Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Ocean's Eleven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Steven Soderbergh hefur nú verið í mínu uppáhaldi í nokkurn tíma, sérstaklega eftir Erin Brokovich og Traffic. Þessi mynd sem er víst endurgerð á mun eldri mynd um Frank Sinatra, Dean Martin og fleiri gaura, sem ég hef ekki séð reyndar, heppnast nú reyndar alveg mjög vel. Góður húmor og skemmtilegar persónur halda manni föstum í sætum bíóanna. Þegar ég sá trailerinn úr myndinni, dundi í mann dulítið fönkí mjúsik og allar þessar skemmtilegur persónur, og vissi ég að ég væri á leiðinni á þessa mynd. Og kom hún mér alveg skemmtilega á óvart. Ég hef nú séð nokkuð margar týpískar krimma myndir um dagana, sem einfaldlega ekki virka. Ég nefni engar sérstakar í því máli. Þessi mynd er full af skemmtun, peningum, karakterum, meiri peningum, og umfram allt peningum. Það eina sem ég eiginlega get sett út á þessa mynd, er leikarinn Casey Affleck. Jú hann er í góðu hlutverki og gerir vel, en ég bara þoli þennan mann ekki. Þeir sem sáu Drowning Mona, og muna eftir þessum dreng sem varla getur talað, og þegar hann gerir það er varla hægt að hlusta. En hann er samt í góðu hlutverki hér og gerir vel. Myndin hefði mátt vera aðeins lengri og vinna betur á karakter Andy Garcias og sýna betur leikhæfileika þessa manns. En þetta er Fantagóð mynd, sem bara allir verða að sjá!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
O
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Við vorum nokkur sem fengum miða á þessa mynd. Og já, það er mjög gaman að bregða sér í bíó á tyllidögum og verða vitni að heimsbókmentum verða hollívúdderaðar. Á stundum tekst ætlunarverk handritshöfundanna og þeirra sem stóðu að gerð þeirra mynda, en með O er skrefið tekið út í skóg óvissunar. Shakespeare hefur nú endanlega velt sér yfir í gröfinni, og má með sanni segja að það hafi legið í loftinu, í þó nokkuð langann tíma. Það eina sem ekki er myndinni til minkunnar er þó ágætur leikhópur, sem greinilega hefur enga hugmynd um Shakespeare, þó það megi liggja milli hluta. Finnst mér nú nóg komið af Unglingathrillerum, Gelgjuskrækjumyndum og þ. f. e. g. Finnst mér að þeir handritshöfundar, og einnig stjórendur kvikmyndafyrirtækjanna, ættu nú að opna fyrir sköpunargáfurnar og hætta að ofnýta allar þær hugmyndir sem fram hafa komið síðustu aldirnar. Heimurinn er fullur af efni, sem bíður þess að vera hollívúdderað. En mælirinn fyllist, og var 0, Óið sem fyllti mælinn í öskrum þeirra sem skáldskapargyðjan leikur um.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei