Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórmynd eins og þær gerast bestar. ef ekki bara besta stórmyndin! það er alveg á tæru að hér var brotið blað í kvikmyndasögunni, og hér með bæti ég fimmtu stjörnunni við þær fjórar sem ég gaf að ofan. fáir hefðu getað aðlagað söguna eins vel að hvíta tjaldinu og gert var þarna. tvímælalaust besta mynd sem ég hef séð. þangað til um næstu jól, þegar Two Towers kemur.


p.s. það er bara kvikindisskapur að láta okkur bíða í heilt ár eftir mynd nr. 2!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Air America
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Helvíti góð mynd! Ef þið fílið Lethal Weapon myndirnar þá fíliði þessa (LW aðdáendur ættu að kannast við Air America úr LW2). Hörku góð mynd sem mér finnst frekar vanmetin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Scream er ekkert smá óeðlilega góð mynd, það er ekki oft sem mér bregður þegar ég horfi á bíómynd en SHIT hvað mér brá þegar ég horfði á þessa! Það segir sig líka sjálft að þegar ég fékk mér DVD voru Scream 1 og 2 með fyrstu myndunum sem ég keypti ...... og nú held ég varla vatni mig hlakkar svo mikið til að sjá þriðju myndina!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei