Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Good Will Hunting
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Good Will Hunting er ein af þessu feel good myndum (svo ég sletti nú aðeins). Hún lætur mann virkilega hugsa um þau atriði í lífinu sem gefa því gildi, og því ættu allir að sjá þessa mynd.

Í stuttu máli fjallar myndin um Will Hunting (Matt Damon)sem er ótrúlega gáfaður ungur drengur en á margt óleyst í sálarlífi sínu, og samskipti hans við sálfræðingin sinn sem Robin Williams leikur og kærustuna sína sem leikin er af Mini Driver.

Allur leikur í myndinni er til fyrirmyndar, og ég hef aldrei séð Robin Williams jafn góðan og í þessari mynd, hann er hreint út sagt frábær, og fékk hann verðskuldað óskarinn fyrir aukahlutverk karla árið 1997.

Matt Damon leikur hinn unga Will Hunting af mikilli prýði, og ná þeir félagar Matt og Robin að skapa virkilega sterkar persónur sem gaman er að fylgjast með.

Mini Driver er fín í sínu hlutverki og Ben Afleck, sem leikur besta vin Will, er alveg þrusugóður í sínu hlutverki og tvímælalaust hans besta frammistaða hingað til á hvíta tjaldinu.

Sérstaklega skal þó minnst á frammistöðu Stellan Skarsgård sem túlkar hinn ringlaða stærðfræðiprófesor af stakri prýði og stígur ekki feilspor alla myndina, sannarlega meistaraleikur.

Sagan sem þeir vinirnir Matt Damon og Ben Afleck skrifuðu er mjög svo áhugaverð og manni er alls ekki sama um persónurnar sem maður er að fylgjast með í myndinni, persónusköpunin er hreint frábær. Þeir vinirnir fengu óskarinn fyrir besta handritið árið 1997.

En gott handrit er ekkert ef það er ekki réttur maður fyrir aftan vélarnar, og það er toppmaður sem leikstýrir þessari mynd. Gus Van Sant sínir hér alla sínu bestu takta, og er það mikið honum að þakka hversu frábærlega til tókst. Tvímælalasut hans besta verk.

Ég mæli með þessari mynd fyrir bókstaflega alla, ég veit ekki um neinn sem mundi ekki hafa gagn og gaman á að sjá þetta meistaraverk. Tvímælalaust fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Transporter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stutt lýsing á The Transporter er þessi: Þetta er slöpp mynd en með nokkrum flottum atriðum.

Jason Statham,sem margir kannsast við sem Turkish úr hinni stórgóðu Snatch, er eini ljósi punkturinn í þessari mynd, og stendur hann upp úr af annars afspyrnu slöppum leikarahóp. Hann er asni svalur og furðulega lunkinn að sparka í menn og málleysingja, og það kæmi mér ekki á óvart að við mundum sjá meira af honum í svona hlutverkum á næstu árum.

Handritið var ábyggilega skrifað á leiðinni í fyrsta tökudaginn, en það er s.s. ekkert óvanalegt með svona hasarmynd.

Það besta við þessa mynd fyrir utan Jason Statham, er að hún er ekkert að taka sig allt of alvarlega. Ég held að allir sem voru að vinna að þessari mynd hafi gert sér fulla grein fyrir að þetta væri algjört bull og hafa því ekki lennt í þeirri gryfju að reyna að gera eitthvert metnaðarfullt verk. Þegar þú hefur svona handrit og svona leikarahóp, þá eru hendurnar á þér nokkurveginn bundnar fastar saman, svo afhverju ekki að reyna að skemmta sér bara við gerð myndarinnar.

Niðurstaðan: Ef þú vilt sjá heilalausa hasarmynd með nóg af spörkum og höggum þá er þessi mynd fín til að slappa af yfir. En ef þú ert að leita af mynd sem lætur þig hugsa, haltu þá áfram að leita.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
8 Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æjji...hvað getur maður sagt um þessa mynd. Sagan er fáránlega ófrumleg og tilgerðarleg...einhverskonar blanda af Crossroads með Britney Spears og Boyz in the hood.

Það kemur kannski ekki á óvar að Eminem skuli róa á örugg mið með því að leika rappara sem elst upp í fátækt, en maður hafði nú vonað að hann skyldi sýna aðeins meiri frumkvæði heldur en Britney Spears eða Mariah Carey í myndavali

En mestu vonbrigðin eru þau að Curtis Hanson skuli leikstýra þessu drasli, þetta er maðurinn sem gerði hinar fantafínu myndir L.A. Confidential og Wonder Boys, sem eru með mínum uppáhald myndum. Þar sá maður frumlega sögu og frábærar persónuskapanir...eitthvað sem stórlega vanntar í 8 mile.

Kannski að maður hefði haft gaman af þessari mynd ef maður væri enn 16 ára, en maður er bara búin að sjá of mikið af svona drasli seinustu ár.

Þessi mynd er ábyggilega fín fyrir Eminem aðdáendur en ég ráðlegg öllum öðrum að sleppa því að sjá þessa mynd, hún er ekki þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Big Lebowski
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Dude, er ein magnaðasta persóna kvikmyndasögunnar, maður sem er ekkert að stressa sig óþörfu..og er ótrúlega svalur.

Ég veit ekki hversu margir hafa fengið sér að smakka White Russian eftir að hafa séð þessa mynd...en þeir eru ófáir.

The Big Leboski er ekkert annað en snilldarverk og tvímælalaust besta mynd þeira Coen bræðra.

Allar persónur í myndinni eru frábærar, og eru þeir John Goodman og Steve Buscemi alveg hreint frábærir í sínum hlutverkum, þótt að Jeff Bridges,standi upp úr sem The Dude.

Sagan er ansi skondin, en ég ættla nú ekkert að fara í hana, læt bara nægja að hún snýst að miklu leiti um gólfmottu og keilu.

Húmorinn í þessari mynd er alveg yndislegur, þetta er ekki ein af þessum gamanmyndum sem snúast um öskur og hamagang.

Þessi mynd er ein af örfáum sem verður bara betri og betri í hvert skipti sem maður horfir á hana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Conan the Destroyer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Conan The Destroyer er framhald hinnar geysigóðu Conan The Barbarian. Aftur fer snillingurinn Arnold Schwarzenegger með aðalhlutverkið, en aukaleikararnir eru ekki jafn góðir og í fyrri myndinni. Þó kom gamli körfuboltakappinn Wilt Chamberlain skemmtilega á óvart.

Sagan er ekki jafn góð og í fyrri myndinni, en samt alveg ágæt, hefur seiðskratta, ófreskjur og fleira sem prýða á ævintýramyndir.

Útlitið er alveg fanntagott og ég er alveg að fíla búningana í myndinni, þeir eru svo flottir og gefa myndinni frekar myrkt útlit. Annars er Arnaldur bara í einhverri skinnbrók og er alltaf ber að ofan, hnykklandi vöðvana, alveg sama hversu kalt á að vera úti.

Þótt að þessi mynd sé ekki jafn góð og fyrirrennari hennar, þá er samt óhætt að mæla með henni fyrir alla þá sem líkar ævintýra og/eða spennumyndir með nóg af slagsmálum og afhausunum, sem og alla Schwarzenegger aðdáendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Conan the Barbarian
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Conan The Barbarian er ásamt Terminator 2 besta mynd Arnold Schwarzeneggers...persónulega fynnst mér Conan betri. Þetta er myndin sem kom Arnaldi á kvikmyndakortið, enda smellpassar hann í hlutverki villimannsins og stríðsmannsins Conan.

Aðrir leikarar standa sig ágætlega líka, sérstaklega James Earl Jones sem aðal vondi gaurinn.

Sagan er alveg ágæt, og allt útlit myndarinnar s.s. búningar er með því svalasta sem maður hefur séð, og tónlistin er alveg frábær.

Svo ef að þú ert að leita að mynd með nóg af hasar, hausum fljúgandi og Schwarzenegger gráan fyrir járnum þá er þetta mynd fyrir þig.

Og ef að þú er Schwarzenegger aðdáandi þá mátt þú alls ekki láta þessa fram hjá þér fara.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei