Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



House of Flying Daggers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ekki fjögurra stjörnu mynd, hún lítur mjög vel út, myndatakan er mögnuð og það eru virkilega flott bardagaatriði í henni en það vantar eitthvað uppá að hún sé alveg málið..


Tvær fínar en stórlega ofmetnar myndir komu upp í hugann minn þegar ég sá þessa mynd, það eru myndirnar Hero og Crouching Tiger Hidden Dragon.


Hero er gerð af þeim sömu og gerðu þessa og eins og Hero (og Crouching Tiger) finnst mér myndin líða fyrir bardagaatriði sem eru stýrð með vírum, þeas að hetjurnar fljúga um loftin meðan þær skylmast og þessháttar, bæði Crouching Tiger og Hero fóru offari í vírabardögum, það gerir þessi mynd að mér finnst líka.


En sumum finnast svona bungeebardagar málið, fyrir þá er þetta örugglega fjögurra stjörnu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Elektra
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jennifer Garner í rauðu korseletti getur ekki bjargað vondri bíómynd, svo einfalt er það.


Það er ekkert í þessari mynd sem hefur ekki verið gert miklu betur virkilega oft áður.


Stundum eru myndir svo vondar að maður leigir þær aftur seinna vegna þess að maður man ekki eftir að hafa séð þær, svo byrjar myndin og maður segir Æ! Er þetta þessi mynd! Þetta gæti hæglega orðið svoleiðis mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Oldboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hmm, alveg fóru ógeðsatriðin fram hjá mér sko..

Þessi mynd er alveg hreint rosaleg! Ég hef líka séð hinar myndirnar eftir sama leikstjórann (Sympathy for Mr Vengeance, Joint Security Area og stuttmyndina Cut) og þær eru alls ekki slæmar heldur.

Eins og allt gott sem kemur frá Asíu eru kanarnir að endurgera þessa skilst mér, ójæja, ég þarf amk ekki að sjá endurgerðina..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flight of the Phoenix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta var eiginlega algjör ruslmynd, ég var töluvert oft kominn að því að slökkva á spilaranum en ákvað að þrauka, dauðsá svo eftir að hafa eytt tíma í hana þegar myndin loks kláraðist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Casshern
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég horfði á þessa mynd í gær og verð að segja að ég man ekki eftir að hafa séð jafn vel útlítandi mynd, hver einasti rammi er algjörlega úthugsaður og gæti staðið einn sem portrett.

Ég átti reyndar von á að þetta yrði meiri bardagamynd en hún reyndist vera en það kom ekkert að sök.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kung Fu Hustle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er bara frábær mynd, hún er gerð af sama liðinu og gerði Shaolin Soccer (sem var líka frábær) en það er bara töluvert meira lagt í þessa.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei