Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Bridget Jones: The Edge of Reason
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, núna er ég búin að fara með Bridget til Tælands og lenda þar í hinum fjölbreyttustu ævintýrum :-) Það er skemmst frá því að segja að við öskruðum við hlógum svo rosalega á köflum. Ákveðið skíðaatriði var rosalega mikið ýkt en náði samt að haldast inni á mörkunum að vera fáránlegt og fyndið og við vorum í hláturskasti. Ekki síst vegna þess að við gátum séð okkur sjálfar í þessum aðstæðum. HVER KANN AÐ RENNA SÉR Á SKÍÐUM Í ROSALEGUM AUSTURRÍSKUM ÖLPUM!!!. Myndin er að mörgu leyti eins og mörg stutt og neyðarleg atriði, svolítið sundurlaus, sérstaklega fyrri hlutinn. Sagan sem flestir eru örugglega búnir að lesa heldur henni náttúrulega saman (þ.e. Bókin), en á köflum er ekki mikið samhengi milli þeirra. Hinsvegar kemur þetta mjög vel út svona og þarna gefst kostur á því að koma með nýja sýn á söguna. Í myndinni er líka mikið lagt upp úr því að draga fram fyndin tilsvör og neyðarleg atvik sem Bridget er náttúrulega snillingur í að koma sér í. Reneé Zellwegerl. Er rosalega fín í myndinni. Mér finnst hún eiginlega standa sig betur en í þeirri fyrri, en það helgast kannski af því að núna er ég búin að sætta mig við það að Bridget hefur útlit Reneé Colin Firth - Mark Darcy var unaðslegur. Heldur horaður í svörtu jakkafötunum. Hef eiginlega ekki tekið eftir því áður en það er ákveðið atriði í myndinni sem dregur það mjög sterkt fram. Hann nær því sem er svo heillandi að vera grafalvarlegur við aðstæður þegar Bridget er eins og kjáni og kemur sér og honum í mikil vandræði, ná svo að beita röddinni þannig að hún skynjar hlýjuna og ástúðina sem streymir frá honum og brosir svo örlítið, aðallega með augunum. Hugh Grant - Daniel Cleaver er greinilega sjúskaður og það næst svo vel að draga fram hvers vegna hún velur Mark Darcy, en hinn sem er ekki síður sjarmerandi og er hrifinn af henni, Daniel, kemur klárlega fram sem útriðinn piparkall sem má muna fífil sinn fegurri. Tel þessar persónu vera mjög vel leikna af Hugh Grant. Það er ljóst að handritshöfundurinn hefur fengið mikið frelsi til að aðlaga söguna kvikmyndinni og sérstkalega kom ein persóna okkur vinkonunum Spönsk fyrir sjónir :-) Nú er bara að sjá hvað þið hafið að segja um það. Nokkur atriði eru ekki með í myndinni sem ég sakna úr bókunum. Dagbókin er bara í upphafi og lokin. Mjög skrítið, ekki minnst á aukakíló eða neitt, bara spik í texta. :-) Mamma hennar og Magda á leið til Kenía, koma heim með blökkumann. Það er nú efni í sérstaka gamanmynd. En því er alveg sleppt... Enda myndin náttúrulega miklu styttri en bókin. Vinirnir eru í miklu aukahlutverki, þótt þeir hafi náttúrulega áhrif á söguna og koma sterkt inn. Niðurstaðan er: Þessi mynd er bráðskemmtileg afþreying, við þekkjum okkur meira að segja flestar að einhverju leyti í Bridget og þess vegna er saga hennar svo fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei