Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Brick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brick hefst á því að Brendan (Joseph Gordon-Levitt) finnur lík fyrrverandi kærustu sinnar, Emily (Emilie De Ravin) liggjandi í vatninu hjá nokkurskonar skólpræsisgöngum. Við komumst að því að fyrr í vikunni hafði Emily hringt í Brendan og grátbeðið um hjálp hans vegna einhvers sem Brendan skilur ekki, en sambandið rofnar áður en hann fær að vita meira. Eftir þetta er hann staðráðinn í að finna morðingjann og smyglar sér inn í dóphring í skólanum í von um að komast að einhverju fleiru um dauða Emily.

Brick býður uppá æðislega myndatöku, frábæra leikara, mjög góða leikstjórn, góða tónlist, góðan söguþráð, gott handrit... Name it! Þetta er fyrsta mynd leikstórans Rian Johnson í fullri lengd og var sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 2005 (kom ekki hér fyrr en í janúar í ár beint á DVD, skandall...)! Eins og búið er að benda á er myndin nokkurs konar gamaldags “murder mystery”, nema gerist í háskóla meðal unglinga - eina fullorðna persónan í myndinni er skólastjórinn. Ég vil taka það fram að ég gjörsamlega ELSKA persónurnar og leikarana í þessari mynd. Fyrst má nefna Brendan, leikinn af Joseph Gordon-Levitt. Frábær persóna, frábær leikari, ‘nuff said! Emilie De Ravin er víst orðin ein uppáhaldsleikkonan mín í dag, sorglegt hvað hún er illa notuð í öllum hlutverkum sem hún fær. Kemur t.d. í örfáum atriðum í þessari mynd og aðeins einu sem er lengra en mínúta eða svo. Fleiri hlutverk eins og Claire í Lost (kom minnst fram af öllum aðalpersónunum í fyrstu og annarri seríu) og Tess í Roswell, alltaf vannotuð! En hún stóð sig allavega frábærlega í þessu litla hlutverki sem hún er með. Lukas Haas lék mjög skemmtilega persónu, dópkónginn The Pin (kingpin...). Hann stóð sig alveg ágætlega. Síðan eru það fleiri, Noah Fleiss gerði Tugger mjög skemmtilegan, svona dæmigerðan high school dópista og ofbeldissjúkling, Meagan Good var fín í sínu litla hlutverki, Matt O’Leary var skemmtilegur í hlutverki nördans... En ég þoldi þó ekki Noru Zehetner (afsakið beyginguna) :P Óþolandi! En annars, leikararnir voru eitt það besta við myndina. Síðan er það kvikmyndatakann... Annaðhvort áttu eftir að elska hana eða hata hana. Voðalega hrá og gefur myndinni þennan “ferska blæ” eða hvað maður kallar þetta... Í mínu tilfelli; ég elskaði hana... Sérstaklega eitt atriði sem ég elska: Brian J. White stendur á bílastæði og talar við fólk og allt í einu kemur Brendan eins og klipptur inná myndina í loftinu og sparkar hann niður! Rosalega flott! Rian Johnson leikstýrir vel og handrit hans er hreint frábært. Ég elska samtölin í þessari mynd og hún býður uppá nokkra flotta one-linera. Myndin inniheldur einnig frábæra jazz/film-noir tónlist, helling af slagsmálum og nokkuð óvæntan endi (í mínu tilviki a.m.k.). Mæli með að þú kíkir á þessa mynd, besta mynd sem ég hef séð í langan tíma og ég segi nú bara eins og hann Roger Ebert: Ég hlakka til að sjá næstu mynd leikstjórans. Frábær mynd!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Order of the Phoenix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég þarf víst virkilega að endurskoða dóma mína hér á fyrri Harry Potter myndunum. Fyrsta myndin fær ennþá fjórar stjörnur frá mér, trú bókinni, hægt að horfa á hana aftur og aftur og býr yfir einhverjum sérstökum “töfrum”, sem er auðvitað frábært fyrir Potter mynd! Leyniklefinn býr líka yfir þessum töfrum eins og fyrsta myndin, nú þarf ég að hækka dóm minn á henni frá tveim stjörnum í þrjár og hálfa! Báðar myndirnar eftir Chris Columbus eru æðislega breskar og trúar bókunum, fanga andrúmsloft Harry Potter bókanna vel. Síðan er það þriðja myndin sem fékk þrjár stjörnur frá mér fyrr, nú myndi ég lækka einkunnina niður í eina stjörnu. Töfrarnir horfnir, Richard Harris líka ... Eins með fjórðu myndina, nema nú er komin skemmtileg fantasíumynd, lækka einkunnina frá þremur og hálfri niður í tvær og hálfa. En síðan er það Fönixreglan ...


Order of the Pheonix er mun betri en síðustu tvær myndir, nær þessum töfrum fyrstu tveggja aftur! Myndin er aðeins tveir klukkutímar, stysta myndin (eða hvað) en byggð á lengstu bókinni. Efasemdir auðvitað óumflýjanlegar, ég hélt að það stefndi í verstu Potter myndina til þessa. Mér skjátlaðist. OotP nær að koma til skila allri bókinni á þessum 138 mínútum og hún gerir það vel. Það er engu mikilvægu sleppt og manni finnur aldrei fyrir neinum “flýtingi” eða svo. Leikararnir standa sig flestir mjög vel. Daniel er -aðeins- búinn að bæta sig, gerir það með hverri mynd, og Emma og Rupert eru frábær í sínum hlutverkum sem Hermione og Ron. Nýju persónurnar tvær, Imelda Staunton sem Umbitch... Umbridge og Evanna Lynch sem Luna Lovegood eru alvæg frábærar í sínum hlutverkum, sérstaklega Evanna sem er næstum nákvæmlega eins og ég ímyndaði mér Lunu (hún er jafnframt ein uppáhalds persónan mín í bókunum). Síðan eru það auðvitað þessir klassísku, Alan Richman, Gary Oldman, Maggie Smith, Robbie Coltrane, Ralph Finneas... Þau eru ennþá frábær :) Og já, hún Helena Bonham-Carter lék í myndinni, lítið hlutverk en hún var góð.

Allt – er að mínu mati betra núna heldur en í síðustu 2. Leikstjórn David Yates er alveg frábær, frábært að sjá að hann muni líka leikstýra Half Blood Prince. Tónlist Nicholas Hooper er um 10x betri en tónlist Patric Doyle, elska til dæmis stefið þegar Reglan flýgur í gegnum London (jafnframt frábært atriði)! Tölvubrellurnar eru jafnframt til fyrirmyndar. Margt annað sem ég gæti nefnt.

Auðvitað eru líka gallar. Það sem fór mest í taugarnar á mér.. er hversu illa sum atriði úr bókinni eru notuð. Ætti ekki að trufla þá sem ekki hafa lesið bókina, en sem hardcore Potter fan verð ég í fyrsta lagi að setja út á atriðið með verstu minningu Snape! Ég meina það, 10 sekúnda atriði sem var heill kafli í bókinni. Alveg síðan ég las þetta er ég búinn að hlakka til að sjá þetta í myndinni, og svo fáum við þetta óljósa flashback... Og Leyndardómastofnunar atriðið var aðeins of stutt. Persónur illa notaðar, Kreacher, Tonks og fleiri. Jæja, auðvitað er ekki hægt að koma þessu öllu fyrir í tveggja klukkutíma langa mynd!

Allt í allt, frábær mynd og dregur seríuna aðeins upp hjá mér. Vona að síðustu tvær myndirnar heppnist einnig svona vel. Næst er það svo bara að lesa Deathly Hallows eftir viku. Júlí er sannkallaður “Potter-mánuður”!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ice Age: The Meltdown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir vinsældir fyrri myndarinnar “Ice Age” var það auðvitað óhjákvæmilegt að gera “Ice Age 2”. Ég bjóst nú ekki við miklu, en hélt þó í vonina þar sem myndir eins og Shrek 2 og Toy Story 2 höfðu næstum því toppað forvera sína. Ice Age 2 var bara prýðisgóð skemmtun en ekkert meira en það. Teikningarnar voru dálítið lélegri en í fyrri myndinni og söguþráðurinn ekki næstum eins góður. Sumar aukapersónurnar voru leiðinlegar, aðallega þó loðfíllinn sem hélt að hann væri pokarotta... Sá sem hélt myndinni gangandi var Scrat, litli íkorninn sem var alltaf að reyna að bjarga hnetunni sinni. Fólkið í bíósalnum fór meira að segja strax að hlæja þegar hann skaut upp kollinum (það fór reyndar dálítið í taugarnar á mér). Eins og undirtitillinn segir til um fjallar þessi mynd um þegar ísinn bráðnar og það kemur mikið flóð. Öll dýrin eru svo óheppin að búa í “skál” og verða að komast á enda dalsins áður en ísinn brestur, því þar er risastór bátur sem getur víst bjargað þeim öllum. Sid, Manny og Diego ferðast saman þangað og hitta á leiðinni mörg önnur dýr t.d. tvær pokarottur (stálu senunni með Scrat) og loðfíl sem heldur að hann sé pokarotta. Meðan á þessu stendur er íkorninn Scrat ennþá að bisa við að reyna að bjarga hnetunni sinni, ja, og sjálfum sér... Endaatriðið er svo óborganlega fyndið, eitt langfyndnasta atriðið í Ice Age 2. Ray Romano (Raymond úr Everybody loves Raymond) var frábær sem loðfíllinn Manny og Denis Leary ekkert síðri sem Diego. John Leguizamo er fínn sem Sid, en mér líkar ekki alveg röddin sem hann skapar fyrir hann. Ég skil ekki ennþá hvað leikstjórinn og handritshöfundarnir voru að hugsa þegar þeir fengu Queen Latifah til að tala inná Ellie, hún átti stórann hlut í því að gera þessa persónu hundleiðinlega. Ég skil ekki af hverju hún varð svona leiðinleg, hún var frábær í myndum eins og Chicago, en byrjaði svo að verða hörmuleg í Taxi (það var nú reyndar líklega útaf því að Taxi var bara hörmuleg mynd, leikararnir komu því ekkert við). Handritið er götótt og sum atriðin voru bara nákvæmar eftirlíkingar af atriðum í fyrri myndinni, s.s. hrægammaatriðið og klettasylluatriðið. Tónlistin er fín eftir John Powell en þó ekkert meistaraverk. Hann hefur þó gert góða tónlist í t.d. Shrek og The Road to Eldorado. Ice Age 2 er fyrirtaks skemmtun, ekki jafnmikil snilld og sú fyrri en, mikil skemmtun. Sjáið þessa í Páskafríinu þegar þið hafið ekkert annað að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Nightmare Before Christmas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er orðin hálfgerð hefð hjá mér og systkinum mínum að horfa á The Nightmare Before Christmas um jólin, enda er þetta ein besta mynd sem til er, og jafnframt uppáhalds myndin mín (fyrir utan Big Fish og Edward Scissorhands), og uppáhalds Tim Burton myndin mín. Hún er rosalega ólík öðrum jólamyndum, hún er t.d. miklu drungalegri en þessar venjulegu klisjukenndu jólamyndir (enda er hún bæði jólamynd og hrekkjavökumynd). Þetta er fyrri myndin af tveimur stop-motion myndum Burtons (hin er Corpse Bride), þó að Burton leikstýri ekki. Hann á samt mestallan heiðurinn af myndinni, þar sem að hann átti hugmyndina af henni, og framleiddi hana (enda heitir hún fullu nafni “Tim Burton’s The Nightmare Before Christmas”). Þó að Corpse Bride sé mun raunverulegri en þessi, er The Nightmare mun betri en Corpse Bride. Danny Elfman sér svo um tónlistina, eins og í öllum myndum Burtons nem Ed Wood. Lögin í þessari mynd eru jafnframt mun fleiri og betri en lögin í Corpse Bride. tónlistin í þessari mynd er einhver LANGBESTA tónlist sem hann hefur samið, sérstaklega þessir frábæru og drungalegu textar (“This is Halloween, This is Halloween, pumpkins scream till the dead of night”). The Nightmare Before Christmas fjallar um Jack Skellington, kóng Hrekkjavökubæjar, sem er orðinn leiður á endalausri hrekkjavöku. Eftir eina mjög vel heppnaða hrekkjavöku ráfar hann eitthvert útí skóg til að flýja hátíðina, og finnur Jólabæ. Honum finnst jólin svo heillandi að hann ákveður að halda jól í Hrekkjavökubæ í staðinn fyrir hrekkjavöku en það fer algjörlega úrskeiðis... Upprunalega var þetta ljóð sem Tim Burton samdi í anda How the Grinch stole the Christmas eftir Dr Seuss, enda eru þessar tvær sögur mjög líkar fyrir utan að The Nightmare er mun myrkari. Talsetningin í þessari mynd er mjög góð. Chris Sarandon (hver sem það er) talsetur Jack mjög vel, en Danny Elfman (composer) syngur svo fyrir hann. Catherine O’Hara talar svo fyrir Sally, ég veit ekki alveg hvort hún syngur líka. Þetta var í annað skiptið sem hún vann með Burton, en hún lék í Beetlejuice. Glenn Shadix er borgarstjórinn, en hann lék líka í Beetlejuice. Ken Page er vondi kall myndarinnar: Oogie Boogie, og William Hickey er Dr Finkelstein sem er skemmtilegasti karakter myndarinnar. Brúðurnar eru ÓTRÚLEGA flottar, sérstaklega Dr Finkelstein og “The one hiding under your stairs”. Jack er líka mjög flottur, en hausinn á honum sést í tveimur öðrum myndum. Upphaflega var hausinn á honum uppá hringekju á höfðinu á Betel Geuse í Beetlejuice, og sást svo seinna speglast á öngli í byrjun Big Fish. Sviðsmyndirnar eru jafnframt í algjörum Burton-stíl. Halloweentown er mjög myrkur og drungalegur, en þegar komið er inní Christmastown er allt voðalega Happy í ýktum björtum litum. Ég mæli líka mjög mikið með special edition DVD disknum, en hann inniheldur fullt af góðu aukaefni og tvær stuttmyndir, þar á meðal Vincent sem er líka stop-motion mynd og algjör snilld. Sannkallað meistaraverk sem allir ættu að sjá!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beetlejuice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, ég held að ég hafi ekki hætt að hlæja á meðan ég horfði á þessa mynd, hún er SNILLD!!! Ég held að þetta sé líklega ein fyndnasta mynd sem Tim Burton hefur gert, allavega af þeim sem ég hef séð. Hún kom á þeim tíma þegar Burton var uppá sitt besta, og sendi frá sér hvert meistarastykkið á eftir öðru: Beetlejuice (1988), Batman (1989), Edward Scissorhands (1990), Batman Returns (1992) og The Nightmare Before Christmas (1993). Beetlejuice er tvímælalaust ein af þeim bestu. Beelejuice fjallar um hjónin Barböru (Geena Davis) og Adam (Alec Baldwin) sem eiga hálfgert draumahús í litlum bæ í Ameríku. Einn daginn lenda þau í slysi og deyja. Þau ganga síðan aftur í draumahúsinu þeirra og komast ekki út. Einn daginn flytur svo þangað virkilega pirrandi fólk, Charles (Jeffrey Jones) sem vill bara njóta kyrrðarinnar, Delia (Catharine O’Hara) sem er misheppnuð listakona, Lydia (Winona Ryder) sem er “Gothic” dóttir þeirra, og Otho (Glenn Shadix) sem er einhverskonar vinur þeirra. Barbara og Adam reyna svo að hræða þau út, en þegar það gengur ekki leita þau til lífssæringamannsins Beetlejuice (Michael Keaton) til að láta hann hjálpa þeim... Myndin er þess vegna einhverskonar hryllingsmynd, og getur verið mjög creepy á köflunum eins og flestar aðrar Burton myndir. Tæknibrellurnar eru samt svo gamlar að þetta er ekkert hræðilegt, svo þessi mynd getur varla verið hryllingsmynd. Tónlistin eftir Danny Elfman er SNILLD, sérstaklega main titles lagið, það er eitt besta lag sem hann hefur samið. Tónlistin er myrk og skemmtileg, og meira að segja dálítið scary stundum. Ég dýrka þennan mann gjörsamlega, og hann hefur aldrei, ALDREI sent frá sér slaka tónlist. Leikararnir eru jafnframt mjög góðir. Michael Keaton stelur senunni sem hinn snarklikkaði Betelgeuse, mér finnst mjög skrýtið að sjá hann í þessari mynd eftir að ég sá hann í Batman, af því að hann er svo allt öðruvísi í þessari mynd (og leikur líka mun betur). Winona Ryder er frábær sem Lydia, og ég verð að segja að mér finnst líka skrýtið að sjá hana í þessari eftir að ég sá hana í Edda Klippikrumlu. Glenn Shadix er óþolandi sem Otho, ég skildi ekki alveg tilganginn með hans persónu, en allavega þá lék hann illa. Handritið er frábært, fullt af svona.... “catchy” lines eins og í Batman, og alveg rosalega fyndið!!! Að ekki sé minnst á leikstjórn Burtons, sem er auðvitað SNILLD eins og vanalega. Ég mæli mjög mikið með þessari mynd, en alls ekki með DVD disknum, það er ekkert aukaefni á honum og maður þarf að fara í Scene Selection til að byrja myndina. “The Name In Laughter From The Hereafter”.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mars Attacks!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mars Attacks er snilldarmynd frá mínum uppáhalds leikstjóra, Tim Burton, en þó líklega sú slakasta sem hann hefur sent frá sér. Ástæðan er sú að það vantar allt í hana sem einkennir Burton, aðallega allan drungann og allt myrkrið (sem sést í myndum eins og Batman, Beetlejuice, Edward Scissorhands og Sleepy Hollow). Samt er þessi mynd mjög fyndin og skemmtileg, og ágætis afþreying. Myndin skiptist í þrjár sögur. Fyrsta sagan fjallar um forseta Bandaríkjanna og fjölskyldu hans, og samskipti þeirra við marsbúa (sem eins og nafnið gefur til kynna, ráðast á jörðina). Önnur sagan fjallar um strák sem á litla kleinuhringjaverslun og ömmu hans. Þriðja sagan fjallar um eiginkonu spilavítiseigandans Art Land: Börburu Land, “The heavyweight champion of the world”: Byron Williams, mann sem leikinn er af Danny DeVito og sjálfan Tom Jones, sem ákveða að flýja marsbúana. Jack Nicolson er hér í tveimur hlutverkum, hann er sjálfur forsetinn og bissnesmaðurinn Art Land. Mér finnst hann mun betri sem Art Land, en hann er líka ágætur sem forsetinn. Glenn Close er síðan frábær sem forsetafrúin, og restin af leikörunum standa sig mjög vel, og þá sérstaklega Lukas Haas (hver sem það er) sem Rickie. Danny Elfman semur auðvitað tónlistina eins og í flestum myndum Burtons, og er hér með frábæra geimverutónlist, en mér finnst samt main titles lagið líkjast “Making Christmas” laginu í The Nightmare Before Christmas, einum of mikið.

Geimverubrúðurnar eru mjög flottar, en tæknibrellurnar eru lélegar (horfið á fyrsta atriðið í myndinni og takið eftir eldinum). Ég held samt að þær eigi að vera svona þar sem að það er verið að gera grín að öðrum geimverumyndum. Tim Burton leikstýrir svo auðvitað frábærlega að venju. Maður getur hlegið rosalega að þessari mynd, en hún er ekkert meira en skemmtileg kvöldstund, ekki ein af þessum snilldar Tim Burton myndum sem hann er vanur að gera.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Batman er að mínu mati einhver besta ofurhetjumynd sem ég hef séð. Gothamborg (hönnuð af Anton Furst), tónlistin eftir Danny Elfman, snilldarleikur Jack Nicholsons, og síðast en ekki síst leikstjórn Tim Burtons er allt sem þarf til að gera frábæra mynd. Jack Nicholson stendur uppúr leikarahópnum sem Jókerinn og það er eins og hlutverkið hafi verið skrifað fyrir hann. Ég skellti uppúr, í hvert einasta sinn þegar hann skaut upp kollinum, og stal hann algjörlega senunni af Michael Keaton (Batman). Hann var líka mun meira á skjánum heldur en Keaton, og er með mun stærra hlutverk. Michael Keaton er líka mjög góður sem Bruce Wayne, og Kim Basinger fín sem Vicki Vale. Michael Gough er líka frábær sem Alfred, en hann hefur verið í öllum Batman myndunum nema Batman Begins. Myndin fjallar um Jack Napier (sem er leikinn af “Jack” Nicholson), glæpamann sem er plataður til að stela skýrslum í efnaverksmiðjunni Axis vegna þess að hún ógnar mafíunni í Gothamborg. Batman, sem er verndarvættur Gotham, reynir að afstýra ráninu, og endar það þannig að Jack lendir í hættulegu efni. Efnið veldur því að allur litur fer úr andliti hans og taugakerfið eyðileggst, sem veldur óstöðvandi brosi. Jack fer síðan að skemmta sér með því að drepa aðra og taka yfir glæpastarfsemina í Gotham undir nafninu Joker, og Batman þarf að stöðva hann. Einfaldur og skemmtilegur söguþráður. Myndin er mjög myrk og drungaleg, sérstaklega Gothamborg sjálf, og tónlist Danny Elfmans passar mjög vel við drungann í myndinni. Batman theme lagið er eitt besta og drungalegasta theme lag sem hann hefur samið, og ég get ekki lýst því hvað tónlistin í þessari mynd er frábær. Þetta er þriðja mynd Tim Burtons í fullri lengd, en áður en hann gerði þessa var hann búinn að gera Beetlejuice og Pee Wee’s Big Adventure. Þetta er líka í annað sinn sem Burton vinnur með Michael Keaton, en hann lék sjálfan Beetlejuice í Beetlejuice. Tim Burton er einn besti leikstjóri sem til er, og mér finnst þetta vera 4 besta myndin hans. Samt eru margir litlir gallar í henni, aðallega við tæknibrellurnar og sviðsmyndina (enda er myndin frá árinu 1989). Þessi mynd og Batman Returns eru einfaldlega langbestu myndirnar í seríunni, og fær þessi mynd þrjár og hálfa stjörnu!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dukes of Hazzard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Dukes of Hazzard inniheldur ÓTRÚLEGA flottar tæknibrellur, manni líður eins og öll þessi bílaatriði séu algjörlega raunveruleg. Þetta er það eina jákvæða sem ég get sagt um myndina. The Dukes of Hazzard er hryllilega flöt mynd, og inniheldur nánast engan söguþráð. Leikararnir standa sig reyndar flestir vel (Willie Nelson langbestur í litlu hlutverki sem frændi bræðranna Luke og Bo), Johnny Knoxville var mjög góður í sínu hlutverki sem annar bræðranna og Seann William Scott var ágætur í sínu hlutverki. Burt Reynolds var hörmulegur í sínu hlutverki, og stendur sig líklega verst af öllum í myndinni. Jessica Simpson er hér í sínu fyrsta hlutverki, hún er meira að segja í einu aðalhlutverkinu. Ég get hinsvegar ekki dæmt hvort hún leikur vel eða illa, hún fékk ekki að segja það mikið. Það eina sem hún gerði var að ganga um á nærfötunum, og sagði kannski svona 8-10 setningar.

Söguþráðurinn er þunnur, fjallar um Bo Duke og Luke Duke sem eru bræður og búa í Hazzard sýslu. Einn daginn kemur þangað maður að nafni Boss Hogg og hyggst ætla að breyta Hazzard í kolanámu (eða eitthvað þannig). Útúr þessu er spunnin einhver smá söguþráður, þar sem að Duke bræðurnir ákveða (auðvitað) að reyna að bjarga Hazzard sýslu. Þessi söguþráður er leiðinlegur, og mér hálf-leiddist þegar þeir voru ekki að keyra í bílnum sínum: General Lee. Handritið er götótt, plottið lélegt, og brandararnir jafnvel verri en plottið. Hefði myndin ekki verið gamanmynd hefði stjörnugjöfin mín líklega hækkað um eina stjörnu, en brandararnir drógu hana niður. Ég hló aldrei upphátt (eins og ég er vanur að gera á gamanmyndum), í mesti lagi brosti ég aðeins út í annað munnvikið.

Jæja, bílaatriðin voru góð, en annars mæli ég alls ekki með þessari mynd, nema fyrir sanna bílaaðdáendur eða 10 ára og yngri (verst að myndin er bönnuð innan tólf) og gef henni eina stjörnu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Spider-Man er mjög flott ofurhetjumynd sem inniheldur allt sem góð ofurhetjumynd þarf að hafa. Hún inniheldur illmennið, hetjuna (auðvitað), hasarinn, rómantíkina, brellurnar, og söguþráðinn. Það eru til 2 tegundir af Spider-Man sögum, annars vegar The Amazing Spider-Man og hins vegar Ultimate Spider-Man. Munurinn er að í Amazing Spider-Man er það framhaldsskólakennari (eða eitthvað þannig) sem er bitinn af könguló og öðlast ofurhæfileika, en í Ultimate Spider-Man er það nemandi sem er bitinn af könguló og öðlast ofurhæfileika (munurinn er svona 20 ár). Spider-Man bíómyndirnar fara eftir Ultimate Spider-Man. Myndin fjallar semsagt um Peter Parker, sem er bitinn af erfðabreyttri könguló, þegar hann fer í vetfangsferð, og öðlast þar með alla hæfileika köngulóarinnar. Hann getur klifrað upp veggi, sveiflað sér á ofursterkum þráði, og stokkið ótrúlega hátt og langt. Vondi kallinn í þessari mynd er The Green Goblin, meistaralega leikinn af Willem Dafoe. Green Goblin er mjög svipaður The Joker í Batman, þeir eru báðir svona hálf glaðlegir, með þennan klikkaða hlátur. Samt var búningurinn hans eitthvað svo fáránlegur, og allt öðruvísi en í blöðunum. Búningur Spider-Man er hinsvegar mjög flottur, og með þeim flottustu ofurhetjubúningum sem til eru. Myndinni er leikstýrt af Sam Raimi, sem er þekktur fyrir myndir eins og Evil Dead og Darkman. Hann leikstýrir mjög vel, og heldur sig mjög mikið við teiknimyndasöguna (fyrir utan búning Green Goblin). Öll myndin er svo rosalega óraunveruleg og teiknimyndasöguleg, en samt svo ótrúlega vel gerð og raunverulega gerð (alls ekki raunveruleg, bara raunverulega gerð). Sum atriði virðast samt alltof óraunveruleg, tildæmis atriðið þar sem Spider-Man er nýbúinn að uppgötva hæfileika sína og er að hoppa á milli húsþaka. Það atriði er mjög illa gert, og virtist aðeins vera hálfklárað. Danny Elfman sér um tónlistina í þessari mynd. Ég mundi nú aldrei segja að þetta væri hans besta soundtrack, en FRÁBÆRT er það samt. Spider-Man theme lagið er komið á stallinn við hliðina á Batman theme (sem hann samdi líka) og Superman theme (sem er eftir John Williams). Þetta theme er næstbest af þeim þrem, en í fyrsta sæti er auðvitað Batman, sem er algjört snilldar theme lag. Samt er eiginlega engin sérstök laglína í þessu Theme lagi, þetta er bara tónverk með fullt af hljóðfærum, og það er eiginlega ekki hægt að finna laglínu (annað en í Batman og Superman). Leikararnir eru mjög góðir, og eins og ég sagði stendur Willem Dafoe uppúr. Sam Raimi notar líka mikið af myndinni til að byggja vondakallinn upp, hann notaði aðra myndina meira til að byggja Peter Parker upp (a.k.a. Spider-Man). Tobey Maguire er líka góður sem Peter, en Willem skyggir alveg á hann, þó að myndin eigi að snúast um hann, og heitir meira að segja eftir honum (svipað og í Batman, með Jack Nicholson og Michael Keaton). Kirsten Dunst er ekkert sérstök sem Mary Jane, en persóna hennar er mjög tilgangslaus, þó að hún verði að vera þarna (í öllum ofurhetjumyndum er kona sem er annaðhvort ástfangin af ofurhetjunni, eða að ofurhetjan sé ástfangin af henni). J.K. Simmons er frábær sem J. Jonah Jameson, á myndina algjörlega með Dafoe. Síðan er það Bruce Campbell í litlu hlutverki (rétt eins og í númer 2) sem kynnirinn í glímunni sem Peter keppir í. Handritið er ekki gallalaust, og það er eiginlega helsti galli myndarinnar. T.d. þessi samtöl á milli Peters og M.J. Þau eru algjör hörmung, jafnvel verri en í Star Wars II. Þrátt fyrir það er Spider-Man mjög góð ofurhetjumynd sem allir aðdáendur teiknimyndablaðsins ættu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Little Shop of Horrors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Little Shop of Horrors er algjör snilldarmynd. Snillingurinn Frank Oz leikstýrir, en hann hefur verið í myndum eins og Star Wars, The Muppets (leikstýrði einnig The Muppets Take Manhattan), og Bowfinger (þar sem hann vinnur með Steve Martin, eins og í þessari mynd). Myndin fjallar um mann að nafni Seamor (Rick Moranis), sem er klaufalegur en góðhjartaður náungi. Hann vinnur í blómabúð, og á sér það áhugamál að rækta óþekktar og skrýtnar plöntutegundir. Einn daginn finnur hann mjög skrýtna plöntu sem hann kallar Audrey II í höfuðið á konu sem vinnur í blómabúðinni með honum (Ellen Greene). Það á hinsvegar eftir að vera þrautin þyngri að rækta plöntuna, kannski sérstaklega útaf talsmáta hennar (Levi Stubbs) og óvenjulega matarsmekk hennar. Steve Martin á gjörsamlega alla myndina, með sinni snilldarlegu frammistöðu sem klikkaði tannlæknirinn Orin Scrivello. Besta sena myndarinnar er einmitt þegar hann á að setja rótarfyllingu í Bill Murray. John Candy kemur svo fram í litlu hlutverki sem útvarpsmaðurinn Wink Wilkinson. Rick Moranis stendur sig mjög vel í aðalhlutverkinu, og Levi Stubbs talsetur risaplöntuna frábærlega (No shit, Sherlock). Tónlist myndarinnar er auðvitað frábær, ég elskaði gjörsamlega “You’ll be a Dentist” lagið. Þessar þrjár konur sem sungu flestöll lögin voru hinsvegar hálfleiðinlegar, og flæktust bara fyrir. Ég mæli sterklega með þessari mynd fyrir alla, bæði kvikmyndaunnendur og tónlistaunnendur, og gef henni þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Edward Scissorhands
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Edward Scissorhands er yndisleg mynd frá leikstjóranum Tim Burton, sem er einn besti leikstjóri sem uppi hefur verið. Ég lærði það þegar ég horfði á þessa mynd að maður má ekki búast við neinu þegar maður horfir á myndir frá Tim Burton, þær eru alltaf algjörlega öðruvísi en búist var við. Ég bjóst við að Edward Scissorhands væri hálfgerð spennumynd, en í staðinn horfði ég á myrka dramamynd sem er hálfgerð gamanmynd á köflunum. Edward Scissorhands fjallar í stuttu máli um uppfinningamann (Vincent Price) sem finnur einn daginn upp mann sem hann kallar Edward (Johnny Depp). Uppfinningamaðurinn klárar Edward ekki alveg, skilur hann eftir með skæri í stað handa. Einn daginn finnur góðhjörtuð sölukona hann (Diane Wiest) og fer með hann heim til sín í hinn týpíska bæ, Suburbia (þar sem allir eiga nákvæmlega eins hús og nákvæmlega eins garða og aðrir) til að búa með fjölskyldu sinni. Tim Burton kom með hugmyndina af Edward Scissorhands, teiknaði Edward á blað, og sýndi handritshöfundinum Caroline Thompson. Á meðan Tim vann við myndina “Beetlejuice”, skrifaði Caroline handrit myndarinnar, sem er hreint og beint frábært. Tim Burton fékk svo leikarann Johnny Depp til að leika Edward, og var það upphafið af samstarfi þeirra, en Johnny lék seinna í fullt af myndum frá Burton s.s. Ed Wood, Sleepy Hollow, Charlie and the Chocolate Factory og Corpse Bride. Johnny Depp sýnir ótrúlega frammistöðu, hann lifir sig algjörlega inní Edward, sem er búinn að lifa einn í fjöldamörg ár og er því hálfskrýtinn. Í öðrum hlutverkum eru Winona Ryder (Kim) sem stendur sig mjög vel, Diane Wiest (sölukonan Peg), Anthony Michael Hall (Jim) sem er hálfgerður vondikall myndarinnar, Alan Arkin (Bill), og Kathy Baker (Joyce), persóna hennar er algjörlega tilgangslaus fyrir myndina, meira að segja hálfleiðinleg, það hefði alveg verið hægt að sleppa henni. Ekki má gleyma Vincent Price í hlutverki uppfinningamannsins, en hann stendur sig best af öllum leikurum myndarinnar með sinni klikkuðu frammistöðu. Danny Elfman sér um tónlist myndarinnar, eins og í flestum myndum Burtons (öllum nema Ed Wood). Ég gjörsamlega elska tónlistina hans í öllum myndum sem hann hefur samið tónlist í, t.d. Batman (hans besta tónlist er í henni), Spider-Man, Big Fish (tónlist sem fær mann næstum því til að gráta) og Charlie and the Chocolate Factory. Edward Scissorhands Theme lagið er jafnframt eitt af hans bestu theme lögum. Edward Scissorhands fjallar um tilfinninguna að falla ekki inní samfélagið, vilja falla inní samfélagið, reyna að falla inní samfélagið, en geta það ekki (sagði Tim Burton sjálfur). Frábær mynd sem fer beint í þriðja sæti yfir bestu myndir Burtons (á eftir Big Fish og The Nightmare Before Christmas).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bíóferðin mín á Narniu byrjaði svona eins og ósköp venjulegar bíóferðir: Þegar ég kem í bíóið er ekki þverfótað fyrir fólki. Þegar ég loksins kemst í röðina átta ég mig á því að ég hef gleymt gleraugunum mínum heima. Ég hleyp heim, og þegar ég kem aftur er engin röð að miðasölunni. Ég kaupi miða, og ætla að fara að kaupa mér popp og gos, en kemst þá að því að öll röðin að miðasölunni hefur færst að sjoppunni... Dæmigert.

Sem betur fer fékk ég það allt endurgreitt, og svo mikið meira. The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrope er byggð á samnefndri bók eftir C.S. Lewis. Narniu bækurnar eru mínar uppáhalds bækur, og þrjár þeirra standa uppúr: The Silver Chair, The Voyage of the Dawn Treader og The Lion, The Witch and the Wardrope, bókin sem þessi mynd er gerð eftir. Þegar ég frétti að gera ætti mynd um hana, varð ég (auðvitað) alveg rosalega spenntur, fór látlaust inná heimasíðu myndarinnar til að skoða fréttir af henni, og var alltaf að horfa á auglýsingar (trailera) eða stuttmyndir um gerð myndarinnar. The Lion, the Witch and the Wardrope er gerð eftir fyrstu Narníubókinni sem C.S. Lewis skrifaði, en annarri bókinni í tímaröðinni (á eftir The Magicians Nephew), og fjallar um fjögur börn sem eru send uppí sveit til frænda síns, Digory Kirke, á meðan seinni heimstyrjöldin vofir yfir. Yngsta stelpan, Lucy, finnur einn daginn gríðarstóran skáp og ákveður að fela sig í honum, þar sem að krakkarnir eru í feluleik. En hún kemst að því að þetta er töfraskápur, sem liggur beint inn í töfralandið Narniu. Hún kemst að því að í Narniu hefur verið vetur í heila öld. Ástæðan fyrir því, er að Hvíta Nornin (The White Witch) hefur skipað sig sjálfa drottningu yfir Narniu og látið ríkja endalausan vetur, þó að engin jól komi... Tölvufyrirtækið Weta sér um tæknibrellur myndarinnar, sem eru gjörsamlega frábærar, enda sama fyrirtækið og vann við gerð The Lord of the Rings myndanna. Ef ég hefði ekki séð þátt um gerð myndarinnar hefði ég líklega haldið að ljónið Aslan væri alls ekki tölvugert, svo flott og eðlilegt er það. Tónlist myndarinnar er eftir Harry Gregson-Williams, og ég verð að segja að þetta er ein yndislegasta tónlist sem heyrst hefur í bíómynd að mínu mati (fyrir utan tónlist eftir Danny Elfman og tónlistin í The Lord of the Rings eftir Howard Shore). Síðan eru það leikararnir: Georgie Henley leikur yngsta systkinið, Lucy, og gerir það alveg ágætlega, miðað við hversu ung hún er. Skandar Keynes virkar ekki alveg í hlutverki Edmunds. Hann er ekki nógu svona... “Illgjarn” eins og hann á að vera, svíkur systkini sín fyrir nammi, og níðist á yngsta systkini sínu. Anna Popplewell leikur síðan næstelsta systkinið, Susan, mjög vel, enda er hún auðvitað aðeins eldri en Georgie og Skandar (þó að það segi kannski ekkert alltof mikið um leikarana). Hins vegar er William Moseley frábær sem elsta bróðirinn, Peter. Hann er gjörsamlega alveg eins og ég ímyndaði mér hann, hugrakkur og hugljúfur unglingsstrákur, sem gætir systkina sinna vel, en samt svolítið hræddur við að beita sverði. Síðan er það Tilda Swinton sem leikur Hvítu nornina eða The White Witch. Hún leikur hana mjög vel, en samt er það karakterinn og útlitið sem fer í taugarnar á mér. Í bókinni er hún dökkhærð og náföl, og miklu stærri heldur en venjuleg manneskja, hálfgerður risi, og miklu hræðilegri, miklu illgjarnari og miklu hættulegri. Andrew Adams, sem leikstýrði Shrek 1 og 2 leikstýrir þessari mynd, og sannar að hann á miklu meira skilið en að leikstýra bara teiknimyndum (þó að sumar teiknimyndir séu mjög góðar) og ég vonast eftir að sjá fleiri myndir eftir hann á næstunni (ef ekki bara aðra Narniumynd). Narnia er semsagt frábær ævintýramynd sem allir ættur að sjá. Ég bíð spenntur eftir næstu mynd, Prince Caspian (ef hún verður gerð), og vona að hún verði eins góð og þessi.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter and the Chamber of Secrets er ekki nálægt því eins góð mynd og Harry Potter and the Philosopher’s Stone. The Chamber of Secrets er ein af mínum uppáhalds bókum ( bæði Harry Potter bókum og bókum almennt ) og ég er alls ekki sáttur við útkomuna. Daniel Radcliffe ( Harry Potter ), sem var frábær í fyrstu myndinni, hefur tekið skref niður á við, og leikur meira að segja illa í sumum atriðunum. Rubert Grint stendur sig ótrúlega vel í hlutverki Rons, jafnvel betur en í fyrstu myndinni, og Emma Watson stendur sig líka betur í hlutverki Hermione, en í fyrri myndinni.

Myndin fjallar um Harry, sem er kominn á annað árið í Hogwarts skóla galdra og seiða.

Dularfullur álfur að nafni Dobby, birtist inni í herberginu hans einn daginn og varar hann við að snúa aftur í skólann. Harry hlustar ekki á Dobby og snýr aftur í skólann.

Ekki líður á löngu þar til undarlegir atburðir fara að gerast í skólanum. Hann heyrir undarlega rödd, sem enginn annar virðist heyra, og fréttir skömmu síðar að Leyniklefinn hafi verið opnaður á ný. Í Leyniklefanum býr hræðilegt skrímsli, sem virðist vera að reyna að losna við alla nemendur í skólanum, sem eru komnir af muggum...

Galdraverurnar eru sumar illa gerðar, t.d. Dobby, sem virðist vera léleg útgáfa af Yoda í Star Wars, Aragog, sem lítur engan veginn út fyrir að vera kónguló, og skrímslið sjálft, sem virðist vera úr steini eða trjádrumbi. Fönixinn var hins vegar flottur, og flokkunarhatturinn er mjög vel gerður. Tónlistin í myndinni er flott, enda eftir meistarann John Williams, en þó ekki eins grípandi og í fyrstu myndinni. Og eitt enn, hvar er Peeves? Peeves er ein af mínum uppáhalds persónum, og það er mjög spælandi að hann hafi verið klipptur úr myndunum. Fyrir þá sem ekki hafa lesið bækurnar er Peeves hrekkjadraugur, sem er alltaf að stríða húsverðinum Filch og pirra nemendur með því að klína tyggigúmmí í hárið á þeim, hella yfir þá vatni o.s.frv. Þrátt fyrir að vera ekki jafn heillandi og Philosopher’s Stone er Harry Potter and the Chamber of Secrets ágætis skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter and the Philosopher's Stone er gerð eftir fyrstu bókinni af hinum heimsfrægu bókum um Harry Potter eftir J.K. Rowling. Í þessari fyrstu mynd kemst Harry að því að hann er galdramaður með hræðilega fortíð. Hann fer í Hogwarts skóla galdra og seiða og kynnist þar ýmsu skrýtnu fólki t.d.m. skólastjóranum Albus Dumbledore, hálfrisanum Hagrid og töfradrykkjakennaranum Severus Snape.

Myndin er frábær og besta myndin í Harry Potter seríunni. Fyrsta bókin var ekki beint sú besta í bókaflokknum, hún var voðalega stutt og mestallur hlutinn fór í að kynna skólann og persónurnar. Hins vegar tekst leikstjóranum Chris Columbus að setja bókina upp á hvíta tjaldið og gerir það alveg frábærlega.

Leikararnir standa sig flestallir vel. Daniel Radcliffe fer með hlutverk Harry’s og stendur sig vel ( annað en í hinum myndunum). Rubert Grint fer svo með hlutverk besta vinar Harry’s, Rons, og stendur sig frábærlega í því hlutverki.

Emma Watson leikur hinn besta vin Harry’s, Hermione. Hún á engan stórleik, en stendur sig þó ágætlega. Richard Harris er fullkominn Dumbledore, alveg eins og ég ímyndaði mér hann þegar ég las bókina. Alan Rickman stendur sig líka frábærlega í hlutverki Snapes. Meistarinn John Williams sér um tónlistina í þessari mynd. Honum tekst að blanda tónlistinni við andrúmsloftið í myndinni, og á nokkur ógleymanleg stef ( takið til dæmis eftir stefinu þegar uglan hans Harrys flýgur upp í loftið að vetri til og flýgur svo niður og þá er komið sumar, eitt besta stefið í myndinni ). Helsti galli myndarinnar ( mjög lítill galli samt ) er útlit Harrys. Hann á að vera með úfið hár sem stendur út í loftið, ekki ósköp venjulegt stutt svart hár.

Chris Columbus fylgir bókinni eftir, lætur til dæmis alla nemendur klæðast svörtum skikkjum, lætur atburðina gerast í réttri röð ( annað en í þriðju myndinni ),og ræður aðeins breska leikara í hlutverkin. Frábær og “töfrandi” mynd sem allir verða að sjá.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Corpse Bride
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Corpse Bride fjallar um Victor og Victoriu sem eru neidd til að giftast af foreldrum þeirra. Victor virðist ekki geta munað setningarnar sínar, og reikar útí skóg til að æfa þær.

Þegar hann er kominn langt úti skóginn sér hann hönd standa upp úr jarðveginum. Hann setur hringinn á höndina og fer með setningarnar. Svo óheppilega vildi til að höndin tilheyrði myrtri konu sem rís upp frá dauðum og telur Victor hafa ætlað að giftast sér...

Corpse Bride er önnur stop motion myndin sem Tim Burton gerir

(sú fyrri er The Nightmare Before Christmas) og jafnframt ein sú flottasta mynd sem hann hefur sent frá sér.

Danny Elfman á heiður skilin fyrir tónlistina í Corpse Bride.

Textarnir eru rosalega snjallir og píanósólóin sem Victor spilar eru jafnframt falleg og hrollvekjandi.

Johnny Deep talar fyrir Victor, Helena Bonham Carter fyrir líkið og Emely Watson fyrir Victoriu.

Joknny Depp fer mjög vel með hlutverk Victors, en fyrr á árinu lék hann Willie Wonka í Charlie and the Chocolate Factory.

Í litlum hlutverkum eru Albert Finney, Richart E. Grant og Christopher Lee, sem er í hlutverki Prestsins.

Corpse Bride inniheldur semsagt: Frábæra tónlist, þunglint og litríkt umhverfi, flottar persónur og snilldar leikstjórn sem gerir Corpse Bride að einni af bestu myndum ársins!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie and the Chocolate Factory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef beðið lengi eftir Charlie and the Chocolate Factory,

alveg síðan í febrúar. Í Júlí var hún frumsýnd í Bandaríkjunum

og átti að vera frumsýnd hér í Ágúst. Einhver seinkun varð

á myndinni og frumsýningardeginum var frestað til 9 September.

Loksins loksins var hún frumsýnd hér á landi í gær.

Myndin hefst á frábæru theme lagi eftir snillinginn Danny

Elfman. Fyrri hluti myndarinnar gerist mestallur heima hjá

Charlie litla, sem hefur aðeins efni á einu súkkulaðistykki á ári, á afmælinu sínu. Út um gluggann (þakið) á herberginu sínu

sér hann risastóru verksmiðjuna sem framleiðir súkkulaðið.

Willy Wonka, eigandi verksmiðjunar ákveður einn daginn, að hleypa 5 börnum inn í verksmiðjuna. Til þess, þurfa börnin að

finna gylltan miða í venjulegu Wonka súkkulaðistykki.

Það er enginn annar en Tim Burton sem leikstýrir myndinni.

Það er honum að þakka að Charlie and the Chocolate Factory er ein af bestu myndum ársins. Danny Elfman, sem hefur gert tónlistina í öllum myndum Burtons syngur nokkur lög sjálfur, en síðast gerði hann það í The Nightmare Before Christmas.

Leikararnir standa sig allir mjög vel og Johnny Depp er næstum óþekkjanlegur með allan þennan farða. Tim Burton tókst að skapa þennan ævintýraheim Roalds Dahl, og honum tókst að gera bókina ódauðlega með einni af bestu, flottustu, og minnisstæðustu mynd ársins, Charlie and the Chocolate Factory!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Fish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Um daginn tók ég þá áhættu að kaupa BIG FISH á dvd án þess að hafa séð hana. Og ég sé alls ekkert eftir því! BIG FISH er örugglega besta mynd sem ég hef séð, tvímælalaust besta mynd Tim Burtons og góð tilbreyting inná dimma og drungalega stílinn

hans. BIG FISH segir frá Ed Bloom(EwanMcGregor,AlbertFinney)sem

er veikur og er að fara að deyja. Sonur hans, Will kemur til að vera hjá honum en þeir hafa ekki talað saman í mörg ár.

Ástæðan er sú að Ed hefur sagt ýktar sögur af sjálfum sér síðan

Will fæddist. Will vonar að á meðan hann er hjá honum fái hann að heyra sannleikann um pabba sinn en í staðinn upplifir hann allar sögurnar aftur. Albert Finney stendur sig vel sem Edward Bloom en Ewan McGregor snilldarleg sem Ed á yngri árum sínum.

Tónlist Danny Elfmans er óaðfinnanleg eins og alltaf og eins og ég segi er þetta langbesta mynd Tim Burtons. Eitt það besta við myndina er að í staðin fyrir að heyra bara sögur Ed's sjáum við þær eins og hann upplifir þær.......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eternal Sunshine of the Spotless Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eternal Sunshine of the Spotless Mind er frábær og mjög vel gerð mynd.Jim Carrey fer á kostum sem Joel Barish,sem kemst að því að kærastan hans,Clementine(Kate Winslet)hefur látið þurrka út úr minni sér allar minningar um Joel og sambandið milli þeirra.Joel getur ekki hætt að hugsa um hana og á endanum fer hann í sams konar aðgerð og Clementine.Á meðan það er verið að þurrka út allar þessar minningar upplifir Joel þær

aftur í svefninum.En að lokum skilur hann að hann vill ekki gleyma Clementine.En það er of seint að hætta við.....

Michel Gondry leikstýrir óaðfinnanlega og Charlie Kaufman er með frábært handrit en þeir gerðu einnig saman Human Nature!

Jim Carrey og Kate Winslet fara á kostum sem Joel og Clementine ásamt nokkrum aukaleikurum,td Elijah Wood,Kirsten Dunst og Mark Ruffalo.Það eina sem kemur í veg fyrir 4 stjörnur er hve söguþráðurinn er ruglingslegur á köflunum svo maður þarf að horfa á myndina að minnsta kosti 5 sinnum til að skilja hana almennilega!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter and the prisoner of Azkaban er ekki gallalaus mynd en er þó fín á köflunum.Ég hef verið aðdáandi bókana síðan sú fyrsta kom út og mér finnst þessi mynd ekki líkjast bókinni mikið.Fyrsti galli er að í fyrstu og annari myndinni eru nemendurnir í Hogwarts alltaf í svörtum skikkjum.Í þessari mynd er eins og þeir fari eftir nýustu tísku og klæða sig í mjög frjálslegan fatnað.Þetta er auðvitað bara smámunasemi en þetta skiftir máli fyrir mestu aðdáendurna.Í öðru lagi finnst mér Daniel ekki sérstaklega góður leikari.Í þriðja lagi er Harry líst þannig í bókinni að hárið á honum sé allt útí loftið.í myndunum er Harry með óskup venjulegt slétt hár.

Þó finnst mér góð tónlist í myndinni og hún er vel leikstírð, en þetta er ekki besta Potter myndin þó hún sé góð á köflunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Incredibles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Incredibles eða hin Ótrúlegu er ein besta teiknimind sem ég hef séð.Tölvuteykningarnar hjá Pixar verða alltaf betri og betri með árunum en þetta nær hámarki.Þess vegna var ég hálf sorgmæddur að heyra að þetta væri næst seinasta mynd Disney og Pixar.Þetta byrjaði allt með Toy Story árið 1995 en síðan hafa komið út fjöldamargar aðrar t.d. Bugs Life,Monster Inc og Finding Nemo.Þó að það hálf eiðileggi myndina að setja á hana íslenskt tal er hún FRÁBÆR afþreying fyrir bæði unga sem aldna.

Því gef ég myndinni fjórar stjörnur fyrir eina frábærustu teyknimynd sem út hefur komið(fyrir utan Shrek 1 og 2).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Halló

Þegar ég sast inni í bíósalinn bjóst ég við því

að sjá dæmigerða grettumynd með Jim Carrey.Svo var ekki.

Lemony Snicket's A series of unfortunate events var

ekki þessi dæmigerða bullmynd.Í myndinni leikur Jim Carrey

ekki einhvern fávita sem getur ekki hætt að ibba sig

heldur kaldrifjaðann morðingja sem svífst einskis til að

ná auðæfum Baudlery barnanna.Myndin gerði það að verkum

að ég varð leiður þegar bíóhléið kom og stóð ekki upp

ef ég skildi missa af einhverju.Það eru svona myndir sem

maður vill sjá Jim Carrey í.Myndir sem eru ekki asnalegar

fjölskyldumyndir með asnalegum aulahúmor!

(Endir)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Goblet of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter and the Goblet of Fire er allt öðruvísi en hinar þrjár myndirnar, hún er myrkari, lengri og flottari. Goblet of Fire er mín uppáhalds Harry Potter bók, og þess vegna var ég hálf hræddur, þegar ég komst að því að myndin væri ekki nema þrír klukkutímar, og því meira en helmingnum af bókinni sleppt. Þó að myndin sé í styttra lagi (miðað við bókina) sleppir leikstjórinn Mike Newell næstum engu mikilvægu (hefði þó viljað sjá Ludo Bagman, Vinky og fleiri atriði með Ritu Skeeter).

Tónlistin hefur verið færð úr höndum John Williams til Patricks Doyle. Tónlist hans er flott, en ekki næstum jafn góð og tónlist John Williams. Hann notast þó við nokkur stef úr gömlu myndunum, en breytir þeim og gerir þau myrkari. Nokkrir nýir leikarar hafa bæst í hópinn t.d. Brendan Gleeson sem hinn sturlaði kennari í vörnum gegn myrku öflunum, Mad Eye Moody, Ralph Fiennes sem leikur sjálfan Lord Voldemort, og Miranda Richardson sem blaðakonan Rita Skeeter. Brendan Gleeson stelur senunni sem Moody, undir lokin var ég meira að segja orðinn hálf hræddur við hann. Krakkarnir í myndinni eru allir farnir að leika miklu betur, þá sérstaklega Daniel Radcliffe sem var ekkert sérstakur í hinum myndunum. Eini leikarinn sem er ekki að standa sig er Michael Gambon sem Albus Dumbledore. Það góða við hann er að hann reynir ekki að herma eftir Richard Harris, heldur reynir hann að skapa sinn eigin Dumbledore. Það versta er að hans Dumbledore er alls ekki góður. Dumbledore á að vera svona rólegur persónuleiki eins og Richard Harris gerði hann, ekki æstur gamall maður sem virðist alveg vera að missa þolinmæðina, öskrar á börnin til að fá þau til að hafa hljóð og hristir Harry harkalega eftir atvikið með bikarinn. Tæknibrellurnar eru frábærar, miklu betri en í hinum þremur myndunum. Atriðið með drekana var frábært og sömuleiðis Black Lake atriðið. Samt vantaði allar gildrur í völundarhúsið. Harry Potter er nú orðinn 14 ára og kominn á 4. ár í Hogwarts skóla. Í byrjun skólaársins er þeim tilkynnt að einn nemandi úr skólanum taki þátt í svokölluðum Þrígaldraleikum (Tri-Wizard Tournament) með tveimur öðrum skólum. Þeir sem vilja keppa þurfa aðeins að skrifa nafnið sitt á pergament, og henda því í loga Eldbikarsins. Nemendur þurfa að vera orðnir 17 ára til að geta skráð sig, en þegar nafn Harrys er dregið út halda allir að hann hafi svindlað, þó að hann hafi ekki komið nálægt bikarnum. Hann þarf því að keppa í Þrígaldraleikunum og einnig að komast að því hver setti nafnið hans í Eldbikarinn. Myndin inniheldur nokkra galla en samt ekkert of stóra. Í fyrsta lagi er það útlitið á nokkrum persónum myndarinnar, t.d. Mad Eye Moody, galdraaugað hans hangir í bandi, og lítur frekar út fyrir að vera leppur en galdraauga. Síðan eru það þessir fáránlegu búningar sem Drápararnir klæðast, beinagrindagrímurnar og Toppmjóu hattarnir. Í síðasta lagi fer Harry aðeins í tvo tíma, hjá Mad Eye Moody og Snape. Er þetta ekki skóli eða hvað?? Mike Newell lagar hins vegar nokkur atriði sem komu fram í bókunum en ekki í myndunum, t.d. hárið á Harry, sem var slétt og fínt í hinum myndunum, er nú úfið eins og í bókinni. Þótt að helstu atriði myndarinnar komi fram eru sum atriði alveg óskiljanleg fyrir þá sem ekki hafa lesið bækurnar, það eru mörg atriði sem ekki eru útskýrð t.d. Priori Incantatem galdurinn. The Goblet of Fire kemur semsagt ágætlega (ef ekki vel) út sem kvikmynd og ég vona að Harry Potter myndirnar haldi áfram að vera eins og þessi.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei