Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Hobbit: An Unexpected Journey
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Aftur til Miðgarðs
Peter Jackson hefur snúið aftur í leikstjórastólinn og færir okkur enn annað ævintýrið frá Miðgarði. Myndin er gerð eftir bókinni The Hobbit, skrifuð af Tolkien.

Ég hef verið mikill aðdáandi Hringadróttinssögu-kvikmyndanna og hef einnig lesið The Hobbit. Því var ég mjög spenntur að sjá þessa sögu og hinn undurfallegan heim Tolkiens, blasa aftur við á kvikmyndatjaldinu.

Í stuttu máli þá fjallar myndin um tólf dverga sem eru ákveðnir í að endurheimta heimalandið sitt frá illum dreka. Með aðstoð frá gamla vitkanum Gandalfi og hobbitanum Bilbo, leggjast þeir í leiðangur.

Eins og bókin, þá er saga myndarinnar ekki eins dimm í frásögn og því er ekki eins andrúmsloft og í Hringadróttinssögu-þríleiknum en þó svipað. Myndin inniheldur nóg af gríni og einnig nokkur lög frá bókinni. Mér fannst brandararnir virka en þó man ég eftir einum eða tveimur úr seinni helming sem ég var ekkert sérlega hrifinn af. En söngvarnir eru frábærir.

Eins og allar bækur sem eru síðan gerðar að kvikmyndum, að þá er breytt til og bætt efni við. Þeir sem hafa lesið bókina ættu eflaust að sjá hverju var breytt og bætt við. Að mínu mati voru breytingarnar ekkert til að kvarta yfir, var bara nokkuð fínt.

Um leikaraval hef ég ekkert annað en gott að segja. Ian McKellen stendur sig enn vel sem gamli vitkinn og fær persóna hans mörg stórkostleg atriði. Martin Freeman bregður sér í hlutverk hins unga Bilbo og kemur rosalega vel fram í hobbitahlutverkinu. Síðan var auðvitað gaman að sjá gamla Gollum aftur.

En sú persóna sem ég var ánægðastur með var Thorinn Oakenshield, leikinn af Richard Armitage. Myndin beinir meiri athygli að þeirri persónu en bókin gerði nokkru sinni og er þessi persóna í miklu uppáhaldi hjá mér. Hér fær maður að sjá hið konunglega-hlutverk hans mun betur.

Það sem mér fannst mjög flott og tilbreyting við þessa mynd miðað við Hringadróttinssögu-þríleikinn var það hvað hún einbeitti sér mun greinilegar að óvinunum en ekki bara hetjunum.

Margir eru eflaust að hugsa um hvernig myndin leit út þegar spiluð með 48-römmum á sekúndu en satt að segja fannst mér það bara fínt, hvorki betra né verr. Einbeitingin fer öll að sögunni og fallega umhverfinu.

Ef þið eruð aðdáendur að góðri þrívíddarnotkun að þá er tilvalið að sjá þessa því hér er tæknin notuð mjög vel og kemur frábærlega út.

Howard Shore kemur aftur með tónlistina og um leið og sýningin hefst heyra aðdáendur kunnulegt lag spila undir. Tónlistin er frábær en þemalag myndarinnar er kannski örlítið ofnotað, ekkert alvarlegt en smá þreytandi.

Allt í allt, myndin er mjög litrík og inniheldur frábærar persónur og sögu og nóg af hasar og gríni. Frábær kvikmynd!

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dark Knight Rises
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Leðurblakan snýr aftur!
Christopher Nolan er líklega einn mest um talaði leikstjóri í kvikmyndarbransanum nú til dags. Metnaður hans er þvílíkur og hafa kvikmyndir hans blómstrað vegna þess.

Serían hans um Leðurblökumanninn, sérstaklega "The Dark Knight" sem sló í gegn árið 2008, hefur stóraukið áhuga og framleiðslu ofurhetjumynda. The Dark Knight skartaði hinum frábæra Heath Ledger sem fræga erkióvin Leðurblökumannsins og er myndin jafn sérstök og glæsileg og fyrir fimm árum. En nú er komið að lokakaflanum sem allir hafa beðið eftir: The Dark Knight Rises. Ég skal staðfesta það að þessi mynd lokar sögunni fyrir fullt og allt, eins og hún lofaði að gera.

Myndin fjallar um endurkomu Leðurblökumannsins þegar hryðjuverkamaður að nafni Bane ógnar öryggi Gotham-borgar. Leðurblökumaðurinn er ásakaður um morð á Harvey Dent en þarf þrátt fyrir það að stöðva Bane. Kvikmyndin er yfir tvo tíma og bíður upp á mikil læti og fjör.

Christian Bale birtist enn og aftur sem Bruce Wayne. Myndin einbeitir sér að brjóta persónuna niður og er það mikilvægur þáttur í söguþræðinum. Samband Bruce og Alfred er hér sterkara en nokkru sinni fyrr. Leikarinn gefur frá sér jafn góða frammistöðu og vant er.

Anne Hathaway kemur fram sem Selina Kyle, eða það sem hún er betur þekkt fyrir, Kattarkonan. Mér fannst frammistaða leikkonunnar frábær og er mjög sannfærandi í hlutverkinu.

Bane er líklega frábærasti karakterinn í þessari kvikmynd. Tom Hardy leggur allt í persónuna og gefur frá sér jafnvel meiri óhugnandi framkomu en Jókerinn gerði. í hvert skipti sem Bane birtist þá fór lítill hrollur um mig og áhorfandinn vissi bara að eitthvað svaka ofbeldi mundi eiga sér stað. Var líka yfir mig hrifinn hvernig fyrsta bardaganum hans við Batman lauk. Var hins vegar ekki voðalega hrifinn hvernig persónan hans var afgreidd, það var á réttum vegi en breyttist snöggt.

Kvikmyndin inniheldur hina frábæru tónlist eftir Hans Zimmer en dofnar stundum í látunum og einnig passar ekki í öll atriði.

Það sem dregur myndina niður er of mikið innihald. Myndin lofar miklu en sagan sjálf spilar ekki eins vel og "The Dark Knight" gerði því flæðið á sögunni er dofið. Kvikmyndin einbeitir sér meira á hasarinum heldur en samræðunum, sem er ólíkt fyrri myndum og því virkar sagan ekki eins heil og forverar sínir. En fjörið er til staðar og margar yndislegar senur koma fram. Sagan er alls ekki leiðinleg en örlítið þreytandi vegna því sem að ofan var nefnt.

Þegar allt er á litið þá er hér frábær skemmtun í boði en toppar þó ekki fyrri myndir. Ég þakka Christopher fyrir að gefa okkur þessa frábæru kvikmyndir, þetta hefur verið svaka ferð.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Amazing Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Slær Sam Raimi-myndirnar í andlitið!
Þann þrítugasta Júní fór ég inn í kvikmyndahúsið í Álfabakka og keypti mér miða á The Amazing Spider-Man. Ég kom mér vel fyrir í hinum myrkvaða sal og beið uns sýningin hófst.

Ekki get ég kynnt mig sem harðan aðdáanda af Spider-Man né duglegur í því að lesa teiknimyndasögur um hann en ég þekki persónuna þó eitthvað.

Sam Raimi gaf út fyrstu kvikmyndina um hetjuna árið 2002 og svo seinna gaf hann út framhaldsmyndir. Persónulega finnst mér af þeim þremur fyrsta myndin eftirminnilegust og skemmtilegust, en þó eru ekki allir á sama máli þar. En þriðju myndina hans voru þó fáir sáttir með, að mér meðaltöldum. En núna, árið 2012, birtist Köngulóarmaðurinn aftur á kvikmyndaskjánum og gefur frá sér miklu betri upplifun en nokkur önnur Spider-Man mynd.

Myndin er líkari teiknimyndasögunum en þær fyrri og gefur það sögunni meiri ferskleika að mínu mati. Kvikmyndin inniheldur mikið af gríni eins og mátti búast við og svo er frábær þrívíddar-notkun og er nóg af atriðum til að draga það fram. Tónlistin er góð en ekkert eftirminnileg og blandast ekkert allt of vel í sum atriði. Kvikmyndin er yfir tvo tíma en líður fljótt af vegna þess að hún grípur alla athygli hjá áhorfendum.

Stan Lee birtist enn og aftur í gestahlutverki og er þetta kannski það besta sem ég hef séð af honum. Hann kemur þó nokkuð seint fram.

Mér fannst Toby Maguire aldrei vera sá besti í hlutverki Peters. Hann náði ekki að leika unglinginn nógu vel. Andrew Garfield, aftur á móti, nær hlutverkinu glæsilega.

Rhys Ifans leikur Eðluna frábærlega. Maður vorkennir persónu hans í byrjun en með tímanum sér maður hvað persónan er biluð í raun og þá er hún mjög drungaleg eða réttara sagt ógnvekjandi (það er nú langt síðan sem vondi kallinn hefur haft þannig áhrif á mig).

Emma Stone er Gwen Stacy, dóttir lögregluforingjans og kærasta Peters. Samband þeirra er vel sett fram og er miklu áhrifameira heldur en samband Peters við Mary Jane.

Martin Sheen tekur hlutverk Bens frænda. Persónan er meira sannfærandi í þessari mynd heldur en í þeirri fyrri og hefur maður meiri meðaumkun með honum og Peter þegar hann lætur lífið. En mér fannst nú dauði hans vera betur sett fram, úlitslega séð, í myndinni frá 2002.

Ég fór út úr kvikmyndasalnum mjög sáttur. Ég vildi óska þess að hún hefði verið lengri. Hér er á ferðinni frábær kvikmynd sem toppar þær fyrri að miklu leyti.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ný byrjun sem heldur anda fyrri mynda!
Jack Sparrow skipstjóri er mættur aftur í enn eitt ævintýrið, nú í leit að hinum fræga Æskubrunni og þarf að mæta hinum ógnvæginlega og fræga skipstjóra, Svartskeggi.

Eftir að At World's End skildi áhorfendur eftir með hugmyndina um Æskubrunninn í lausu lofti að þá var ég alltaf að vonast eftir framhaldi, þó að ég efaðist um að ég myndi nokkurn tímann sjá það líta dagsins ljós. Sem betur fer var ákveðið að láta það rætast fyrst að Jerry Bruckheimer og allt kvikmyndagerðarfólkið hefur svo gaman að gera þessar myndir. Johnny Depp gerir þetta fyrir krakka sína sem skemmta sér konunglega yfir þessum myndum, og svo dýrkar Depp náttúrulega Jack Sparrow-persónuna. Og svo fær Disney sinn skammt af seðlum og aðdáendur fá nýtt ævintýri með skipstjóranum.

Myndin er lauslega byggð eftir bókinni On Stranger Tides (mæli með henni) eftir Tim Powers.
Þeir sem hafa lesið bókina ættu eflaust að sjá hvað var notað í myndinni og gætu jafnvel
haft meira gaman af henni fyrir það.

Rob Marshall tekur við Gore Verbinski og er myndin auðvitað þá öðruvísi í útliti en hún nær samt sem áður að halda anda fyrri mynda. Rob Marshall stóð sig vel að mínu mati við að gerð On Stranger Tides, þótt að hann hafði engann bakgrunn í gerð action-kvikmynda. Ég er sérstaklega hrifinn af lýsingunni sem hann býður með myndinni. Hver einasti rammi er eins og málverk.

Hinn frægi sjóræningi, Edward Teach eða Svartskeggur, er leikinn af leikaranum Ian McShane, sem hefur verið mikið meira í sjónvarpsþáttum heldur en kvikmyndum. En þó náði hann að vera sannfærandi sem sjóræninginn sem vann sér til frægðar að ógna og hræða fólk og er persóna hans eiginlega mjög mikið eins og Svartskeggur var í alvöru. Penélope Cruz leikur Angelicu sem virðist þekkja Jack Sparrow skipstjóra og að mínu mati fannst mér hún standa sig vel og vinna hún og Johnny Depp mjög vel saman. Geoffrey Rush snýr aftur sem Hector Barbossa og svoleiðis stelur athyglinni enda er hans hlutverk í sögunni mikilvægt.

Pirates of the Caribbean myndirnar haft alltaf boðið upp á eitthvað nýtt og hér fáum við uppvakninga og hafmeyjur (Disney...). Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum uppvakninga (nei, sjóræningjar undir álögum eru ekki uppvakningar) og eru þeir ekki þessir dæmigerðu zombies sem við vanalegum sjáum. Uppvakningar eiga rætur sína að rekja í Voodoo-sögum og blandast þeir því ágætlega í söguna. Hafmeyjurnar í þessari mynd haga sér eins og hafmeyjur eiga að hegða sér, (í þetta skipti er Disney með alvöru hafmeyjur) fyrir utan kannski eina hafmeyju sem er leikin af Astrid Bergés Frisbey. Myndin leggur mikla áherslu á trúarbrögð þar sem Sam Claflin leikur trúboða að nafni Philip (Sam Claflin hefur einnig leikið mikið í sjónvarpsþáttum...). Astrid Bergés Frisbey og Sam Claflin eru bæði töluvert ný í kvikmynda-bransanum og eru ekki með mikinn skjátíma og því er ég ekki mikið að kvarta út af þeim.

Það sem mér fannst vanta í þessari mynd er meiri "tími". Það var nefnilega klippt mikið úr myndinni svo að ákveðinn hópur af áhorfendunum sem gátu ekki haldið sig við efnið í Dead Man's Chest og At World's End, myndu geta veitt meiri athygli. En þessi tími sem við fáum er allt of stuttur og því geta áhorfendur ekki þótt vænt um allar nýju persónurnar sem boðið er upp á. Sem betur fer er alveg öruggt að við fáum nýja mynd (það eru vísbendingar í myndinni um framhald) til að geta metið nýju persónurnar betur.

Niðurstaða mín: Skemmtilegt ævintýri sem gefur ferska nýja byrjun en heldur sig við anda fyrri mynda en hefði þurft meiri tíma. 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: At Worlds End
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er góð mynd og ég var ekki fyrir vonbrigðum þegar ég sá hana. Allavegna ég veit vel að sumir vona að það verði númer 4 en það verður ekki (alla vegna mjög mjög ólíklegt). Út afþví að leikstjórinn sagði að hann ætlaði ekki gera númer 4, Það var sagt að þetta væri loka myndin og þeir voru með engar fleiri hugmyndir um óvini.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Potc eru geðveikar myndir!
Pirates of the Caribbbean myndirnar eru svo skemmtilegar að ég verð ekki leiður á að horfa á þær. Potc (Pirates of the Caribbean) DMC (Dead Man's Chest) er hrikalega góð mynd. Bestu leikararnir sem mér finnst vera í þessari mynd eru: Bill Nighty og Johnny Depp. Bill Nighty stendur sig ógeðslega vel að leika Captain Davy Jones.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er sjúkur í potc (Pirates of the Caribbean) myndirnar! Mér finnst þær allrar góðar en Pirates of the Caribbean and the Curse of the Black Pearl er með gömlu sjóræningja hefðirnar eins og: Labba á plankann. Annars eru þær allar frábærar!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei