Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Deathstalker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kjánaleg, illa skrifuð en ofbeldið bætir það upp
Þessi mynd er það sem ég myndi kalla "poor man's Conan." Hún er gjörsamlega over-the-top, kjánaleg og snarklikkuð... á slæmann hátt. Hugsið ykkur Batman og robin... bara á miðöldum og með minni söguþráð, brjóstum og manndrápum. Þá erum við komin með þessa skítasúpu sem heitir Deathstalker. Ég verð samt að gefa myndinni kredit fyrir brjálaða tölu af brjóstum og ofbeldi.

Ef þú hefur gaman af ofurslæmum over-the-top 80's myndum eins og ég, þá muntu elska þessa.
3/10(á gagnrýnilegum kvarða)
7/10(á mínum kvarða)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Return of the Jedi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besti lokakafli allra tíma?
Hér sjáum við keisarann fyrst, Ian Mcdarmid stelur senuni hér(líkt og í episode 3) og kemst á minn lista yfir bestu villains sem ég hef séð, ég var alltaf hræddur við hann þegar ég var yngri líkt og Vader. Það hafa allt of margir sagt að Ewokarnir skemma myndina, af hverju? Eru þeir alltof mikið? Mér fannst þeir ekkert það slæmir(allanvega ef maður ber þá saman við Jar Jar Binks). Ef það er eitthvað sem skemmir myndina þá er það sagan sem er hálf þunn, en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Persónurnar eru alltaf jafn heillandi og hasarinn geðveikur. Líka einn af bestu lokabardögum sögunar. ég get ekki sagt meira en: Oh no, my young Jedi. You will find that it is you who are mistaken, about a great many things.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Empire Strikes Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta Sci-Fi mynd allra tíma?
Það er ekki spurning fyrir mér hvað er besta Star Wars myndin, já það er Empire Strikes Back. Af hverju ætli það sé? Er það twistið í endanum? Persónusköpunin? Vader? Hasarinn? Sagan? Boba Fett? Ég segi: Þetta allt! Allir þessir hlutir gera þetta að bestu Star Wars myndinni og einni af bestu Sci-Fi myndum allra tíma.

Þegar ég var lítill var ég hræddur við en um leið heillaður af þessari mynd. Hvað hún er ólík hinum, dimmari og stundum hrellandi. Ég tók líka eftir seinna að Vader er miklu meira "Terrifying" í þessari mynd en hinum. James Earl Jones spilaði röddina sína á miklu meira hrellandi stig. Mér fannst hann alltaf spila röddina sem sterkur diplómati í 4 myndinni og gamall maður í 6(sort of). En í þessari mynd hræðist maður hann! Og ég held að þetta gerði hann að einum af bestu villains allra tíma. Allar persónunar í þessari mynd eru þroskaðri og þroskast enn meira, annar frábær leikari bætist í hópinn (Billy Dee Williams) og brillerar hér eins og alltaf, Handritið er sterkara en í hinum myndunum og dramað í hámarki. Hasarinn í þessari er að mínu mati langbestur, lokabardaginn er sá besti og besti geislasverða bardagi sem ég hef séð í Star Wars mynd (kannski fyrir utan Yoda gegn keisaranum í 3 myndinni). Annars get ég sagt lítið annað um þessa snilld nema: Do or do not. There is no try
10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: A New Hope
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta B-mynd allra tíma?
Frá því að ég var lítill krakki hef ég dýrkað Star Wars, fyrir 13 ára aldurinn þá voru það tæknibrellunar, hasarinn, geislasverðin og Vader sem heilluðu mig mest. Eftir það fór ég að pæla í bíómyndum aðeins meira, ljóminn hélt sér samt yfir þessum myndum og ég hef séð þær oftar en ég þori að telja.

Þegar ég var 4 ára fór pabbi minn með mér á videoleigu. Ég sá spólu sem var með flott cover og pabbi minn sá að þetta var star wars. Við tókum gömlu trílógíuna þá á leigu og horfðum á hana saman. Ég var háður. Síðar fékk ég þessar myndir í jólagjöf í endurgerðri útgáfu sem gefin var út 1997. Þessar myndir voru risastór partur af æsku minni og ég horfði endalaust á þær. Þegar ég var 8 ára þá fór systir mín og kærasti hennar með mér í bíó á The Phantom Menace, þar sem ég var 8 ára(í markhóp myndarinnar)þá elskaði ég hana en gamla trílógían á vissan stað í hjarta mínu sem ekki er hægt að fella úr sessi. Ég sá Phantom menace nokkrum árum síðar og fannst hún þá pirrandi, hún var ekkert eins og ég man eftir. Síðan sá ég auðvitað Episode 2 & 3 en ég vil fara í það síðar.


Nú, hvað get ég sagt? Þetta er ein af 3 uppáhalds myndunum mínum. Ekkert getur breytt þeirri skoðun.Alec Guinnes, Mark Hamill, Harrison Ford, James Earl Jones og Carrie Fisher brillera öll og gefa okkur þessar frábæru persónur sem þroskast út næstu myndir. En þetta er byrjunin, þegar Luke er fátækur bóndasonur, Leia er hörð prinsessa, Han er smyglari og Obi-Wan er... well Obi-Wan. Handritið er að vísu snilld, samtölin eru grípandi og sagan er snilld. Ég get ekki sagt meira nema: May the force be with you.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Great Race
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Undirmetnasta slapstick mynd allra tíma?
Það hálfanveginn pirrar mig að svo fáir sem ég þekki hafa séð eða jafnvel heyrt um þessa mynd, þetta er epísk kómedía í sínu besta formi. Ég játa að hún er ekki fyrir alla en hún er allanvega helvíti skemmtileg og þjáist næstum ekkert af lengdinni. Fyrir þá sem elska slapstick, over-the-top villains og epík þá er þessi mynd must-see.

Leikararnir eru ekki af verri skammtinum. Tony Curtis leikur "The Great Leslie" sem er ofurhugi og heiðvirður maður. Natalie Wood leikur Maggie Dubois sem er framsýnn feministi sem er til í að gera hvað sem er til að koma sínu fram. En senuþjófur senuþjófanna hér er Jack Lemmon sem Professor Fate, erkióvinur Leslie og illur vísindamaður, ég elska hvað over-the-top þessi karakter er, hann feilar í öllu en er alltaf svo viss um að honum tekst þetta næst. Svo er það Peter Falk sem Max, aðstoðarmaður Prófessorins, þessir tveir gera myndina fyrir mig, hún yrði ekki svona frábær án þeirra.

En ég vil alls ekki spilla neinu nema því að stærsti kökuslagur allra tíma er í þessari mynd, í alvörunni sá stærsti. Ef þið elskið slapstick eða viljið bara hlæja, kíkið á þessa!

Ég held ég vitni hálfann veginn í Homer Simpson þegar ég segi "9 thumbs up!"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kick-Ass
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snarklikkuð, skemmtileg og brútal
Ég vil taka það fram að ef þú ætlar að lesa þetta án þess að hafa séð myndina þá skaltu sjá hana fyrst eða láta mig spilla fyrir þér þessum yndislega söguþræði sem hú hefur vegna þess að ég ætla mér að tala um hana í mikilli dýpt og finnst það erfitt án þess að minnast á söguþráðinn eitthvað. En ég mun minnast á hvenær ég spilli einhverjum Plot-point.

Til að byrja með skemmti ég mér konunglega í bíóinu og hló hressilega að flestum senum, einn stærsti galli myndarinnar er þessi ofleikur ===SPOILER BYRJAR=== í Nicolas Cage í senuni þegar hann deyr. Kjánalegasta og óþarfasta senan í myndinni === SPOILER ENDAR=== En einhver sá besti punktur myndarinnar eru allar þessar vísarnir í gamlar myndir sem nördar eins og ég elska, það eru vísanir í myndir á borð við Scarface, Batman og Il Buono, Il Brutto Il, cattivo(The Good, The Bad And The Ugly).



Leikurinn er yfir höfuð frábær og ég elska í senunum með Big Daddy þegar Nicolas Cage leikur línurnar sínar í Adam West stíl þar sem hann líkist batman ekki lítið. Aaron Johnson var góður og persónan viðkunnanleg, man að mér fannst leiðinlegt ===SPOILER BYRJAR=== þegar hann er stunginn af 2 rugludöllum með hnífa === SPOILER ENDAR=== en það eru nokkrar senur þar sem hann lætur eins og algjör fábjáni og mér finnst stundum skrítið hvernig hann labbbar bara á götunni í búningnum eins og ekkert sé, en ég ætla ekki að nitpicka á svoleiðis smáatriði. Eini leikarinn sem mér fannst ekki gera neitt var Mark Strong, hann hefur leikið "The Villain" nógu oft, hann var ágætur í Sherlock Holmes en hér er hann búinn með kvótann. Hins vegar fílaði ég Cristopher Mintz-Plasse í tætlur þótt hann hafi átt frekar fáar senur.

En senuþjófurinn hér er hinn 11 ára Chloe Moretz. Hún stelur ölum atriðum sem hún kemur í og er svo frábærlega klikkuð persóna. Handritið er tær snilld og skemmtilegar línur koma ávallt. Hinsvegar fannst mér ótrúlegt að svona góður stemmari gæti komið af sama manni og gerði hina hálf-slöppu Stardust sem hafði lítið annað en satírskt atriði með Robert De Niro í kjól. Matthew Vaughn er búinn að sanna sig fyrir mér og mér hlakkar til að sjá hvort hann geti toppað þessa snilld. Annars vegar verð ég að taka það fram að ég ELSKA hvernig þessi mynd er siðferðilega röng og alltaf svo "Over-the-top".... en það er ekki fyrir alla.


Gef henni sterka 9/10 og mæli með henni ef þú ert með steiktann húmor, fílar vísanir í gamlar myndir eða vilt bara skemmta þér í tæpa 2 tíma. Besta mynd sem ég hef séð á árinu.... hingað til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inglourious Basterds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ingenious basterds
Haha ég verð nú að segja að þessi var skemmtilegt áhorf. Alltaf gaman að fara á Tarantino myndir sem maður hefur elskað að horfa á aftur og aftur...
þessi mynd er svo vel skrifuð, skemmtileg og kaldhæðin að áhorf er möst
hún toppar allanvega allar bíómyndir sem eru nú í sýningu (kannski fyrir utan district 9)
og ég mæli með henni í flesta staði því þetta er eina myndin sem ég klappaði í endanum síðan kill bill
Og já ég vil spyrja það fólk sem segir að þetta sé leiðinleg mynd... Hvað er að ykkur!?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Terminator Salvation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
góð.... en toppar ekki 1 & 2 eeeen toppar 3
Já ég fór á þessa mynd á forsýningu í Borgarbíó.

Ég var að búast við slæmu... MCG hefur sitt orðspor. Ég fílaði þessa mynd bara vel.. fyrir terminator mynd. Fanns mjög gott hjá MCG og James Cameron að bæta inn nokkrum svona "Golden Moments" úr myndunum og nokkra litla hluti til að ná til hardcore aðdénda (þar má nefna eitt skemmtilegt atriði þegar john connor stelur mótorhjóli og þá kemur You could be mine með guns'n roses og þetta lag heyrðist líka í nr 2 þegar john var með skellinöðruna sína í byrjuninni.)

Handritið fannst mér öflugt og nokkrar skemmtilegar línur koma... en ekki er mikil endurnýting var á þessu og mér líkar spuni....

Leikaravalið var alls ekki slæmt. Mér fundust Sam Worthington og krakkinn sem lék Kyle Reese standa uppúr og annars var Christian Bale fínn eins og vanalega


eeen já ég vil ekki ljóstra upp miklu af söguþræðinum en ég mæli með þessari mynd
gef henni 8 af 10
Gott Reeboot af Terminator
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Terminator Salvation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
góð.... en toppar ekki 1 & 2 eeeen toppar 3
Já ég fór á þessa mynd á forsýningu í Borgarbíó.

Ég var að búast við slæmu... MCG hefur sitt orðspor. Ég fílaði þessa mynd bara vel.. fyrir terminator mynd. Fanns mjög gott hjá MCG og James Cameron að bæta inn nokkrum svona "Golden Moments" úr myndunum og nokkra litla hluti til að ná til hardcore aðdénda (þar má nefna eitt skemmtilegt atriði þegar john connor stelur mótorhjóli og þá kemur You could be mine með guns'n roses og þetta lag heyrðist líka í nr 2 þegar john var með skellinöðruna sína í byrjuninni.)

Handritið fannst mér öflugt og nokkrar skemmtilegar línur koma... en ekki er mikil endurnýting var á þessu og mér líkar spuni....

Leikaravalið var alls ekki slæmt. Mér fundust Sam Worthington og krakkinn sem lék Kyle Reese standa uppúr og annars var Christian Bale fínn eins og vanalega


eeen já ég vil ekki ljóstra upp miklu af söguþræðinum en ég mæli með þessari mynd
gef henni 8 af 10
Gott Reeboot af Terminator
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Friday the 13th
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
þrjú orð morð, morð og aftur morð!
Jason er kominn aftur.... og í þetta skiptið er hann stærri, sterkari og.... já betri!
Myndin byrjar með HUGE kikki og fer upp í 9000 rpm!
en eftir fyrstu 25 mínúturnar hægir hún á sér og fer niður í 7000.
ég sá fyrstu friday the 13th og fannst hún mjg góð!..... En þessi nær henni á sinn hátt nokkuð vel með blóði, skít og drullu(smá rigningu líka). En ég held að við ættum ekki að einblína á það.... Plottinn er í þetta skipti ótrúlega einfaldur. Systir apalpersónurnar er týnd og hann er að reyna að finna hana. Ekki meira en það!.... fyrir utan það að Jason stendur í vegi fyrir honum.

þegar allt kemur í allt.... frábær hrollvekja sem ég mæli eindregið með að fólk fari á!
By the way ég hef fáum sinnum brugðið svona of á hrollvekju!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eitt orð.... vonbrigði!!!!
Þessi mynd eru einhvern mestu vonbrigði sem ég hef fengið á árinu... Ég get samt ekki sagt að mér finnst hún vera versta mynd sem ég hef séð. Bara ekki góð

svona fyrstu 40 mínúturnar leist mér svona lala á þetta nema hvað húmorinn var þvingaður.... svo byrjaði geimverutalið og trúðalætin í john hurt(og ég vil ekki ræða þetta með ískápinn!) svo byrjaði ennþá þvingaðri húmor fáranleg bluescreen atriði og fleira ég elska fyrri myndirnar og þessi er bara lélega skrifuð afsökun til að eyðileggja gott "franchise" og að mjólka ennþá meiri pening úr lélegri hugmynd...

SKAMMASTU ÞÍN LUCAS!!!! og já er steven spielberg orðinn of gamall eða bara elliær?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei