Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



From Paris with Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hraðskreið og skemmtileg
Þessi mynd virkar ágætlega vel á mig og er ég býsna sáttur eftir áhorf. From Paris With Love er askoti fín og dúndur skemmtileg spennumynd frá leikstjóranum Pierre Morel sem gerði eins og hvað flestir vita hasar myndina Taken sem gerði allt vitlaust á sínum tíma. Morel nær að halda áhorfandanum við efnið(líkt og í Taken) og sleppur myndin við allar heiladauðar senur sem hver og ein spennumynd hefur.

John Travolta hefur alltaf verið í miklum metum hjá mér. Hann er ábyggilega eitt af þessum fáu leikurum sem geta nánast leikið hvaða hlutverk sem er. Travolta virkar yfirleit betur á mann í hasarmyndum eins og þessari t.d. og einnig Taking of Pelham 123 sem og The Punisher. Hann má eiga hinsvegar það að hann er mikill húmoristi og er ágætis gamanleikari. Jonathan Rhys Meyers er ágætur í myndini en ekki nálægt því eins eitursvalur og Travolta er.

From Paris With Love er semí góð hasarmynd og ekkert smá hraðskreið á köflum. Allveg frá byrjun til enda er myndin á fullu skriði og alltaf nóg af gerast. slagsmálasenurnar, skotárásirnar og allur sá pakki veitir manni athygli á að halda einbeitingu á heilalausri spennumynd eins og From Paris With Love er.

7/10

Ps. djöfull er Travolta flottur svona sköllóttur hehe.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shutter Island
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Scorsese hefur aldrei klikkað
Einhvern tímann í frammtíðini verður Martin Scorsese skráður sem einn allra besti leikstjóri heims. Myndirnar hans er ekki annað hægt en að fíla í tætlur og klikkað þær aldrei. Ég held að ég hafi ábyggilega aldrei séð mynd frá Scorsese sem ég hef ekki fílað. Myndir eins og Taxi Driver, Raging Bull, Goodfellas, Casino, The Aviator, The Departed eru allt geðveikar kvikmyndir sem flestar hafa unnið til óskarsverðlauna.

Það sem vekur athygli mína er hvað allar þessar myndir hans fanga athyglina hjá manni á svo sterkan hátt. Þú sest niður í sófa með sjónvarpið fyrir framman þig og einfaldlega dáist bara af kvikmyndunum hans. Shutter Island er einmitt þannig, .því hún er einmitt dæmigerð mynd sem fangar athygli manns og maður heldur algjörlega sjóninni límdan við skjáinn og heldur manni við efnið frá byrjun til enda.

Shutter Island er ábyggilega besta mynd sem Leonardo Dicaprio hefur leikið í(kanski fyrir utan The Departed en það er hægt að deila um það) og finnst mér það synd að hann hafi aldrei unnið til óskarsverðlauna. Leo er magnaður sem Teddy Daniels og skilar hann hlutverki sína á frábæran hátt sem og restin af leikarapakkanum. Samstarf Leo og Scorsese er alltaf ánægjulegt að fylgjast með og hafa þeir báðir unnið saman að heilum fjórum stórkostlegum kvikmyndum saman(ef ég man rétt).

Shutter Island er stórkostleg og frábærlega vel leikinn. Myndatakan í frábærum stíl við útlit myndarinar og sögurþráðurinn flottur. Það er allveg sama þegar það kemur kvikmynd frá Martin Scorsese þær klika aldrei og vonandi á hann enn nokkur ár eftir í bransanum.

8/10 ekki svo langt frá níuni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Luftslottet som sprängdes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hittir næstum því í mark
Ég tel mig vera mikinn aðdáanda myndarinar Karlar sem hata konur sem mér fannst í raun geggjuð og varð býsna spenntur fyrir frammhaldinu sem er nú nokkuð slappari mynd en sú fyrsta. Sú mynd Stúlkan sem lék sér að eldinum ollir manni smávegis vonbrigðum á meðað við hvernig sú fyrsta var og saknaði maður heldur betur hvernig samvinna Blomkvist og Lisbeth gerði myndina svo góða sem hún í raun er(karlar sem hata konur). Stúlkan sem lék sér að eldinum er hinsvegar þrusu góð mynd en engann veginn í þeim klassa sem sú fyrri var í. Þriðja og sú síðasta Loftkastalinn sem hrundi tel ég vera slappasta myndin og það vegna margra ástæðna. Myndin er mjög góð sem og nr. 2 var en báðar verð ég að segja stóðust ekki þær væntingar sem maður ætlaðist af þeim. Sérstaklega þar sem fyrsta var geðveik.

Mér finnst mjög leiðinlegt að Niels Arden Oplev skuli ekki hafa leikstýrt báðum frammhaldsmyndum líka. Honum tókst að halda áhorfandanum algjörlega við efnið frá byrjun til enda í karlar sem hata konur sem maður saknar soldið við hinar tvær og það breytist allt svo mikið í hinum tvemur myndunum þegar samvinna Blomkvist og lisbeth er ekki nein.

Maður finnur fyrir smá óþolinmæði við áhorf myndarinar(Loftkastalinn sem hrundi) og beið maður alltaf eftir því að atburðarrásin færi á fullt af stað sem hún gerir ekki. Hún byrjar vel en róast meir og meir eftir því sem á líður. Samtölin í myndini eru vel flest fín og ná þau að halda sér á skemmtilegu nóttunum og með nett góðum húmori.

Loftkastalinn sem hrundi er góð mynd í heildina er yfirlitið og stendur hún allveg undir ágætis væntingum aðdáanda fyrri myndana. Hún hefði samt getað orðið betri og meira spennandi en það er eingöngu bara mitt álit. Hinsvegar Flott mynd sem hefði kanski mátt leggja meiri vinnu og tíma í til þess að klára þennan lokakafla með stæl.

7/10 finnst það allveg sanngjarnt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Invictus
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stóðst ekki vætingar
Clint Eastwood er með þeim bestu og flottustu leikurum og leikstjórum sögurnar og sama hve mikið mig langaði til þess að dýkra þessa nýju kvikmynd hans Invictus einfaldlega gat ég ekki. Eastwood hefur fært okkur meistarverk eins og Unforgiven, Millon Dollars Baby, Changeling og nú síðast Gran Torino sem ég tel vera sú allra besta frá honum.

Morgan Freeman held ég að sé ábyggilega eitt sá besti leikari sögurnar. Hann er magnaður í öllum sínum myndum og er stórkostlegur sögumaður. Hann er ábyggilega sá leikari sem fólk mun seint gleyma og varð ég fyrir miklum vonbrigðum með hann í þessari mynd. Matt Damon er heldur ekkert sérstakur í henni. Hann sýnir slappan leik að mínu mati og ég held ég að hann gæti gleymt því að hann eigi einhvern séns í Christoph Waltz um óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki(enda öruggur með styttuna).

Invictus er allveg sjálfsagt að kalla góða mynd en fyrir fannst mér ekkert varið í hana. Hún er langdreginn, slöpp og hefði getað orðið svo miklu betri.

5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Invictus
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stóðst ekki vætingar
Clint Eastwood er með þeim bestu og flottustu leikurum og leikstjórum sögurnar og sama hve mikið mig langaði til þess að dýkra þessa nýju kvikmynd hans Invictus einfaldlega gat ég ekki. Eastwood hefur fært okkur meistarverk eins og Unforgiven, Millon Dollars Baby, Changeling og nú síðast Gran Torino sem ég tel vera sú allra besta frá honum.

Morgan Freeman held ég að sé ábyggilega eitt sá besti leikari sögurnar. Hann er magnaður í öllum sínum myndum og er stórkostlegur sögumaður. Hann er ábyggilega sá leikari sem fólk mun seint gleyma og varð ég fyrir miklum vonbrigðum með hann í þessari mynd. Matt Damon er heldur ekkert sérstakur í henni. Hann sýnir slappan leik að mínu mati og ég held ég að hann gæti gleymt því að hann eigi einhvern séns í Christoph Waltz um óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki(enda öruggur með styttuna).

Invictus er allveg sjálfsagt að kalla góða mynd en fyrir fannst mér ekkert varið í hana. Hún er langdreginn, slöpp og hefði getað orðið svo miklu betri.

5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
It's Complicated
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hlý og skemmtileg afþreying
It's Complicated var askoti fín afþreying af minni hálfu og skemmti ég mér dúndur vel yfir þessari rómantísku gamanmynd. Myndin er verulega hlý og mjög skemmtileg með nokkrum sprenghlægilegum atriðum(þótt þær hefðu mátt vera fleiri). Það er gaman að sjá hvað leikaranir blómstra allir vel í sýnum hlutverkum og þá sérstaklega Alex Baldwin. Gaman að sjá Steve martin mæta galvaskur til leiks í þessari ræmu og það er alls ekkert farið að sjást í gráa hárið á kallinum(mætti halda að þessi maður eldist ekkert). Maryl Streep verð ég nú að gefa hrós fyrir sitt hlutverk þar sem hún skilaði loksins flottum leik og náði að halda manni við efnið svona einu sinni.

It's Complicated er mynd fyrir alla jafnt sem konur og karla og getur hver sem er skemmt sér konuglega yfir henni. Myndin afskaplega mikið feel-good mynd eitthvað og verð ég að segja að It's Complicated er algjörlega með þeim skemmtilegri gamanmyndum ársins og er hún vel þess virði að hafa verið tilnefnd til Golden Globe verðlauna.

Ekki hefur mikið farið fyrir leikstjóranum Nancy Meyers og tel ég þetta algjörlega vera sú besta frá leikstjóranum hingað til og ekki skemmir fyrir að hafa fengið tilnefningu til Globe verðalauna. Nancy nær að halda myndini í ágætiskeyrslu og sleppur hún vel við það að mikla langdregni hefði orðið til staðar sem gerir yfirlegt flestar myndir hundleiðinlegar.

It's Complicated er hinsvegar afbrags góð kvikmynd og er ég hæst ánægður með hana. Hún er skemmtileg,hlý,ágætlega vel leikin og nokkuð fyndinn á köflum.

7/10 ekkert svo langt frá átta en finnst það kanski einum of.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Rule nr 1 2 and 3 You do not talk about Fight Club
Vá vá og aftur vá Fight Club er eitt það stærsta kvikmyndameistarastykki allra tíma og er ekki hægt annað en að vera argandi glaður og jafnvel tárast af gleði hversu mikil hamingja og hversu mikil snild þessi kvikmynd er. Aldrei nokkurn tímann hef ég séð eins stórkostlegan leik(og þá á ég sérstaklega við Brad Pitt sem Tyler Durden).

Fight Club er eins af þessum kvikmyndum sem mun aldrei gleymast. Þessi kvikmynd er einfaldlega það sick geggjuð að fólk á enn eftir að tala um hana 2200 eða eitthvað í þá áttina því er fyrir víst. Ég held svei mér þá að David Fincher hafi skapað eitthvað mun meira en bara kvikmynd úr þessari fáránlega geðveikri bíómynd.

Fight club sjálf ef við snúum okkur af gerð myndarinnar þá er ekki aðeins leikaranir sem standa uppúr þrátt fyrir geðsjúkann leik Brad Pitts sem Tyler durden og Edwards Norton sem sögumanninn en í raun hinn eini og sanni Tyler durden. Söguþráður myndarinar er rugl vel skrifaður sem og myndataka sem er perfect. Leikaranir awesome, frábær leikstjórn, og bara ekkert meira sem hægt er að segja um þetta meistarastykki David Finchers. Myndin segir sig sjálf.

Þó ég skrifa nú þessa gagnrýni frekar seint á meðan við hvenar myndin kom út þá vildi ég bara koma því frá mér hvað mér finnst um þessa snild og skora ég einfaldlega á alla sem ekki hafa séð þessa snild að hunskast niðrá videoleigu en ná í hana á netinu STRAX!.

10/10 enginn spurning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sorority Row
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nettur hryllingur
Sorority Row fær hárin til þess að rísa á köflum og viðurkenni ég nú allveg að nokkrar senurnar fengu mann til þess að bregða. Sorority Row er í raun og veru þessi týpíska hrollvekja sem gengur ekkert meira út á það en að pinta áhorfandann allt heldur betur með viðbjóðslegum senum og hrottalegum morðum. Eins og hvað flestir sjá þá er þessi mynd endurgerð af 100 öðrum myndum og söguþráðurinn(ef hann er þó einhver) gengur ekkert meira útaf það en að drepa einn og einn allveg þangað til einn stendur eftir.

Ég get ekki sagt að Sorority Row sé nú góð bíómynd. Hún er ekki vel gerð,frekar illa leikin og afskaplega augljós á köflum(þá á ég nú við öll morðin).

Þrátt fyrir þetta allt saman náði ég að hafa nett gaman af henni og tókst mér að bregða soldið á köflum. Sorority Row er kanski ágætis hrollvekja þegar uppi er staðið en á köflum mynd sem maður vissi allveg allan tímann hvernig mundi enda.

Ég nenni nú ekki að vera með leiðindi og drulla yfir myndina og gefa henni slaka dóma svo hún sleppur með sexuna hjá mér.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alvin and the Chipmunks: The Squeakquel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Glötuð mynd
Eftir áhorf mitt á fyrstu myndini sem var rusl ákvað ég samt að gefa mynd nr. 2 séns og sé ég svo sannarlega eftir því. Það er í raun bara til skammar að þetta skuli vera kvikmynd. Því hún er einfaldlega glötuð og ekki eitt atriði sem hægt er að finnast fyndið á einhvern hátt.

Að kalla Alvin and the chipmunks góða mynd er EKKI hægt. Hún er rusl,ófyndinn,illa gerð og svo hallærisleg að það hálfa væri nóg. Ég sé svo sannarlega eftir þessu áhorfi og langar mér ekkert meira en að fá þessar 90 mínútur aftur til baka sem ég sóaði í þessa ógeðslegu þvælu.

Myndina er hægt að drulla yfir endalaust. Hún er svo hrikalega illa gerð,Kjánaleg,ógeðslega leiðinleg,pirrandi karakterar, og allt í allt með þeim verstu á árinu.

Ég nenni nú voða lítið að vera röfla um þessa mynd hversu léleg hún er. En ef þú vilt eyða peningum þínum í þetta sorp be my guest. Alvin and the chipmunks the squeakquel er eitt sú versta sem ég hef nokkurn tímann séð.

1/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Up in the Air
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd
George Clooney er mættur í nýrri og hressandi kvikmynd sem Ryan Bingham. Um mann sem ferðast um Bandaríkin og tilkynnir fólki að þeim hafi verið sagt upp hjá fyrirtækjum sínum. Virkar kanski ekki sem skemmtilegasta lýsing á kvikmynd ever en svona þróast myndin frá byrjun til enda og lumar á skemmtilegum senum sem koma endalaust á óvart.

Up In The Air er þriðja Kvikmynd leikstjórans Jason Reitman(hinar tvær Thank You For Smoking og Juno) og að mínu mati er þessi sú langbesta frá leikstjóranum hingað til. George Clooney er frábær og sýnir skotheldan leik og nær halda áhorandanum algjörlega við efnið frá bryjun til enda. Þó verður nú að viðurkennast að mér hafi líkað ögn betur við hann í burn after reading þar sem hann sýndi magnaðan leik.

Persóna Clooney er flókin en samt svo skemmtileg og sýnir hann það í þessari mynd að það er alltaf hægt að breytast og bæta upp fyrir mistök sín. En þegar liðið fer á seinni hlutann fer hann að finna fyrir óþekktum tilfiningum sem leiðir til þess að hann verður ástfanginn af Alex Goran(leikin af henni Vera Farmiga) einnig frábær í sínu hlutverki.

Ég er gífurlega hrifin af þessari mynd og finnst mér hún allveg æðisleg og klárlega sú besta frá Jason Reitman. Myndin á sér í raun enga sérstaka galla og gat ég ekki annað en orðið býsna ánægður eftir áhorf. Þessi er hinsvegar algjör must fyrir alvöru kvikmyndaáhuga menn og er allveg hægt að lofa því að menn færu sáttur út úr bíósalnum.

Up In The Air er mynd úr gamla skólanum og klárlega týpísk kvikmynd fyrir George Clooney að leika í. Allir leikaranir standa sig með príði og lúkkar þessi mynd nokkuð vel og myndtaka sem og söguþráður er til fyrirmyndar.

Up In The Air er mynd kvikmyndaáhugamansins og mæli ég hiklaust með henni.

8/10 ekki langt frá níuni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sherlock Holmes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð en bjóst alltaf við fl.
Jæja fyrst var það Snatch svo RocknRolla og nú Sherlock Holmes. Ef ég verð nú að koma hreinskilnislega hvað mér finnst um leikstjórann Guy Ritchie þá hefur sá maður aldrei verið í miklum metum hjá mér. Hann á hinsvegar nú 3 góðar kvikmyndir þessar fyrr nefnu hérna sem gagngrýnendur um allan heim eru einfaldlega að dást af. Fyrir mér fannst mér Snatch aldrei neitt sérstök og náði ég aldrei að koma mér nógu vel inní þá mynd. Hvað þá RocknRolla varðar þá tókst mér nú að binda heldur betur miklar væntingar til þá kvikmyndar en líkt og Snatch komst ég aldrei í takt við söguþráðinn eða einhvað því tengdu sem kom myndini við.

En Sherlock Holmes fannst mér nokkuð góð og náði ég nú að hafa ágætlega gaman af henni með fínum húmor og flottum slagsmálasenum(þó maður hefði viljað sjá meir af þeim). Myndin byrjar mjög vel og hendir manni strax inní efnið sem er mjög ánægjulegt og tókst manni að halda sér við myndina nánast allveg frá A-Ö.

Nú Tvíeykið er ekki týnt upp úr ruslagámnum og finnst mér Guy Richie hafa valið rétta menn í hlutverkin þá Robert Downey Jr. og Jude Law. Downey Jr. leikur Holmes sjálfann eins og hvað flestir vita og kemur hann því hlutverki frá sér frábærlega. Jude Law sem hjálparhellan eða læknirinn eins og hann kallar sig er helvíti fínn í sínu hlutverki og svo höfum við Rachel McAdams sem skilar sínu perfect verð ég að segja.

Semsagt flott mynd í alla staði og loks mynd frá Guy Richie sem gat haldið manni við efnið og skemmt sér soldið yfir.

Að segja að Sherlock Holmes sé frábær kvikmynd er svo sem sjálfssagt en fyrir mér þá skríður hún rétt í 7una. Hún hefur uppá að bjóða flotta leikara og ágætis sögu og allt eftir því en mér fannst vanta alltaf meiri hasa og einhvað örlítið til þess að krydda uppá hana þá hefð hún orðið Frábær.

7/10 segi ég.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Antichrist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð eða léleg?
Ég spyr sjálfan mig er Antichrist góð mynd eða einfaldlega léleg? Antichrist ef ég yrði að koma frá mér hreinskilnislega hvað mér finnst um myndina yrði ég að segja hún sé mjög fín.

Antichrist er STRANGLEGA bönnuð börnum sem mér finnst fáránlegt og hvað þá varðar að textahöfundar vildu ekki texta myndina sökum öllum viðbjóðnum í henni(sem eru ekki nema 2 atriði). En hún hefur sýnar viðkvæmu hliðar og situr þessi mynd mjög mikið í manni eftir áhorf. Sem kemur ekkert á óvart því myndin virkar mjög þunglyndisleg sem hún jú er í raun og veru.

Antichrist býður einfaldlega uppá mikið blóð,öskur,grenju og gull fallega myndatöku og svo að lokum tvö leikara sem maður verður nú að gefa credit fyrir því þau eru nú einu tvö sem koma við sögu myndarinar nema unga barnið sem deyr í byrjun. Willem Defoe virkar ágætlega á mig í þessari mynd og finnst mér hlutverk hans bjarga myndini af minni hálfu enda e.t.v. oftast kunnað vel við hann í flestum hans kvikmyndum sem hann hefur komið fram í. Charlotte Gainsbourg er nú ekki sú þekktasta í bransanum og fannst mér hún nú einfaldlega leiðinleg í þessari mynd.

Tónlistin spilar svo sem ágætislega inní myndina og ekki mikið að kvarta við því. Hinsvegar finnst mér Lars Von Trier eiga að fá gott klapp á bakið fyrir þessa kvikmynd þó hún sé ekki beint ógnvekjandi og eins mikill viðbjóður og flestir bjuggust við.

Ég gef ræmunni 6/10 fyrir ágætis leik og flotta myndtöku og mæli eindregið með henni fyrir mikla hrollvekju aðdáendur. Alltaf gaman að sjá menn reyna enn meir á þolmörkin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Serious Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Coen klikka aldrei
Coen bræður hafa sýnt það og sannað að þeir eru algjörlega með þeim betri í hóp þeirra bestu kvikmyndaleikstjóra allra tíma og hafa þeir sýnt það með meistaraverkum eins og Fargo,No country for old men,Big lebowski,Burn after reading og nú A serious man.

Þessi kvikmynd er að mínu mati algjör snild og hún er svo skemmtilega leikinn sem kemur á óvart þegar nánast enginn þekktur leikari kemur við sögu í þessari mynd. A serious man virkar ALLS ekki á yngri kynslóðinna. Flestir táningar mundu æla uppí kok yfir þessari svo er fyrir víst(þyrfti að ala þetta lið betur upp). Myndinn er ekki aðeins skemmtilega leikinn heldur líka brilland vel gerð og söguþráðurinn hvílíkt flottur.

Myndinn kemur manni líka svo skemmtilega á óvart og í svo góðann fíling einhvað. Hinsvegar fannst mér byrjunin soldið skondin með gyðingana og gat ég voða lítið hlegið afþví en fólk má nú deila um það. Tónlistinn er líka mjög skemmtileg í þessari mynd og það ber helst að segja lagið Don't you want somebody to love sem spilar svo skemmtilega inní myndinna.

En myndinn verð ég nú að segja er fyrir helstu ALLRA stærsu áðdáenda Coen bræðra. Vel flestir mundu líklegast eiga í erfiðleikum með að skilja myndinna og hvað helst þá húmorinn því bræðurnir eiga það skemmtilega til með að koma með húmor fyrir fólk sem sumir skilja en alls ekki allir.

A serious man er brilland kvikmynd að mínu mati og mæli ég hiklaust með henni. Ég gef henni 9/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bjarnfreðarson
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kom á óvart
Bjarnfreðarson kom mér og held ég flestum sem hafa séð hana mikið á óvart. og bjuggust flestir við endalausu gríni og nýjum og hressandi frösum frá Ólaf Ragnari(Pétri Jóhanni). En myndinn er bara alls ekkert þannig. Hún náttla aðsjálfsögðu hefur nóg að góðu gríni og kemur manni til að hlægja nóg af köflum en dramað er einnig til staðar.

Myndinn snýst aðalega um Georg Bjarnfreðarson. Líf hans og hvernig hann varð eins og hann er. Myndinn byrjar frábærlega og heldur ágætiskeyrslu allann tímann. Myndinn fer mikið aftur í tímann þegar Georg var lítill og fá þá áhorfendur að sjá hvernig Georg varð. Bjarnfreður leikinn af henni Ágústu Evu þegar hún er á sínum yngri árum finnst mér allveg magnað og gaman að sjá hversu mikill feministi hún var og er. Ólafur Ragnar er einnig mjög skemmtilegur og fær fólk í salnum til að hlægja. Daníel er hinsvegar alltaf eins og hann er rólegur og yfirvegaður en i þetta skipti með konu og tvö börn(eiginlega 3 má segja). Restinn af karakterunum eru vel flestir skemmtilegir og koma sýnu hlutverki frá sér vel sérstaklega Halldór Gylfa (kiddi Kasió æðislegur karakter).

Ég get eiginlega voða lítið fundið einhverja galla við þessa mynd hún var einfaldlega bara æðisleg, vel gerð, og frábær í alla staði. Ég verð hinsvegar að koma því framm að Ragnar hafi nú heldur betur lokað þessum vakt seríum vel enda sést það með þessari mynd að það sé varla hægt að gera nýja seríu en við sjáum til með það.

En með frábærum leik góðum húmor og flottu handriti er ekki annað hægt en að gefa henni 8/10 hún verðskuldar það algjörlega.

Ps. Ég kvet sem flesta að kíkja í bíó á hana og styðja heldur betur gott íslenskt kvikmyndaefni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei