistinni í þessari kvikmynd og tónlistinni í Titanic. Leikararnir gera lítið annað en það sem búist er við þeim enda býður handritið ekki upp á mikið fyrir þá. Ron Howard vottar enn einu sinni Hollywood-hefðinni virðungu sína en eins og með margar aðrar Hollywood-myndir, þá á ég fljótt eftir að gleyma þessari.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei