Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Avatar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Visual-Mind-Fuck!
Hmmmm Avatar...Vá Avatar...nei ég meina Avatar VÁÁÁÁÁÁÁÁ! Avatar er...hún bara er. Það er erfitt að lýsa hvað Avatar er , en þau þrú orð sem lýsa henni best er (á góðri og slæmru ensku): Visual Mind Fuck!

Cameron færir okkur eina af bestu ræmum sem ég hef séð í ár. Afþreying-Saga-Brellur- og við skulum bara segja að plánetan Pandora sé einn risa-RISA-stór nóa-konfekt moli fyrir augað.
Þegar ég fór á Avatar var ég ekki að búast við neitt svakalega miklu, ég var ekki búin að sjá neitt nema teaser trailerinn, vissi nánast ekkert um hvað hún var eða hver lék í henni, svona fyrir utan Weaver og Worthington, hunk-ið úr Terminator 4. Vissi bara að hún var búin að fá allsvakalega dóma, sem gerði mig pínu spennta. Aldrei hef ég séð 3D virka jafn vel í mynd og hún virkar í Avatar. Tæknibrellurnar eru það besta sem ég hef séð, og þar sem þær eru ekki jafn fullkomnar og raunveruleikin sjálfur skiptir það voða litlu máli því maður er algjörlega búin að lifa sig inn í þann heim sem Pandora er. Það er alveg greinilegt að Cameron og visual-effects teymið kunna að nota liti, litlirnar standa upp úr, þeir popp út af skjánum (sérstaklega í 3D). Pandora er ein stór litavíma. Og ábyggilega eitt af því fallegasta sem ég hef séð í bíó. Ég er ekki frá því að ég hafi séð Starry Night eftir Van Gogh í skýjunum á einhverjum tímapunkti í myndinni.

Kvikmyndin er auðvitað ekki gallalaus, eiginlega langt frá því. Það vantar karaktersköpun/þróun fyrir meirihluta karakterana. Þrátt fyrir að vera heldur frumleg á mörgum köflum, er söguþráðurinn voða klisjukenndur og týpískur. James Cameron nær samt heldur betur að fela það, því gallarnir slæduðu rólega framhjá mér. Hugsanlega er það flæðið á myndinni sem bætir það upp því aldrei fann ég fyrir því að myndin væri 160 mínútur (ég var frekar svekt þegar hún var búin), eða einfaldlega þeir karakterar sem fá að njóta sín - fá-að-njóta-sín. Sam Worthington hefur klárlega eitthvað í sér, þrátt fyrir að hafa verið í tyggjó-klessuni sem á víst að kallast Terminator: Salvation. Þótt hann hafi verið það besta við Terminator 4 (að mínu mati, ásamt Anton Yelnich) þá er hann mun betir í Avatar og fær svo innilega að njóta sín þar, bæði sem Jake Sully: fyrrum marinee sem er fastur í hjólastór og Jakesully (ímyndið ykkur sem-franskan hreim þegar þið berið þetta fram): Blái avatarinn sem kann sko að fljúga. Siguorney Weaver er einnig mjög góð og karakterinn hennar fær svo sannarlega 180 gráðu karakterþróun. Zoe Saldana er á uppleið og þrátt fyrir að vera nakta blá geimveran Neytiri alla myndina er hún bara helvíti góð og heillaði mig alveg upp úr skónum. Givano Ribsi á einnig skilið hrós, skíthællin sem hann var hefði nú samt mátt láta sjá sig aðeins oftar í myndinni. Stephen Lang á einnig skilið hrós, virkilega langaði mig til að taka hann úr hálslið.

Avatar er ein af þessum myndum sem er sönn Epísk kvikmynd. Hún dregur mann svo inn í framtíðar heim sinn að maður verður partur af henni. Fyrstu 90 mínuturnar af Avatar er hún hálfvegis að monta sig af tæknibrellum sínum og því sem hún hefur skapað, og má það svo sannarlega. Þegar fer að draga í lokin, sennilega sirka síðustu 50 eða 40 mínútur myndarinna byrjar það epíska, einn glæsilegasti bardagi sem ég hef séð í langan tíma. Gæsahúðin rís og fer ekki niður fyrr en að minnstakosti klukkutíma eftir að myndin er búin. Ég labbaði út úr bíósalnum í sannarlegri kvikmynda-vímu, hugsanlega með votti af litavímu og visualhigh.

Avatar er upplifun. Avatar er afþreying. Avatar er fyrir alla, bæði konur og karla. Kralmennirnir geta beðið spenntir eftir bardagasenum og nöktum bláum geimverum á meðan konurnar geta sogið í sig ástarsamband myndarinnar og Sam Worthington aka. Mr. Sjarmör. Avatar er án efa stórmynd 2009. Það ætti enginn af missa af henni í bíó (Must see 3D!), því ef það er einhver mynd sem er skilda að sjá í bíó þá er það þessi (bannað að bíða eftir DVD)!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Half-Blood Prince
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
David Yates the HP Savior.
ATH! Það eru spoilerar í þessari grein fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina eða séð myndina.

Harry Potter er partur af æsku minni, og stór partur, það mætti segja að ég sé ein af þessum virkilega strangtrúðu lesendum Harry Potters. Kvikmyndirnar voru/eru ekki hátt settar hjá mér, en eftir Order of the pheonix hef ég mun meiri trú á framtíð Harry Potters en ég hafði, því númer 5 var hreint út sagt stórkostleg, ekki bara sem “adaption” af bókinni heldur einnig sem kvikmynd ein og sér. David Yates, í öðrum orðum, er bjargvættur Harry Potter kvikmyndanna í mínum augum (Ímyndið ykkur hann nú í sokkabuxum með skikkju aftan á bakinu með letrinu “HP Savior”).

David Yates hefur blásið nýju lífi í Harry Potter seríuna, gefið henni stíl og ýtt hæfileika úr leikurum sem aðrir leikstjórar hafa því miður mistekist í. HBP er mun raunverulegri en hinar hafa verið, það er að segja hún er ekki eins “magical”, sem er alls ekki slæmt, frekar þjónar það söguþræði myndarinnar og gefur karakterunum meira pláss fyrir þróun. HBP er rosalega drungaleg þrátt fyrir húmor og rómantík. Yates sýnir í þessari mynd að hann hefur auga fyrir húmor því að grínið er einlægt og effortless en ekki þvingað.
Það sem heillaði mig hvað mest við fimmtu myndina var útlit og töfrar aka. special effects. Það heldur auvðitað áfram í Half-blood Prince og er það alveg jafn stórkostlegt hvernig litlir töfrar eins og Lumos líta stórkostlega út á hvíta tjaldinu, einnig hvernig Death Eaters ferðast um og apparation upplifun Harry’s koma fáránlega vel út á skjánum. Útlit myndarinnar í heild er, svo ég noti nú orðið stórkostlegt enn of aftur, stórkostlegt og kvikmynda upptakan (cinematography á ensku) hreint út sagt falleg, ég held að það sé rétta orðið til að nota hér.

Emma Watson kom rosalega á óvart, hún var mun raunverulegri sem Hermione í þessari mynd en hún hefur verið í fyrri myndun, þar sem að mínu mati hún var oft mjög ýkt. Rupert Grint hefur staðið sig best af tríóinu hingað til. Daniel Radcliffe stóð sig stórkostlega í Order of Pheanix, eða mun mun betur en einhvertíman væri hægt að búast við af honum, þannig auvðitað bjóst ég við sama performance af honum í HBP, jafnvel betra.... ég verð að segja að ég fékk ósk mína ekki uppfyllta, Radcliffe var jú mun betri en í 1,2,3og4 og á pörtum var hann alveg stórkostlegur (Felix Felicis senan er alveg yndisleg) en á pörtum þar sem þörf var á sterkri framistöðu, þá sérstaklega í atriðum á milli Harry og Dumbeldore, stóðst hann ekki væntingar. Sem hræðir mig hvað mest að því leiti (sem hardcore aðdáandi bókanna) að hann eigi engan veginn eftir að standast undir væntingar í Deathly Hallows.Tom Felton kom skemmtilega á óvart og Helen McCroy sem leikur móðir hans var unaðsleg og stal allri athygli frá Helenu Boham Carter sem (of)leikur systir hennar Bellatrix Lestrange. Ég vil líka nefna Freddie Storma sem lék Cormac McLaggen var hreint út sagt frábær sem einn mest pirrandi karakter Harry Potter heimsins (Cormic McLaggen að “reyna við” Hermione, priceless!) og svo Jessie Cave sem fékk það skemmtilega hlutverk að leika kærustu “Won-Won’s”.

Eitt af því besta við HBP er hversu vel handritshöfundurinn nær að taka sjöttu bókina, sem er ekki beint skrifuð með það í huga “Ohh Yes! This will make the best movie adaption ever!” Bókin er 607 bls. og inniheldur heiftarlega mikið af upplisýngum og sögu, sem er að mestu leiti aðeins uppbygging fyrir sjöundu og síðustu bókina. Það er alveg fáránlegt (afsakið orðabragð) hversu vel Steve Kloves tekst að fara með söguna og upplýsingar bókarinnar í handritinu, persónulega var ég aldrei að búast við þessu af honum miðað við fyrri myndir (þá sérstaklega þriðju). En auðvitað situr einhver pirringur eftir í manni og er það að mestu leiti litlir hlutir, og sem strangtrúaður lesandi Harry Potter, finnst skipta máli þegar kemur að síðstu bókinni eða kvikmynda pörtunum tvemur. Er þá helst að nefna, apparation lessons sem er sleppt, mikil notkun non-verbal spells nemenda (sem er samt vel hægt að horfa framhjá) og traust Dumbeldores á Harry sem skilar sér ekki alveg í HPB, eða að Dumbeldore hafi skilið Harry eftir með mission sem hann einn, ásamt Hermione og Ron, þarf að klára.

Ég ætla ekki að fara mótmæla húmor og unglinga drama myndarinnar, því það er að það sem gerir myndina svo einstaklega skemmtilega (og bókina). En (stórt en) það hefði mátt gera aðeins meira pláss fyrir Horcruxes, Dumbeldore og Harry. Því mikið af þeim atriðum sem komu að Voldemort voru oggu-ponsu flýtt, þá sérstaklega í endann þegar Dumbeldore og Harry sjá síðustu minninguna.

Sem strangtrúaður lesandi Harry Potter seríunnar er ég sátt með Half-blood Prince. En sem mikill kvikmynda áhugamaður fannst mér hún stórkostleg (síðasta sinn sem ég nota þetta orð, lofa!) og frábær skemmtun. í heild er kvikmyndinn frábær, útlit, brellur, leikur og húmor. Aðdáendur þurfa að hafa litlar áhyggjur af þessari og ég held að Deathly Hallows part 1&2 séu í góðum höndum David Yates, og get ég ekki annað en beðið spennt eftir að sjá loka kaflan á stóru hvítu tjaldi.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Star Trek er töff.

Í fyrsta sinn á ævi minni horfi ég á Star Trek, eða réttara sagt í fyrsta sinn sem ég horfi viljug á Star Trek og verð ég að viðurkenna að útkoman var ekki sú sem ég bjóst við. Þótt ég hafi aldrei horft á Star Trek (viljug) er ekki þar með sagt að ég viti ekkert um Star Trek. Nú þetta gerist í geimnun, William Shatner lék í upprunalegu þáttunum og það er eitthvað V tákn sem maður gerir með fingrunum sem tengist Star Trek (sem eftir margar misheppnaðar tilraunir ég get ekki gert). Þannig ég skrifa þessa gagnrýni hlutlaus gagnvart þáttunum einblíni algjörlega að kvikmyndinni.

Ég ákvað að gefa Star Trek sjéns því, jú ég hef gaman að Sci-Fi myndum og ég veit að J.J. Abrams hefur ýmislegt að fela upp í ermum sínum. Leikara hópurinn er alveg fáránlega góður og er vel hægt að segja að Star Trek sé risa stór pottur af gæða leikurum sem berjast um að fá að sína hvað í þeim býr. Það skemmtilega við þennan hóp leikara er að þetta eru flest leikarar á fljótri uppleið en eru ekki alveg komin þangað, maður þekkir andlitin en kannski ekki nafnið. Þá aðalega Zachary Quinto (Heroes), Simon Pegg (Hot Fuzz), Anton Yelchin (Charlie Bartlett), Karl Urban (Lord of the rings), Crish Pine (Just my luck) bara svona til að nefna nokkur nöfn. Það er alveg gífurlega góð karakter uppbygging í myndinni miðað við magn og þá má aðalega nefna Kirk (Chris Pine) og Spock (Zachary Quinto). Chris Pine sem James Kirk er skemmtileg blanda af karlrembu og hetju. Chris Pine ER James Kirk (ímyndið ykkur að ég hafi sagt þetta með mikla áheyrslu á Er-ið). Einnig er skemmtilegt að minnast á Anton Yelchin bara fyrir að hafa einn besta og skemmtilegasta rússneska hreim sem ég hef heyrt. Zachary Quinto og Leonard Nimoy mætast í þessari mynd sem ein og sama persóna, nema bara einn er aðeins yngri en hinn... og stærri, líka með allt annan augnsvip og nefið er ekki alveg jafn stórt og á þeim eldri. En það er sosem hægt að líta framhjá því, í þágu þess að Leonard Nimoy er jú, hinn upprunalegi Spock. Karl Urban (Leonard McCoy), Chris Hemworth (pabbi Kirk), Anton Yelchin (Chekov), Simon Pegg (Scotty) standa upp úr af aukaleikurunum.

Karakter uppbygging er það sterkasta við myndina. Star Trek er hröð og notar tveggja klukkutíma lengd sína mjög vel . Myndin fylgir rosalega hefbundari formúlu, sem er í raun ekki slæmt, en það er alltaf gaman að breyta til. Hún á samt nokkur “over the top” móment, og toppar endirinn það algjörlega. Byrjunar atriðið stendur upp úr að mínu mati, það virkar sem hálfgerð “forsaga”, (veit ekki alveg hvort þetta sé rétta orðið en ég nota það samt) og virkar alveg rosalega vel, bæði kemur það manni beint af efninu og gefur myndinni ákveðna tilfinningu.

Útlit myndarinnar er rosalega flott, sérstaklega má nefna “framtíðar” San Fransisco, Vulcan og að sjálfsögðu geimskipið Enterprise. Tæknibrellurnar voru mjög góðar, nema á nokkrum stöðum, voða minniháttar,svosem ekki eitthvað til að kvarta yfir. Það sem gefur það að þetta sé J.J. Abrams mynd er myndartakan, sem er flott og það skemmtilegur stíll í henni. Eeeeen...og stórt En... ég er ekki mikið fyrir shaky cameru og mér fannst hún stundum vera notuð aðeins of mikið á köflum þar sem stöðug camera hefði virkað svo mikið betur, sérstaklega í kvikmynd eins og Star Trek, en shaky er eitthvað sem J.J. Abrams virðist notast mikið við.


Ég vonast innileg að sjá framhald af þessari mynd, og ekki er ég mikið fyrir að framhalds myndir séu gerðar en Star Trek bíður upp á marga möguleika, sérstaklega eftir góða og mikla karakter uppbyggingu og kynningu í þessari Star Trek mynd.
Að lokum verð ég að gefa J.J. Abrams mikið hrós fyrir að reboot-a Star Trek, og gerir það með ferskleikan í hámarki. Star Trek er ekki bara fáránlega góð afþreying sem fólk ætti hiklaust að sjá (nafnið bítur ekki fólk!), heldur er þetta top mynd og besta “geimskipa” mynd sem ég hef séð síðan Joss Whedon gerði Serenity, skemmtileg tilviljun, sem er einnig byggð á sjónvarpsþáttum. Og ef stelpur eru í einhverjum efa um að sjá hana getið þið alltaf sagt “Æjj þússt Chris Pine er bara svo fokking heitur!”.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Star Trek = Töff!
 

Í fyrsta sinn á ævi minni horfi ég á Star Trek, eða réttara sagt í fyrsta sinn sem ég horfi viljug á Star Trek og verð ég að viðurkenna að útkoman var ekki sú sem ég bjóst við. Þótt ég hafi aldrei horft á Star Trek (viljug) er ekki þar með sagt að ég viti ekkert um Star Trek. Nú þetta gerist í geimnun, William Shatner lék í upprunalegu þáttunum og það er eitthvað V tákn sem maður gerir með fingrunum sem tengist Star Trek (sem eftir margar misheppnaðar tilraunir ég get ekki gert). Þannig ég skrifa þessa gagnrýni hlutlaus gagnvart þáttunum og einblíni algjörlega að kvikmyndinni.

 

 Ég ákvað að gefa Star Trek sjéns því, jú ég hef gaman að Sci-Fi myndum og ég veit að J.J. Abrams hefur ýmislegt að fela upp í ermum sínum. Leikara hópurinn er alveg fáránlega góður og er vel hægt að segja að Star Trek sé risa stór pottur af gæða leikurum sem berjast um að fá að sína hvað í þeim býr. Það skemmtilega við þennan hóp leikara er að þetta eru flest leikarar á fljótri uppleið en eru ekki alveg komin þangað, maður þekkir andlitin en kannski ekki nafnið. Þá aðalega Zachary Quinto (Heroes), Simon Pegg (Hot Fuzz), Anton Yelchin (Charlie Bartlett), Karl Urban (Lord of the rings), Crish Pine (Just my luck) bara svona til að nefna nokkur nöfn. Það er alveg gífurlega góð karakter uppbygging í myndinni miðað við magn og þá má aðalega nefna Kirk (Chris Pine) og Spock (Zachary Quinto). Chris Pine sem James Kirk er skemmtileg blanda af karlrembu og hetju, (ímyndið ykkur þetta sagt með mikilli áheyrslu á er-ið) Chris Pine ER James T. Kirk. Einnig er skemmtilegt að minnast á Anton Yelchin bara fyrir að hafa einn besta og skemmtilegasta rússneska hreim sem ég hef heyrt. Zachary Quinto og Leonard Nimeroy mætast í þessari mynd sem ein og sama persóna, nema bara einn er aðeins yngri en hinn... og stærri, líka með allt annan augnsvip og nefið er ekki alveg jafn stórt og á þeim eldri. En það er sosem hægt að líta framhjá því, í þágu þess að Leonard Nimeroy er jú, hinn upprunalegi Spock.  Karl Urban (Leonard McCoy), Chris Hemworth (pabbi Kirk), Anton Yelchin (Chekov), Simon Pegg (Scotty) standa upp úr af aukaleikurunum.  

 

Karakter uppbygging er það sterkasta við myndina. Star Trek er hröð og notar tveggja klukkutíma lengd sína mjög vel. Myndin fylgir rosalega hefbundari formúlu, sem er í raun ekki slæmt, en það er alltaf gaman að breyta til. Hún á samt nokkur “over the top cheesy”  móment, og toppar endirinn það algjörlega. Byrjunar atriðið stendur upp úr að mínu mati, það virkar sem hálfgerð “forsaga”, (veit ekki alveg hvort þetta sé rétta orðið en ég nota það samt) og virkar alveg rosalega vel, bæði kemur það manni beint að efninu og gefur myndinni ákveðna tilfinningu.

 

Útlit myndarinnar er rosalega flott, sérstaklega má nefna “framtíðar” San Fransisco, Vulcan og að sjálfsögðu geimskipið Enterprise.  Tæknibrellurnar voru mjög góðar, nema á nokkrum stöðum, voða minniháttar,og kannski ekki eitthvað til að kvarta yfir. Það sem gefur það að þetta sé J.J. Abrams mynd er myndartakan, sem er flott og það skemmtilegur stíll í henni. Eeeeen...og stórt En... ég er ekki mikið fyrir shaky cameru og mér fannst hún stundum vera notuð aðeins of mikið á köflum þar sem stöðug camera hefði virkað svo mikið betur, sérstaklega í kvikmynd eins og Star Trek, en shaky er eitthvað sem J.J. Abrams virðist notast mikið við.

 
Ég vonast innileg að sjá framhald af þessari mynd, og ekki er ég mikið fyrir að framhalds myndir séu gerðar en Star Trek bíður upp á marga möguleika, sérstaklega eftir góða og mikla karakter uppbyggingu og kynningu í þessari Star Trek mynd. Og svo er spurning hvort það sé von á Star Trek æði sem fylgir myndinni, eða ætli Trek sé enn aðeins of lúðalegt, fyrirgefið orðbragð.
Að lokum verð ég að gefa J.J. Abrams mikið hrós fyrir að reboot-a Star Trek, og gera það með ferskleikan í hámarki. Star Trek er ekki bara fáránlega góð afþreying sem fólk ætti hiklaust að sjá (nafnið bítur ekki fólk!), heldur er þetta top mynd og besta “geimskipa” mynd sem ég hef séð síðan Joss Whedon gerði Serenity, skemmtileg tilviljun, sem er einnig byggð á sjónvarpsþáttum. Og ef stelpur eru í einhverjum efa um að sjá hana getið þið alltaf sagt “Æjj þússt Chris Pine er bara svo fokking heitur!”.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Book VS. Movie

Ath. að umfjöllunin hér fyrir neðan gæti eyðilagt þriðju bókina og þriðju myndina fyrir þá sem hafa ekki lesið eða horft! Hún er einnig skrifuð meira frá viðhorfi bókana frekar en kvikmyndalega séð.

Nýlega las ég þriðju Harry Potter bókina í, ég veit ekki hvaða ksipti, og þá fékk ég þá hugdettu að gefa þriðju myndnni þriðja sjéns. Ég segjir þriðja sjéns því að við fyrsta og annað áhorf er ekki hægt að segja að ég hafi elskað myndina, meira í áttina að fyrirlíta hana og í hvert sinn sem ég hugsaði um hana þá langi mig til að öskra af pirringi.

Svo ég labba niður á vidjó leigu og leigi myndina.

Svo byrjaði ég að horfa á hana og ég hugsaði með sjálfri mér "Afhverju hata ég hana svona mikið?" Hún var fyndinn, flott, myndatakan alveg ótrúleg og leikurinn ekki slæmur miðað við fyrri tvær, í númer fimm er leikurinn hinsvegar Superb og ég virkilega trúi því að Daniel Radcliff eigi góðan leiklistar feril framundann.

En þá kom það, því lengra sem dró á myndina því meira fór hún í mig. Ég man hversu ógeðslega mikið mig hlakkaði til að sjá atriði á milli Siriusar, Lupins og Harrys í lok myndarinnar og ég man fyrir hversu ótrúlegu miklum vonbrigðum ég varð þegar ég sá atriðið og þar með hataði myndina.

Og nú ætla ég að koma með þá hluti sem fóru í taugarnar á mér við myndina:

- Öll tilgangslausu atriðinn sem voru t.d. Bækur að ráðast á fólk, draugar að fara í gegnum veggi, börn að borða nammi, mynd af trjám.

- Atrðiðin milli Harrys og Lupins fóru pínu í taugarnar á mér, afhverju voru þeir labbandi út um allt, kennari og nemandi. Þegar þeir ættu að vera inn í kastala inn á skrifstofu. Plús samtöl þeirra hefðu getað verið stytt helvíti mikið.

-Einn galli sem ég tók einnig við þessa mynd var að í staðinn fyrir að sleppa hlutum, sem reyndar myndin gerði heilan helling af, var að bæta einhverju inn í hana sem hefði algjörlega getað verið sleppt við að bæta og tók í raunninni bara dýrmætan tíma af atriðum sem hefðu átt að vera í myndinni.

- Svo eru það náttúrulega atriðunum sem var sleppt sem hefðu átt að vera í myndinni:

Þegar Sirisu braust inn í Gryffindor, Ron, Scabbers, hnífur!

Útskýringu afhverju Peter, Sirius voru Animagus-ar!

Hvernig slapp Sirius úr Askaban...hmmmm...það kom aldrei framm.

Rifrildið við Hermionie sem endist út næstum alla bókina...[get nokkurnvegin sætt mig við fjarveru þess úr myndini]

Quidditch vantaði heilan helling í myndina þar sem í raun er það í þriðju bókinni þar sem þessi leikur er mikilvægastur. En ég skil samt afhverju því var sleppt, þótt að þeir hefðu geta troðið því inn hefðu þeir klippt út öll tilgangslausu atriðin.

Afhverju í anskotanum að lengja myndina einnig með því þegar þeim dýrmæta tíma hefði getað verið eytt í eitthvað af þessum atriðum að ofan að Harry sá Peter á kortinu og fór að leita af honum, snape fann hann, Lupin kom, tók kortið og Harry segir honum hvað gerðist. Nú þetta gerðist aldrei í bókinni... Afhverju ekki bara láta þetta gerast eftir Hogsmade ferðina eins og það gerðis í alvörunni og sleppa þar með Harry labbandi um gangana og eitthvað álíka kjaftæði.

- Fjólubláa-rútu-ferðin var allt of löng og hvað var málið með gaurinn með kryppuna, vá hvað hann var tilganglaus og ófyndinn.

- Atriði þar sem Harry Kemst að því að Sirius er guðfaðir hans, það var ótrúlega fáránlegt hvernig var unnið úr því í myndinni, þau hefði geta sleppt grátkasti Harrys eftir það (sem var ekki í bókinni).

Einföld lausn: myndin er lengd heilan helling með tilganglausum atriðum eða atriðum sem hefðu getað verið unnin öðruvísi.

Og svo það sem fór mest í taugarnar á mér af öllu. Lokaatriðið: þar sem öllu var hennt aftast og þjapað saman í eina misheppnaða klessu.

En svo er einnig sú spurning að hverjum skal kenna um galla myndarinnar, Alfonso eða Steven...eða kannski einhverjum öðrum. Ég kýs að kenna leikstjóranum um, honum Alfonso, þótt ég virði hann sem leikstjóra, því vá hvað Harry Potter 3 var ótrúlega flott, vel gerð, og leikara stóðu sig bara mjög vel, svona miðað við þær fyrri, og svo auðvitað gerði hann Children of Men [MUST SEE]. Afhverju kenni ég ekki handritshöfuninum um, því hann skrifaði einnig handritið við allar hinar myndirnar og þær virkuðu alveg vel, handritslega séð.

Kannski var Alfonso ekki nógu mikill Potter aðdáandi, las hann bókina?

En eftir nöldrið sem gæti verið lengra, hver er þá niðurstaða mín eftir þriðju tilraun...tormmusláttur.....

Ég hata hana greinilega ekki jafn mikið og ég héllt að ég gerði, þrátt fyrir stóru STÓRU gallana sem hún hefur, var hún góð afþreying og ótrúlega flott og fyndinn en ég held að ég sé nálægt því að geta tekið hana í sátt...en það er einhver spölur í það.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Twilight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Æjji Kjána Prik....

Eftir að hafa lesði The Twilight Saga frekar nýlega beið ég mjög spennt eftir myndinni. Ég, reyndar var ekki að búast við miklu, eftir mikla reynslu gagnvart Harry Potter myndunum, en það er samt alltaf eitthvað við að sjá ein af uppáhalds bókunum þínum á stóra skjánum. Og alltaf eitthvað við að verða fyrir sömu vonbrigðunum. Eitt orð sem lýsir myndinni fullkomlega: Kjánalegt!

Áður en ég sá myndina var ég mjög ánægð með leikaraval myndarinnar en eftir að hafa séð myndinna verð ég eiginlega að mótmæla. Rob Pattinson er sosem ágætur leikar, meira pretty-boy en leikari þó. Pattinson ætti helst að halda sig við tónlist frekar en leik, því trúið mér en hann er mun betri tónlistar maður en leikari, en hann átti einmitt tvö lög í myndinni. Kristen Bell var aðeins reið of sem Bella og í raun ekki nógu mikill klaufi. Bella og Edward saman voru ágæt, en hægt er að líkja chemestry milli E og B í bókinni og E og B í myndinni svona: Kvikmynd: Æjj en sætur lítill kjánalegur neysti. Bók: Nokkur þúsundir volt á milli tveggja einstaklinga, kannski hætturlegt?... Svo aðeins að vellta sér fyrir hvað fór rangt þar.
Kellen Lutz og Nikki Reed náður bæði karakterum sínum jög vel, Nikki Reed kom mér á óvart og náði Roalie mjög vel sem algjörri tussu. Einnig náði Jackson Rathbone Jasper Hale vel en ég vildi að ég gæti sagt það sama um Ashley Greene sem Alice, hún fór bara hreint út sagt í taugarnar á mér, hún var bara léleg. Og sem aðdáandi bókanna var hún ömurlega Alice. Taylor Lutner náði aðdáun sinni sem Jacob á Bellu einstaklega vel, og hef á tilfinningunni að hann sé góður Jacob, en við komumst af því í næstu mynd þar sem hann er aðahlutverk, nema auðvita að því verði eitthvað breytt. Ég er samt í pínu efa um leikhæfileika hans.

Cathrine Hardwicke átti ekki að leikstýra þessari mynd, Sorry, þetta var bara ekki hennar stíll af mynd. Sumir leikstjórar eru góðir að aðlaga sig að mismunandi gengre rétt eins og sumir leikarar eru góðir karakter leikarar, en Cathrine Hardwicker á að halda sig að sínu gengre...sem eru ekki vampýru myndir!

Smá innskot: Skógaratriðið var hrein disaster. Þetta var nokkrum fallegum og löngum atriðum (köflum) í bókinni sett saman í eitt virkilega mishepnað og biturt atriði.

Það sem fór eflaust mest í taugarnar á mér við myndina hefur ekkert með leikara eða söguþráð að gera, heldur var það myndataka og klipping. Persónulega fannst mér of mikil hreyfing á myndavélinni miðað við gerð myndar, þ.e.a.s. þetta var ævintýra/unglinga mynd ekki The Bourn Idendity. Vanalega hef ég ekkert á móti close-ups, en ég verð að setja út á það í Twilight, það var bara einum og mikið af þeim, og það mætti halda að Ed Wood hefði komið og verið með í anda við upptökur myndarinna miðað við svipina sem karakterarnir voru með í þeim tökum, sérstaklega Edward; Ofur reiður, vandræðalegt og svo kjánalegt. Líka var ég ekki að fíla hvernig myndin var klippt, eða réttara sagt ákveðin atriði voru klippt allt of mikið, veit ekki hvernig ég á að útskýra það, í staðin skal ég koma með dæmi: Bella að “konfronta” Edward á spítalanum eftir bílslysið þar sem þau tala reiðilega við hvort annað, og myndavélin fer frá honum yfir á hana, svo frá henni yfir á hann o.s.f. og þá meina ég “o.s.f.” allt of mikið, þetta atriði hefði virkað mun betur hefði það verið ein taka.

Ég vona hreinlega að fólk sem vill lesa bækurnar hætti ekki við eftir að hafa séð þessa mynd, því myndin er svo röng túlkun á bókinni. Það sem var mest heillandi við bókina var forvitnin á milli Edward og Bellu, og hversu mikið þau þráðu að vita meira um hvort annað og skilja hvort annað, sem leiddi að þessari svokölluðu “Forboðnu ást”. Bókinn er fyrst og fremst um þau og vondu kallarnir bara eitthvað lítið aukaatriði til að byggja upp næstu bækur. Þetta vantaði algjörlega í myndina, já Stewart og Pattinson náðu vel saman, en það vantaði forvitnilega tónin í myndina, það vantaði algjörlega tilfininguna að þau virkilega elskuðu hvort annað meira en allt. Edward og Bella eru nútíma Romeo og Julia, og myndin skilaði sambandi þeirra sem klaufalegu “teen-crush” sambandi. Áhorfendur fá ekki að connecta við þessa tvo karaktera jafn mikið og lesendur bókana fá. Þannig ég hvet alla til að lesa bókina og sjá hverju þeir eru að missa af. Lesa kannski fyrstu þrjár og sleppa svo síðustu.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Brokeback Mountain
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brokeback Mountain er byggð á smásögu eftir rithöfundinn E. Annie Proulx sem einnig skrifaði Skipafréttir eða Shipping News.

Brokeback Mountain fjallar um tvo kúreka sem byrja í sumarvinnu á Brokeback fjalli en þar verða þeir ástfangnir af hvor öðrum. Myndinn gerist yfir 20 ár og er um þessa tvo menn og samband þeirra. Tveir kúrekar sem geta ekki komið út úr skápnum, Jack sem er opnari um það en er enn mjög niðurbældur sem einstaklingur. Svo er Það Ennis sem er innilokaður í sínum eigin tilfiningum og getur ekki hægt að hugsa um það sem faðir hans sýndi honum þegar hann var yngri.

Þessi mynd er stórkostleg, myndatakan er frábær sérstaklega þegar það kemur að landslögum. Einnig er myndin mjög trú bókinni enda er þetta smásaga sem er aðeins eitthvað um 50 bls. og því ekki mikið sem hægt er að sleppa. En hún var allavega mjög vel skrifuð að mínu mati.

Heath Ledger stóð sig mjög vel sem Ennsi Del Mar, maður innilokaður í sínum eigin tilfiningum, og verð ég að segja að með þessu hlutverki var Heath Ledger að sanna sig sem góðan leikara. Jake Gyllenhal verður líka að fá sitt hrós þar sem hann stóð sig einnig mjög vel en hann var löngu búin að sanna sig sem góðan leikara (Donnie Darko). Michelle Williams og Anna Hathaway stóðu sig einnig mjög vel í hlutverkum sínum sem eiginkonur þessara samkynhneigðu kúreka og verð ég að segja hér að mér hafi fundist Michelle aðeins betri þótt að Anna hafi alls ekki verið að standa sig illa.

Ang Lee kemur hér með mjög sterka mynd sem maður hugsar um eftir að hafa gengið út úr kvikmynda húsinu. Hann á skilið allt það hrós sem þessi mynd er að fá.

Ég verð að skjóta hér inn að lokum að þessar nokkru mínútur sem Anna Faris (Scary Movie, The hot chick) var á skjánum voru nokkuð magnaðar og verð ég að hrósa henni fyrir þessar fáu mínútur.

Þetta er án efa ein af betri myndum sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei