Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



L7: Hrafnar, Sóleyjar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hrafnar, sóleyjar og myrra
Ég var svo heppinn að sjá myndina Hrafnar, Sóleyjar og myrra um helgina síðustu – og hvílík skemmtun. Myndin hefur allt til að bera sem til þarf, alltsaman. Og hver er uppskriftin.
Það sveif léttleiki yfir vötnunum. Það var heilmikil saga. Það var bjartsýni og trú. Engin smámunasemi. Fullt af húmor. Spenna og hraði. Ró og friður. Reyndir og óreyndir, þekktir og óþekktir fínir leikarar. Skemmtileg myndataka, sjónarhorn og sviðsmyndir. Og flott leikstjórn.
Og útkoman er góð skemmtun og ekkert volæði. Hlý og indæl upplifun. Myndatakan skilar ótrúlegum sjónarhornum á skemmtilegan bæ og maður sér hlutina í nýju ljósi. Reynt er að fanga inn í núið sýn á lífið sem við höfum saknað ofurlítið undanfarin ár og endurvekja þrá eftir sakleysi og einfaldleika og því að njóta augnabliksins. Það að lifa í núinu, lifa á líðandi stundu, lifa núna er inntak myndarinnar og það gerir maður í bíóinu.
Skellið ykkur á myndina, takið með ykkur barnshjartað. Ég ætla aftur.
valdimar harðarson
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei