Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Brotherhood Of The Wolf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brotherhood of the Wolf eða Le Pacte des Loupes, eins og hún heitir á frummálinu er ein af þessum myndum sem kemur þér mjög á óvart. Hún gerist í litlu fjallahéraði í Frakklandi þar sem ófreskja herjar á íbúana. Inní blandast svo ástarsaga þó að hún sé ekki mjög sannfærandi þó hún bæti auðvitað miklu við söguna. Myndin er ótrúlega vel og skemmtileg tekin og stíllinn er mjög skemmtilegur. Hún er mjög raunveruleg og þú veist aldrei hvað á að halda og hverjum er hægt að treysta í henni. Handritið er ágætt og það eina sem hægt væri að finna að henni að hún er helst til löng. En annars er þetta mynd sem er vel þess virði að sjá og enginn gengur vonsvikinn út.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dracula 2001
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd að flestu leyti, svolítið fyrirsjánleg bregðuatriði. Það er kannski orðið erfitt að hafa þau ekki fyrirsjáanleg eftir hryllingsmyndaflóðið þessi síðustu ár. Hugmyndin að baki myndarinnar er frábær og mjög trúverðug (kom mér virkilega á óvart). Hún kemur að mörgu leyti á óvart og og tekst að halda spennunni ágætlega allan tíman. Þó myndin gerist árið 2000 tekst þeim samt vel að halda gamla góða Drakúla-stílnum og er útfærslan á honum mjög skemmtileg. Leikararnir skila sínu ágætlega og tæknibrellurnar mjög flottar án þess að myndin verði gegnsýrð af þeim. Lokaorð? Skemmtileg mynd sem er alveg þess virði að sjá og allir vampýru aðdáendur verða að sjá. Frábær skemmtun og ekki er verra að það tekst að hræða mann pínu pons.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Girlfight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér töluvert á óvart. Hún er mjög raunsæ og leikararnir skila sínu mjög vel. Það að hafa ekki þekkta leikara í henni finnst mér hjálpa til við að gera þessa mynd mjög raunverulega að öllu leyti. Handritið fannst mér vel skrifað og söguþráðurinn skemmtilegur. Í alla staði mjög áhugaverð mynd og áhrifamikil mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miss Congeniality
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg mynd, ágætis afþreying. Þónokkuð fyndinn og það er gaman að sjá Söndru leika svona ókvennlega týpu og henni tekst það þónokkuð vel. Michael Caine er mjög skemmtilegur í hlutverki manns sem þjálfar verðandi fegurðardrottningar og er fenginn til að gera Grace Hart (Sandra Bullock) að gellu. Þetta er algjör stelpumynd en búningsklefa atriðin eru eitthvað sem strákarnir fíla. Handritið er ekkert sérstakt og myndin öll frekar fyrirsjáanleg. Týpísk amerísk formúlumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Quills
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hreint út sagt algjör snilld. Ótrúlega vel leikin og raunveruleg. Handritið vel unnið og persónusköpun með því betra sem ég hef séð. Á fjórar stjörnurnar vel skilið og jafnvel meira. Þessa mynd verða allir kvikmyndaáhugamenn að sjá!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei