Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Charlie and the Chocolate Factory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var búin hlakka til að fara á þessa mynd allt árið og fór svo loks á hana í byrjun september. Myndin er alveg frábær skemmtun bæði fyrir unga sem aldna. Myndin fjallar um fátækan dreng að nafni Charlie sem býr í nánd við risastóra súkkulaðiverksmiðju ásamt fjölskyldu sinni. Charlie fær þó aðeins eitt súkkulaðistykki á ári enda fjölskylda hans bláfátæk. Svo kemur að því að verksmiðjueigandinn Willy Wonka heldur leik þar sem 5 gullnir miðar eru settir í súkkulaðiumbúðirnar. Súkkulaðistykkjunum er svo dreift um allan heim. Sigurvegararnir fimm sem fá gullnu miðana fá svo að heimsækja verksmiðjuna. Charlie er svo heppinn að fá einn miðanna og heimsækir verksmiðjuna ásamt fjórum öðrum börnum í fylgd sjálfs Willy Wonka. Svo er bara sagt frá ævintýrum Charlie þar inni.

Þessi mynd er mjög litrík og leikmunir í skrítnari kantinum enda ekki við öðru að búast þegar Tim Burton er í leikstjórastólnum. Willy Wonka er leikinn af Johnny Depp og er persónan hans furðuleg með meiru, hægt að segja að hann líkist Michael Jackson að einhverju leyti. Leikur Depp er mjög góður enda er hann einstaklega hæfileikaríkur leikari. Krakkarnir í myndinni leika einnig mjög vel. Tónlistin er svo alveg sér kapituli út af fyrir sig, einstaklega vel gerð hjá Danny Elfman. Lagið þegar brúðurnar eru að syngja áður en krakkarnir fara inn í verksmiðjuna er svo alveg sérstaklega fyndið. Semsagt mjög skemmtileg mynd með góðan húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Event Horizon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð bara að segja það að Event Horizon sé mest creepy mynd sem ég hef séð. Ég er nefnilega orðin svo leið á þessum týpisku skrímslamyndum þar sem maður veit hver óvinurinn er frá byrjun. Í stuttu máli þá fjallar myndin um hóp fólks sem fer af stað í leit að áhöfn týnda geimskipsins Event Horizon. Þar uppgötva þau hvað í raun varð um áhöfnina. Það er í raun allt við myndina sem er óhugnanlegt, m.a. hvernig er umhorfs inni í týnda geimskipinu og samskipti persónanna innbyrðis. Ég mæli hiklaust með þessari ef ykkur langar til að verða hrædd og láta ykkur bregða. Fjórar stjörnur frá mér...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sleepy Hollow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er stutt síðan ég horfði á þessa mynd aftur, var ekki búin að sjá hana í nokkur ár. Mér fannst hún ennþá jafn skemmtileg. Johnny Depp leikur hér enn eina furðulegu persónuna og gerir það vel eins og venjulega. Myndin hefur hinn týpiska Burtoniska stíl en ég er allveg á þeirri skoðun að hann sé með betri leikstjórum samtíðarinnar. Myndin er uppfull af góðum hugmyndum og maður fær svona væga gæsahúð yfir nokkrum creepy atriðum. Mæli með þessari
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Óðal feðranna
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Óðal feðranna er nokkuð sérstök mynd og eflaust misjafnar skoðanir manna á henni en sjálf held ég mikið upp á hana. Hún er ágætlega leikin og leikur Sveins Eiðssonar sem vinnumannsins pervertíska er sérstaklega eftirminnilegur og maður fær hroll eftir bakinu. Fáðu þér meira af teinu, það er svo gott fyrir hálsinn uhh. Annars þrjár stjörnur frá mér enda mikill aðdáandi íslenskra mynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Night Watch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Night watch er mjög hugmyndarík mynd og fullt af góðum atriðum í henni. Hálf ótrúlegt að hún skuli vera rússnesk. Þetta er fyrsta myndin af þremur þannig að myndin endar frekar snögglega og margir

þræðir óleystir. En í stuttu máli þá fjallar myndin um innbyrðis baráttu milli myrkravera og ljósvera. Ég var bara mjög sátt við þessa mynd þar sem ég bjóst endilega ekki við svo miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Strákarnir okkar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst Strákarnir okkar bara mjög skemmtileg mynd og mörg atriði eru mjög fyndin. Ég er yfirhöfuð mjög hrifin af íslenskum myndum og þessi er þar engin undantekning. Mér fannst samt að myndin hefði mátt vera aðeins lengri til að sjá hvernig mál hefðu þróast hjá aðalpersónunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ed Wood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ed Wood er ein af þessum myndum sem ég get horft aftur og aftur á og fæ aldrei leið á henni. Johnny Depp leikur hér leikstjórann Ed Wood sem þekktur var fyrir gerð einstaklega lélegra mynda. Hann lét það litlu skipta þó sviðsmyndin hristist í töku eins atriðis í einni myndinni og einnig þegar vélina vantaði í gervikolbrabba sem nota átti. Þessi mynd er mjög fyndin og manni finnst alveg með ólíkindum hvernig Ed Wood gat alltaf verið jafn bjartsýnn við gerð nýrra snilldarverka. Myndin er mjög vel leikin og Johnny Depp fer á kostum enda einn af mínum uppáhaldsleikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Baby Geniuses
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki að ástæðulausu sem þessi mynd og framhald hennar eru á botnlista imdb.Þetta er alveg skelfileg mynd og einstaklega óraunhæf á allan hátt. Ég er ekki viss um að einu sinni 2 ára smábörn hafi gaman af henni. Myndin fór svo illilega í taugarnar á mér þegar ég var að horfa á hana að mig langaði nánast að slökkva á sjónvarpinu og fleygja videospólunni í ruslið þar sem hún ætti heima. Varúð stay away frá þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Battlefield Earth: A Saga of the Year 3000
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja jæja hvað á maður eiginlega að segja um aðra eins stórmynd eins og þessa. Ég þurfti mikið til að leggja það á mig að horfa á þessa mynd og þeim klukkutímum hefði ég betur varið í annað en að horfa á þennan viðbjóð. Nákvæmlega ekkert við myndina heillar neitt og manni er nákvæmlega sama um persónurnar og hvað kemur fyrir þær. Utan á spóluhulstrinu ætti að vera varúðarmerki sem myndi vara fólk við því að horfa á þetta ógeð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Catwoman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hafði bara heyrt slæma hluti um þessa mynd, varð á að leigja hana!

'Eg held ekki að hún höfði einu sinni til karlpeningins varðandi kynþokka Halle Berry! Svo slæm er hún að það bætir það ekki upp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Schindler's List
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd finnst mér persónulega vera besta mynd sem gerð hefur verið. Leikstjórnin, leikurinn og bara allt saman. Ég er örugglega

búin að sjá hana svona 20 sinnum og mér finnst hún alltaf jafn góð og ég fæ aldrei leið á henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei