Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Flicka
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hugljúf mynd um stelpu sem elst uppá bóndabýli með foreldrum sínum og bróður. Faðirinn vill að sonurinn taki við af sér en hann hefur engann áhuga. En dóttirin tekur ótemju að sér og brátt fer faðirinn að sjá að hún hefur þetta í blóðinu, hún er eins og hann. Fallegt landslag og tala nú ekki um flotta hesta!! Ekta fjölskyldumynd og fyrir þá sem hafa áhuga á hestum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hostel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja þá var komið að því að sjá þessa ógeðslegustu mynd sem komið hefur.....einhverju missti ég greinilega af því hún er algjörlega vanmetin!!!! Mér fannst The hills have eyes ógeðslegri og miklu betri!! Íslendingurinn var góður í henni...eina ástæðan fyrir að mar sá þessa mynd sem er svo ekkert ógeðsleg...bara þetta týpíska, vinir fara í ferðalag, lenda í klóm pyntara og brjóst út um allt....same old, same old...zzzzzzzz
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Point of No Return
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er bara ein besta mynd sem ég hef séð....hef samt ekki séð upprunalegu, Nikita eftir Luc Besson, en ég mæli með þessari!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Village
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessari mynd er líst sem spennumynd/hrollvekja....hmmmm....ég hef greinilega misst af einhverju þegar ég sá þessa mynd!!! Því þarna er sko engin hrollvekja eða spennumynd á ferð!!! Það einfaldlega gerist bara ekki neitt í þessari mynd nema fólk að tala saman.....einfaldlega leiðinlegasta mynd sem ég hef séð!! Ekkert sem heldur manni við efnið, ekki neitt því ekkert er að gerast!! Ef þú átt í erfiðleikum með svefn þá mæli ég með myndinni því þú sofnar úr leiðindum!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Failure to Launch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja ákvað að skella mér á þessa þar sem búið var að segja mér að hún væri æðisleg......æi veit ekki, sami húmor og mar hefur séð í mörgum grínmyndum...atrðið með bátinn og dýrin. Ekkert nýtt. Pirraða vinkonan hennar Söruh Parker var besti karakterinn. Ógeðslega grumpy. En fyrir utan að þetta er svona lala ræma þá er hann matthew mcConaughey eina ástæðan til að sjá þessa, náunginn er nottla bara 800 kr virði:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Envy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ben Stiller og Jack Black leika Nick og Tim bestu vini sem búa á móti hvor öðrum og vinna saman i verskmiðju....ekki beint draumajobbið. En dag einn á leið heim úr vinnu fær Nick (jack black) hugmynd sem á heldur betur eftir að gera hann ríkan, kúkasprey fyrir hunda sem virkar þannig að ef þú spreyjar á hundaskítinn þá hverfur hann. Tim (stiller) er ekki svona heppinn og missir vinnuna i þokkabót og fer að verða soldið öfundsjúkur ut i vin sinn. Drepur óvart hestinn hans Nicks og fær heldur subbulegan mann(christopher walken) til að hjálpa sér að losna við dauðann hestinn. En kúkaspreysríkidómurinn endist ekki að eilífu. Fólk fer að pæla í hvað í andskotanum verður um kúkinn og allt fer á niðurleið. En Nick er sko ekki hugmyndalaus gaur og fær aðra arðvæna hugmynd sem hann býður Tim vini sinum að verða með i....og allt er gott sem endar vel:))

Þessi mynd er bara hin ágætis skemmtun og ég get ekki sagt neitt annað en að þeir Jack Black og Ben Stiller eru hreint frábærir saman i Þessari mynd!!! Jack Black fær mann alltaf til að hlæja.....mæli með þessari!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
White Chicks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá white chicks um daginn og hún var nú bara svona allt í lagi. wayans bræður eru samt frábærir í hlutverki löggugaura sem fá það hlutverk að ná í forríkar systur sem svipa skemmtilega til hilton systranna og eiga að gæta þeirra fyrir mannræningjum. þær eiga að fara til Hamptons í veislu og á leiðinni þangað lenda þau í litlu bílslysi sem gerir það að verkum að systurnar fá meiddi á nef og munn og geta ómögulega látið taka mynd af sér í veislunni. Bræðurnir fara þá í hlutverk þeirra í veislunni og þá hefst fyndin og skemmtileg atburðarrás:) ætla ekkert að segja meira um það.

þetta er fyndin mynd á köflum og maður veit alveg hvernig hún mun vera þegar maður byrjar að horfa á hana en samt ágætis skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Terminal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hanks leikur rússa sem festist á flugvelli í Bandaríkjunum og einfaldlega þarf að búa þar því honum er ekki hleypt inn í landið útaf ákveðnum ástæðum. Úrræðagóður rússinn býr sér til sína svefnaðstöðu, reddar sér pening fyrir mat á sniðugan hátt og reddar sér svo bara vinnu þegar það bregst.....úrræðagóður kall hér á ferð. Rómantík spilar svo inn í og skemmtilegir karakterar sem vinna á flugstöðinni koma við sögu. Erindi hans til bandaríkjanna er útaf sotlu sem hann lofaði föður sínum og auðvitað tekst honum á endanum að efna það.

Mér fannst myndin of löng og það hefði alveg mátt stytta hana um helming!! enda lítið gaman til lengdar að glápa á mynd um kall á flugstöð þó að eitt og eitt fyndið gerist öðru hvoru. Samt var gaman að fylgjast með hvernig hann bjargaði sér.......en samt of löng mynd um næstum því bara það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dodgeball: A True Underdog Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ben Stiller er orðinn einn af minum uppáhalds leikurum og þessi mynd svíkur mann ekki. Ben Stiller leikur ofvirkan gaur, sem var einu sinni feitur, en stofnaði rosa flotta líkamsræktarkeðju þar sem fólk verður flott og fitt ef það æfir þar. Vince Vaughn leikur hæglátan mann sem rekur litla og ræfislega líkamsræktarstöð ,beint á móti glæsilegu stöðinni hans Bens, þar sem venjulegi maðurinn æfir. Ben hefur augastað á stöðinni hans Vince en Vince vill auðvitað ekki selja. Ben fær i sitt lið endurskoðanda, Christine Taylor, til að reyna að fá Vince til að selja...og auðvitað er Ben skotinn i endurskoðandanum. Vince er að verða gjaldþrota og þarf að útvega pening eða Ben mun yfirtaka stöðina. Einn félagi Vince kemur þá með hugmynd um að þeir stofni lið og taki þátt í Dodgeball (brennó) i Vegas þar sem verðlaunin eru akkúrat sú upphæð sem hann þarf. Þeir stofna þá lið ásamt hinum sem æfa i stöðinni hans Vince og að lokum fær endurskoðandinn, Christine, nóg af egóistastælunum í Ben og fer að hjálpa Vince og tekur þátt í Dodgeball með skrautlegu félögunum hans. Ben verður auðvitað á staðnum með nokkra rosalega kraftagaura...og eina kellu og þar með hefst fyndin og skemmtileg barátta.

og endirinn....já það geta allir giskað á hann.

mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei