Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Toy Story 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hrein og bein snilld! Ég er alveg sammála um það að þessi mynd (Toy story 2) sé miklu betri en fyrri myndin, þar sem Viddi og Bósi eru óvinir.

Toy story 2 er miklu fyndnari þar sem allir geta hlegið, bæði börn og fullorðnir, þá sérstaklega að þessum yndislegu Barbie dúkkum sem koma nokkrum sinnum við sögu. Ég fór með allri yngri kynslóðinni af frændsystkinum mínum á hana á íslensku samt hló ég miklu meira en þau og þegar myndin var búin var ég ákveðin í því að kaupa mér hana, á ensku samt (oftast eru Disney myndir fyndnari á ensku en samt ekki alltaf.), en það er aukaatriði! Allir sem hafa e-ð gaman af að hlæja að því sem gerist í heimi leikfanganna ættu að sjá þessa mynd. Auðvitað er smá væminn kafli þarna inn í miðju en Disney er alltaf með e-ð væmið í myndum sínum svo maður vissi það alveg fyrirfram.

Mæli með þessari alveg óhikað fyrir alla sem vilja kitla hláturtaugarnar. Algjör SNILLD!! ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei