Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er nú naumast hvað menn eru jákvæðir út í þessa mynd. Mér þótti hún ekki mjög merkileg, reyndar gafst ég upp á að horfa á hana. Dafoe var ósannfærandi í hlutverkinu og var nánast óþolandi, en hann var svaka töff. Þetta var svona tilraun sem er varð hálfgerður rembingur en virkar á unglingana. Mynd sem ég geispaði yfir þannig að ég get ekki gefið henni meira en tvær stjörnur svona fyrir tæknivinnuna. En ég gef henni eina og hálfa af því mér leiddist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spy Kids
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Robert Rodriguez virðist vera tölvuleikjanörd og hans reynsla og geta virðist vera á takmörkuðu sviði. Myndir hans virðast allar vera frá áhrifum tölvuleikja (persónuleikja) eins og t. D. From dust to dawn minnti á tölvuleikinn Dom. En ég ætla ekki að eyða meiri tíma í að skrifa um Spykids en ég eyddi í að horfa á hana. Ég sem sagt gafst upp og kláraði hana ekki. Það kom mér á óvart hversu ódýrar tæknibrellur voru notaðar í henni. Gengur kannski í þrjúbíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Englar alheimsins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Friðrik þór hefur metnaðinn og aðstöðuna til að gera fjárfrekar kvikmyndir, á Íslenskan mælikvarða. Englar alheimsins er þolanleg útkoma á þessari tilraun Friðriks við að skrásetja þessa sögu á hvíta tjaldið. Við megum ekki gleyma því að Íslensk kvikmyndagerð er ekki nema tilraunastarfsemi en sem komið er. Englar alheimsins er mjög ásættanleg útkoma tæknilega séð en leiklistarlega séð er engin sjáanleg þróun og leiklistarstjórnun Friðriks virðist vera hans helsti veikleiki. Leiklist í kvikmyndun er allt önnur tegund leiklistar og viðgengst í leikhúsum og það virðist sem Íslenskir leikarar hafi ekki mikla getu á því sviði á meðan ófaglærðir leikarar gera ágæta hluti hvað það varðar(sjá Íslenski draumurinn). Ég vona að Friðrik fari að gera tilraunir með leikara í framtíðinni því hann lofar góðu. Friðrik Þór er að mínu mati mikill listamaður en hefur en ekki fundið fullmótaðan farvegí átt að meistarastykkinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
To Live and Die in L.A.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein eftirminnilegasta glæpamynd frá níunda áratugnum. Raunsæ og spennandi sakamálamynd með góðum leik. Þetta var myndin sem margir tóku first eftir Willem Dafoe. Margir góðir leikarar í smáum hlutverkum og William L. Petersen hörkugóður í aðalhlutverkinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei