Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Yamakasi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrst, frönsk spennumynd. 1/2 stjarna fyrir það strax! Franska er fullkomið tungumál fyrir spennumyndir (Voru það ekki frakkar sem komu fram með myndir á borð við Nikita?). Svo ég skellti mér á þessa mynd, kanski með of stórar væntingar. Ég bjóst við aksjóni frá byrjun en varð fyrir stórum vonbrigðum þegar ég uupgvötaði hvað myndin fjallaði um. Söguþráðurinn er einhverskonar gúddí-fílíng-fjölskyldu-Holívúdd saga sem 6 ára bróður minn hafði getað skrifað (það má taka það framm að höfundur þessarar greinar á engan litlabróður). Hann átti að bræða hjartað okkar... sem gékk ekki alveg (ég grét heldur yfir Clockwork Orange!). Ég get haldið áfram að kvarta undan söguiþráðinum en ég ætla að skrifa doktortsritgerð um það seinna hversu lélegur hann var. Síðan er það þessar blessaðar persónur. Aðalpersónunar eru einhverskonar hetjur úr fátækra hverfi Parísar og áttu að vera í einhverskonar hróa-höttar hlutverki. Þær meika ekki sens og það er ekkert bak við hugsanir og aðgerðir þeirra. Er það bara ég sem skil ekki hversu djúp þessi mynd er, eða ætti Luc Besson bara að halda sig við að leikstjóra myndirr, ekki skrifa þær! Annars var leikstjórnin mjög fín og atriðin almennt mjög fín! Klipping með þeim betri og áhættuatriðin bara ansi flott! Þetta er ágæt skemmtun ef þú hefur ekkert betra að gera við tíman þinn, þá er þetta ágætis afþreying. En ekki búast við neinni snild í þessari mynd sem Luc Besson hefur sett í myndir sínar áður!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei