Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Devil's Rejects
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér verulega á óvart þar sem fyrri mynd Rob Zombie's (house of 1000 corpses) var hreint út sagt hræðileg og var þessi mynd sjálfstætt framhald af henni. Myndin skilar því algjörlega sem hún ætlar sér og heldur uppi spennuni allan tíman. Mér fannst líka karektararnir (tungubrjótur) virkilega skemmtilegir og þá sérstaklega Captain Spaulding og Otis. Mæli eindregið með þessari fyrir þá sem er að sækjast eftir afþreyfingu og smá ógeði í leiðini.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Doom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Persónulega skil ég ekki afhverju það eru allir að tala um að þetta sé leiðinleg mynd. Ég viðurkenni það að ég bjóst ekki við miklu þegar ég fór á hana þarsem þetta er biómynd úr tölvuleik, en hún kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er einstaklega hröð og spennandi mynd þegar það fer allt á flug og fannst mér Rock standa sig mjög vel, og þessi frammistaða hans hlýtur að festa hann í sessi sem alvöru hasarmynda leikara, þrátt fyrir að sumir vilji meina að hann sé bara leikari afþví að hann var frægur WWE kappi. Eina sem ég varð fyrir vonbrigðum með, var að sagan fylgdi ekki leiknum. Í leiknum voru þetta verur frá helvíti en núna er þetta bara einhver man-made veira. En pottþétt 3 stjörnur, mæli með henni fyrir alla kvikmyndaunnendur sem fíla hraðar og spennandi myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ray
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það verður að segjast eins og er að Jamie Foxx standi sig hreint út sagt frábærlega sem Ray Charles í þessari mynd. Myndin er skemmtileg og dramatísk og ekki skemmir það að það er mögnuð tónlist sem er í myndinni. Jamie Foxx átti svo sannarlega skilið óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari myndi því leikur hans er óaðfinnanlegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Team America: World Police
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst þessi mynd algjör snilld. Mjög frumleg og gaman að sjá hvernig gert er grín af BNA. Ein af fyndnustu myndum 2004
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade: Trinity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Blade Trinity er glæsilegur endir á Blade trilogíuna. Að mínu mati er þessi jafn góð og 1 ef ekki betri. Ryan Reynolds er mjög skemmtilegur í þessari mynd, og myndi ég vilja sjá hann í fleiri myndum. Drake eða Dracula sem er hinn upprunalega vampýra hefur verið vakinn og býr hann yfir miklum mætti. Ryan Reynolds og hans mennsku félagar hafa hannað efnavopn sem mun drepa allar vampýrunar en þau þurfa blóð úr Drake til að láta það virka. Æsispennandi og skemmtileg mynd, og Wesley Snipes er að vana óendanlega svalur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Saw er hreint útsagt frábær! Aldrei bjóst ég við að þessi mynd yrði svona svakaleg. Þó svo að hún hafi kostað ótrúlega lítið skilar hún ótrúlega miklu. Það er mjög dimmt og þungt andrúmsloft í myndini (minnti mig pínu á Manhunt tölvuleikinn) og er hún mjög frumleg og góð. Morðinginn er ekki þessi sterio-typu killer og er bara mjög skemmtilegur. Mæli sterklega með þessari
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Club Dread
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Club Dread er svosem ágætis spennu/grín mynd og skilar því ágætlega. Myndin snýst um Það að það er eyja sem allir háskólanemarnir fara á til að djamma í spring break og þar vinnur líka ákveðinn fjöldi fólks sem sér um eyjuna. Svo fara starfsmennirnir að deyja einn af öðrum. Mikið um hálfnakið kvenfólk í þessari mynd sem er náttúrlega bara gott mál. Ágætis mynd en ég myndi ekki fara á hana í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Desperado
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Desperado er mjög góð og þétt spennumynd. Antonio Banderas skilur sínu en ég hefði viljað sjá meira af Steve Buschemi. Frábær mynd fyrir spennufíkla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mindhunters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mindhunters er að mínu mati mjög skemmtilegur og spennandi sálfræðitrhiller. Mjög vel leikin og vel útfærð í alla staði. Þetta er sona mynd sem lætur þig hugsa allan tímann og skipta um skoðun svona 18 sinnum. Sérstakleg finnst mér Jonny Lee Miller leik einstaklega vel og hann skilar sínu svo sannarlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scooby Doo 2: Monsters Unleashed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég á aldrei eftir að fyrirgefa vini mínum fyrir að láta mig horfa á þessa þvælu. Mér fannst þetta einstaklega leiðinleg og óspennandi mynd. Gæti verið afþví að ég hef hata scooby doo alla mína tíð en þrátt fyrir það, þá held ég að allir geti verið sammála að þetta sé leiðinleg mynd. Húmorinn er gjörsamlega glataður, þrátt fyrir margar misheppnaðar tilraunir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Postman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð bara að segja að þetta er leiðinlegasta mynd sem ég hef nokkurn tímann horft á. Þessi söguþráður er gjörsamlega óendanlega vitlaus og hefur engan tilgang. Lokatriðið í myndini er svo það allra leiðinlegasta og væmnasta sem hugsast getur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Walking Tall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði mjög gaman af rundown og er þetta mjög góð mynd ef þú ert að leita af einfaldri afþreyfingu. Rock stendur sig mjög vel í þessari mynd og það er pottþétt mál að hann er nýja action stjarna Hollywood, einnig er Johnny Knoxville mjög skemmtilegur í þessari mynd. Ég gef henni 3 stjörnur og mæli sterklega með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Resident Evil: Apocalypse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er alls ekki sammála þessari skoðun. Mér fannst myndin vel heppnuð í alla staði og hafði mjög gaman af bardagaatriðunum. Mér fannst líka Tyrentinn einstaklega vel heppnaður. Ég bið spenntur eftir 3 myndini og gef þessari mynd 3 og hálfa stjörnu
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei