Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Töluvert slappari en fyrri myndin og engan veginn jafn heilsteypt. Wachowsky bræður tapa sér í teiknimyndatöktunum og mikið af bardagaatriðunum fyrir hlé voru alltof langdregin. Myndin var vægast sagt vonbrigði fyrir hlé en eftir hlé tók hún hressilega við sér og var alveg frábær. Það sem truflar helst við þessa mynd er hversu ofhlaðin hún er (hún ætti eiginlega frekar að heita Matrix Loaded frekar en Reloaded). Nokkrar sögupersónur höfðu nánast engan tilgang og stendur þar helst uppúr Mervíkingurinn sem var að mínu mati gjörsamlega tilgangslaus. Tilvistarspekin heppnaðist í tvö af fjórum skiptum, þ.e. samtalið við Véfréttina og faðir Matrixins voru virkilega góð en það var ömurleg samtöl sem Neo átti við Mervíkinginn og Ráðsmanninn. Tilgangslausasta atriði bíósögunnar leit dagsins ljós þegar Ministry of Sound hélt diskótek í Zion á meðan Neo og Trinity áttu tilþrifalítil ástarmök. Þetta var svartur blettur á myndinni og gerði lítið úr þeirri örvæntingu og alvöru sem borgin byggir á. Einnig fannst mér gríðarlega hallærislegt hvað allir á dansgólfinu voru olíubornir og inn eins og það væri bara frelsað einhverja fyrrverandi MTV hetjur úr Matrixinu. Myndin skiptist eiginlega í svart og hvítt; fyrir hlé var hún alveg hrikalega ófrumleg og léleg en eftir hlé var hún frábært framhald á einni bestu kvikmynd sögunnar. Enn vantar þó skýringar á ýmsu og margt var endasleppt í þessari mynd. Það þýðir þó ekki enn að fella dóma því seinasta myndin er jú beint framhald af þessar og gæti svarað ýmsum ósvöruðum spurningum. Besta atriði myndarinnar er samtal Neo við gamla manninn og útlitið og pælingin á bak við það var eintóm snilld. Hlakka engu að síður gríðarlega til að sjá framhaldið en vona innilega að minna verði lagt uppúr sveittu Mtv lúkki eða tölvuleikjagrafík og meira lagt uppúr sjálfum söguþræðinum því hann er jú frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Double Take
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af þeim myndum sem maður sér eftir að hafa horft á þó svo að hafa ekki borgað fyrir það. Klisja ofan á klisja og stælarnir í helv.. martin Lawrence wannabeinu alveg hrikalegir. Hvernig þessi mynd komst í bío skil ég ekki alveg en jafnvel þó þið fáið frímiða á Qiuznos þá skuluð þið ekki nota þá !!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei